Innlent

Loðnuvertíðin fer rólega af stað

Loðnuvertíðin, sem hófst um síðustu mánaðamót fer óvenju hægt af stað og hefur aðeins eitt skip landað loðnufarmi á þessum hálfa mánuði frá vertíðarbyrjun. Það er Víkingur AK, en hann er nú einn að leita loðnu djúpt út af Skagafirði.

Hin fjölveiðiskipin hafa haft í nógu að snúast við að klára síldar- og makrílkvóta sína fyrir austan land, en það hefur dregist á langinn vegna ótíðar, sem hefur tafið veiðarnar, og því hafa þau ekki enn snúið sér að loðnuveiðunum.

Loðnan úr eina farminum, sem landað hefur verið á þessari vertíð var vel á sig komin, sem þykir lofa góðu um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×