Ekki endilega slæm niðurstaða fyrir Gunnar Rúnar 13. október 2011 17:51 Guðrún Sesselja Arnardóttir, hæstaréttarlögmaður. „Í svona málum er ekki hægt að fagna eða harma niðurstöður. Þetta er bara hörmungarmál,“ segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem var metinn sakhæfur í Hæstarétti Íslands í dag. Líklega var það mat yfirgeðlæknis á Sogni sem vó þyngst í úrskurði Hæstaréttar, sem var samhljóma. Í vottorði frá honum segir að eftir „9½ mánuð á Sogni hefur ekki tekist að fá fram nokkru sinni ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflanir eða merki um brenglaða raunveruleikaskynjun. Einkenni ástarsýki finnast ekki nú. Gunnar Rúnar hefur sterk merki persónuleikaröskunar. Gunnar Rúnar er með vissa þráhyggjuþætti, stífur á sinni meiningu og á erfitt með að aðlagast vissum reglum. Hann er rökviss og vel meðvitaður um hvað hann vill og hvað hann ætlar sér." Athygli vekur hinsvegar að þrjú möt geðlækna, sem voru lögð fyrir Héraðsdóm Reykjaness, komust öll að sömu niðurstöðu; að Gunnar Rúnar væri ósakhæfur. „Það er helst það sem maður veltir fyrir sér, að geðlæknar hafi komist að þeirri niðurstöðu, að því leytinu til er þetta umhugsunarefni og enn frekar umhugsunarefni hvort svona möt eiga að vera lögfræðileg,“ segir Guðrún Sesselja og spyr ennfremur hvort það sé dómara að meta svona lagað eða lækna. Hún segir að hin síðari ár hafi dómarar haft tilhneigingu til þess að byggja á sérfræðimötum geðlækna sem eru lögð fyrir dóm en nú fer Hæstiréttur gegn því og túlkar það rýmra. Niðurstöðu Hæstaréttar verður ekki áfrýjað. Gunnar Rúnar er því á leiðinni í öryggisfangelsi, líklega Litla Hraun. „Núna veit hann hversu lengi hann þarf að sitja inni. Þannig þetta er ekki endilega verri niðurstaða fyrir hann,“ segir Guðrún Sesselja að lokum. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
„Í svona málum er ekki hægt að fagna eða harma niðurstöður. Þetta er bara hörmungarmál,“ segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem var metinn sakhæfur í Hæstarétti Íslands í dag. Líklega var það mat yfirgeðlæknis á Sogni sem vó þyngst í úrskurði Hæstaréttar, sem var samhljóma. Í vottorði frá honum segir að eftir „9½ mánuð á Sogni hefur ekki tekist að fá fram nokkru sinni ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflanir eða merki um brenglaða raunveruleikaskynjun. Einkenni ástarsýki finnast ekki nú. Gunnar Rúnar hefur sterk merki persónuleikaröskunar. Gunnar Rúnar er með vissa þráhyggjuþætti, stífur á sinni meiningu og á erfitt með að aðlagast vissum reglum. Hann er rökviss og vel meðvitaður um hvað hann vill og hvað hann ætlar sér." Athygli vekur hinsvegar að þrjú möt geðlækna, sem voru lögð fyrir Héraðsdóm Reykjaness, komust öll að sömu niðurstöðu; að Gunnar Rúnar væri ósakhæfur. „Það er helst það sem maður veltir fyrir sér, að geðlæknar hafi komist að þeirri niðurstöðu, að því leytinu til er þetta umhugsunarefni og enn frekar umhugsunarefni hvort svona möt eiga að vera lögfræðileg,“ segir Guðrún Sesselja og spyr ennfremur hvort það sé dómara að meta svona lagað eða lækna. Hún segir að hin síðari ár hafi dómarar haft tilhneigingu til þess að byggja á sérfræðimötum geðlækna sem eru lögð fyrir dóm en nú fer Hæstiréttur gegn því og túlkar það rýmra. Niðurstöðu Hæstaréttar verður ekki áfrýjað. Gunnar Rúnar er því á leiðinni í öryggisfangelsi, líklega Litla Hraun. „Núna veit hann hversu lengi hann þarf að sitja inni. Þannig þetta er ekki endilega verri niðurstaða fyrir hann,“ segir Guðrún Sesselja að lokum.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira