Innlent

Búið að ná tökum á eldinum - einn fluttur á slysadeild

Frá vettvangi
Frá vettvangi mynd/Valgarður
Slökkviliðið hefur náð tökum á eldi sem blossaði upp í Lakksmiðjunni á Smiðjuvegi í Kópavogi nú rétt eftir klukkan þrjú. Einn starfsmaður var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Eldurinn var staðbundinn í húsnæðinu og gekk vel að ná tökum á honum. Nú vinna slökkviliðsmenn að því að slökkva í síðustu glæðunum í loftræstikerfi hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×