Fleiri fréttir

Eitt innbrot tilkynnt í borginni

Tilkynnt var um innbrot í heimahús í höfuðborginni í nótt en þar hafði þjófur brotið sér leið inn og haft með sér sjónvarp fjölskyldunnar.

Tveir jarðskjálftar fundust greinilega í Grindavík

Tveir jarðskjálftar fundust greinilega í Grindavík rétt eftir klukkan hálf átta í morgun. Skjálftarnir mældust 2,4 og 2,0 á Richter og áttu upptök sín um 2,4 kílómetra norðan við bæinn.

Lítill vilji til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá

Þingflokksformenn eru sammála um að mikilvægt sé að efna til opinnar umræðu í samfélaginu öllu um drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskráin bindur hendur þingsins, en í henni er skýrt kveðið á um að samþykki tveggja þinga þurfi til að gera breytingar á henni. Óvíst er hvaða vægi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið hefði.

Minningarathöfn við Geirsgötu í nótt

Fjöldi fólks kom saman við Geirsgötu um miðnætti í nótt til þess að minnast unga mannsins sem lést af völdum höfuðáverka á gjörgæslu í gær.

Helmingi minna rusl

Óflokkað heimilissorp á Akureyri hefur minnkað um helming frá síðasta hausti. Í ágúst 2010 setti Akureyrarbær af stað svokallaða B-leið í endurvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu og var flokkunartunnum komið á hvert heimili, sem eru um 7.230 talsins.

Gera þátt um múslima á Íslandi

Trúarlíf múslima á Íslandi hefur vakið áhuga sjónvarpsmanna frá arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera en þeir eru nú að taka upp þátt hér á landi.

Íslenskt berg komið til ekta Íslendinga

Steinasafn hjónanna Snjólaugar Maríu Dagsdóttur og Þorsteins Þorleifssonar, var flutt til Winnipeg í Kanada. Það er nú til sýnis á New Iceland Heritage Museum, eða Sögusafni Nýja-Íslands í Gimli í Manitoba.

Haustið ekki enn í kortunum

Nokkuð kólnar á landinu næstu daga. Rigning eða stöku skúrir verða í flestum landshlutum í vikunni.

Þyrlan sækir ökklabrotinn göngugarp

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið á Fimmvörðuháls að sækja slasaðan ferðamann. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er göngugarpur ökklabrotinn. Þyrlan fer að lenda á staðnum og kemur svo til Reykjavíkur. Björgunarsveitir eru einnig á leiðinni á staðinn.

Lést eftir bílslys á Geirsgötu

Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Geirsgötu í fyrrakvöld lést nú síðdegis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. Hann var fæddur árið 1993.

Eldur í álverinu

Eldur kom upp í álverinu í Straumsvík um klukkan sex í kvöld en samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði í tæki. Slökkviliðið var sett í viðbragðsstöðu en slökkviliðið ISAL sá um að slökkva eldinn sem var minniháttar.

Áætlanir að sameina vaxta- og húsaleigubætur í eitt kerfi

Velferðarráðherra segir mikilvægt að jafna stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði. Áætlanir eru uppi um að leggja sameina vaxtabætur og húsaleigubætur í eitt kerfi. Þær breytingar gætu komið niður á efnameiri einstaklingum sem nú njóta vaxtabóta.

Tekur undir ósk sjálfstæðismanna

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir ósk sjálfstæðismanna um að félags- og tryggingamálanefnd ræði bága stöðu leigenda á næsta fundi sínum.

Rangt að standa í aðildarviðræðum og við eigum að hætta því

"Ég hef aldrei skynjað annað eins ákall um að koma ríkisstjórninni frá og skipta um stefnu í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði hann einnig að hann vildi að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt.

Ljósleiðari fór í sundur

Slit varð á ljósleiðara Mílu á Vesturlandi um kl. 10.30 í morgun, við Haffjarðará, milli Haukatungu og Söðulsholt. Viðgerðamenn eru komnir á staðinn til viðgerða, segir í tilkynningu frá Mílu.

Ástandið óþolandi og auka þarf framboð á leiguhúsnæði

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa óskað eftir því að Félags og tryggingamálanefnd ræði bága stöðu leigjenda á næsta fundi sínum. Ástandið á leigumarkaðnum sé óviðunandi og auka þurfi framboð á leighúsnæði til muna.

Óbreytt ástand

Karlmaður um tvítugt liggur enn alvarlega slasaður eftir að hann lenti í umferðarslysi á Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur í fyrrakvöld. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu er piltinum haldið sofandi í öndunarvél.

Æðarkolla hrapaði til jarðar í miðri flugeldasýningu

Gestum, sem fylgdust með flugeldasýningunni á fjölskylduhátíðinni í Vogum af bílastæði við Stóru-Vogaskóla í gærkvöldi, brá heldur í brún þegar stór dökkur hlutur kom fljúgandi og harpaði til jarðar.

Hugsanlega kominn tími á hvíld hjá Akureyringum

Nóttin var afar róleg á Akureyri, en þar stóðu fangageymslur galtómar eftir nóttina. Lögregla rekur rólegheitin til mikillar rigningar í bænum í nótt, auk þess sem mikið hefur verið um að vera fyrir Norðan undanfarnar helgar og því hugsanlega verið kominn tími á hvíld.

Líkamsárás í Hveragerði

Ráðist var á mann í Hveragerði laust eftir miðnætti í gær, en þar fara Blómstrandi dagar fram um helgina. Talið er að árásarmennirnir hafi verið fleiri en einn, en þeir veittust að manni með þeim afleiðingum að hann kinnbeinsbrotnaði. Þeirra er nú leitað, en fórnarlambið þekkti mennina ekki og tildrög árásarinnar eru óljós. Fórnarlambið var flutt til aðhlynningar með sjúkrabíl, en lögregla býst við að árásin verði kærð þegar fram líða stundir.

Útlendingar sprautuðu piparúða í leigubílaröðinni

Fjórir karlmenn ruddust fram fyrir í leigubílaröðina við Lækjargötu um klukkan sex í morgun við litla hrifningu þeirra sem höfðu beðið í röðinni í nokkrun tíma. Þegar maður sem var í röðinni ætlaði að hafa afskipti af mönnunum og benda þeim á að fara aftast í röðina og bíða, eins og allir hinir, tóku mennirnir upp piparúða og úðuðu framan í manninn.

Líftækni í ljósi skáldskapar

Líftækni, vélmenni, gervimenni og klón í bókmenntum og myndmáli er viðfangsefni nýútkominnar bókar Úlfhildar Dagsdóttur, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika.

Þyrlan sækir handleggsbrotna konu

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið í átt að Hrafntinnuhrauni norðan við Laugafell að sækja handleggsbrotna konu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er ekki ljóst hvers vegna konan handleggsbrotnaði.

Milljónum skotið undan skatti

Að minnsta kosti sex manns eru grunaðir um að hafa skotið tugum milljóna undan skatti með erlendum greiðslukortum.

Potturinn gekk ekki út

Enginn var allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld. Einn var með fjórar tölur réttar + bónustöluna og fær sá rúmlega 210 þúsund krónur í sinn hlut. Tölur kvöldsins voru: 1 - 3 - 6 - 24 - 35 Bónustala: 45 Jókertölur: 8 - 3 - 6 - 9 - 8

Kemur til greina að flýta framkvæmdum

Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir vel koma til greina að sjóðurinn flýti framkvæmdum við ókláraðar íbúðir til að koma þeim fyrr út á leigumarkaðinn. Hann býst við því að sjóðurinn muni eiga um 2000 íbúðir í lok ársins sem teknar hafa verið eignarnámi.

Ódýrar indverskar sprautunálar ollu vandræðum á Landspítalanum

Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum.

Alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél

Farþegi í bíl sem ökumaður missti stjórn á við Geirsgötuna í Reykjavík í gærkvöldi, liggur enn alvarlega slasaður á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Veiddu í soðið við Sæbrautina

Makríll spókaði sig í þúsundatali í sjávarmálinu við Sæbrautina í dag og nýttu margir tækifærið og tóku upp veiðistöngina. Heyrst hefur um svipaðar torfur víða um land undanfarna daga. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjasviðs Hafrannsóknarstofnunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í fyrra dag að makríllinn fari upp á mjög grunnt vatn og leitar að fæðu.

65 prósent Íslendinga á móti aðild að ESB

Um 65 prósent Íslendinga eru á móti aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Capacent-Gallup gerði fyrir Heimssýn, samtök sem berjast gegn aðild að ESB.

Bernaisesósuís í Hveragerði

Hvergerðingar búast við um 15 þúsund manns í bæinn í dag en Ísdagurinn verður haldinn hátíðlegur þar. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að smakka ýmsar furðulegar tegundir af ís og má þar nefna sláturís, bearnaisesósuís, hvítlauksís, og hverarúgbrauðsís svo eitthvað sé nefnt. Ísdælurnar voru opnaðar klukkan 13:30 og Ingó úr Veðurguðunum og nokkrir íbúar Latabæjar byrja að skemmta fólki klukkan 14.

Fjör á Dönskum dögum í Stykkishólmi

Karlmaður um tvítugt var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í Stykkishólmi í gærkvöldi en þar fara fram Danskir dagar. Þá var karlmaður tekinn ölvaður undir stýri í nótt í bænum.

Ófremdarástand á leigumarkaðnum

Ófremdarástand er á leigumarkaðnum og dæmi eru um að 40 fermetra íbúðir séu leigðar á yfir 150 þúsund krónur. Starfsmaður hjá Leigumiðlun segir mikilvægt að bankarnir komi inn á leigumarkaðinn enda séu hundruðir íbúða í eigu bankanna auðar.

Heimilislaus piltur reyndi að ræna verslun með hamri

Nítján ára gamall piltur reyndi að fremja vopnað rán í 10-11 verslun í Glæsibæ í nótt. Hann kom grímuklæddur inn í verslunina og var vopnaður klaufhamri. Öryggisvörður var í versluninni og tilkynnti hann ránið til lögreglu í gegnum talstöð. Pilturinn var svo yfirbugaður léttilega, eins og varðstjóri orðar það, inni í verslunni nokkrum mínútum síðar.

Fleiri sýkjast af kampýlóbakter

Fjöldi kampýlóbaktersýkinga í mönnum hefur aukist síðastliðnar vikur samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala, að því er fram kemur á heimasíðu landlæknisembættisins.

Hittumst á Hlemmi

Hópur leikmanna sem kallar sig Urban United mun lífga upp á svæðið umhverfis Hlemm í dag undir yfirskriftinni Hittumst á Hlemmi með alls kyns tilraunainnsetningum og viðburðum. Þar hefst dagskrá klukkan 11 og stendur til klukkan fjögur, en á meðal þess sem til stendur eru innsetningar og gjörningar, auk þess sem boðið verður upp á rakstur undir berum himni og gamlir bílar verða til sýnis. Verkefnið er hluti af Torg í biðstöðu hjá Reykjavíkurborg.

Bílslys í miðbænum: Haldið sofandi í öndunarvél

Einn af þeim sem var í bílnum, sem ökumaður missti stjórn á Geirsgötunni í Reykjavík í gærkvöldi, er haldið sofandi í öndunarvél, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Priyanka dúxaði

„Ég vissi að ég myndi fá ágætar einkunnir, enda lagði ég hart að mér, en ég bjóst aldrei við þessu,“ segir Priyanka Thapa, 23 ára Nepali, sem dúxaði í verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis en útskriftin fór fram í gær.

Verðið hækkar í kjötskorti

Tollar á erlendar landbúnaðarvörur hækkuðu mikið við kerfisbreytingu sem gerð var árið 2009. Þá var hætt að miða tolla við magn og farið að miða við verð. Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að heimildir ráðherra til undanþágu á tollum stangist á við stjórnarskrá.

Hjá okkur er komið nóg segir forstjóri LSH

Landspítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef halda á áfram að skera niður. Þetta skrifaði Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, í pistli á vefsíðu spítalans í gær.

700 óeirðaseggir þegar ákærðir í London

Lögregla í stærstu borgum Bretlands hafði mikinn viðbúnað á götum úti í gær vegna möguleika á að ólætin sem geisuðu í upphafi vikunnar gætu hafist á ný.

Sjá næstu 50 fréttir