Innlent

Ökumaðurinn stakk af

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Harður árekstur varð á gatnamótum Þverholts og Skeiðholts um hálf ellefu leytið í morgun. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist en báðar bifreiðarnar voru óökuhæfar eftir óhappið og voru fluttar á brott með kranabifreið.

Þá varð þriggja bíla árekstur við Selásbraut í morgun. Í tilkynningu frá árekstri.is segir að bifreið hafi snarstoppað á akreininni og í kjölfarið hafi lentu þrjár bifreiðar í árekstri fyrir aftan bifreiðina sem stoppaði.

Allir þrír ökumennirnir kvörtuðu undan smávægilegum meiðslum en einn bíll var dreginn af vettvangi.

Ökumaður þeirrar bifreiðar sem stoppaði fyrst gaf sig á tal við ökumenn þeirra bifreiða sem lentu í tjóninu, en ók skömmu síðar á brott án þess að gefa upp upplýsingar um sig. Um er að ræða silfurlitað fólksbifreið og var ökumaður hennar  kona í kringum fimmtugt.  

Þeir sem geta gefið upplýsingar um bifreið þessa eða ökumann eru bent á að hafa samband í síma 5879090 eða í gegnum arekstur@arekstur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×