Rangt að standa í aðildarviðræðum og við eigum að hætta því Boði Logason skrifar 14. ágúst 2011 13:41 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Mynd/Pjetur „Ég hef aldrei skynjað annað eins ákall um að koma ríkisstjórninni frá og skipta um stefnu í ríkisstjórninni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði hann einnig að hann vildi að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt. Bjarni var gestur Sigurjóns M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði Bjarna hvort honum fyndist óþægilegt að tveir fyrrum formenn Sjálfstæðisflokksins væru áhrifamenn í íslenskri pólitík í dag, en þar átti hann við þá Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson. Bjarni rifjaði upp sögu úr Íslandsklukkunni sem er á þann veg að fjall fyrir norðan héti sitthvoru nafninu eftir því hvaðan væri horft á það. „Og varðandi þetta, þá fer það nú allt eftir því hvernig þú horfir á þetta mál, hvort að það sé vandamál eða kostur. Ég gæti alveg setið hérna og sagt við þig Sigurjón, að þetta sé kostur. Að það sé kostur að það sé pláss fyrir jafn breið sjónarmið af skoðunum innan Sjálfstæðisflokksins," sagði Bjarni. „Ef þú ert að spyrja mig að því hvort að mér finnist óþægilegt að að hafa marga virka fyrrum formenn á ritvellinum, þá hef ég ekki sérstaklega fundið fyrir því. Staðreyndin er sú að þeir hafa hver með sínum hætti alltaf verið með ákveðinn kjarna í sínum skrifum sem er kjarnastefna Sjálfstæðisflokksins. Og ég er ánægður með að hún sé í umræðunni og að hún komist að." Bjarni sagði að hugmyndafræðilegur ágreiningur Þorsteins og Davíðs snerist nær aðallega um Evrópusambandið. „Það sem þú ert í raun og veru að vísa til eru átökin um aðildarumsóknin að Evrópusambandinu." Bjarni sagði að Davíð og Þorsteinn hefðu hvor sinn stílinn. „En átakalínurnar eru fyrst og fremst um framtíð Íslands og tengsl við Evrópusambandið, hvort það sé rétt að stíga skrefið til fulls og ganga inn í Evrópusambandið. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda okkur utan Evrópusambandsins og það sé rangt að standa í aðildarviðræðum í dag og við eigum að hætta því. Í grunninn, eins og ég horfi á það er málefnlegur ágreiningur ekki um neitt annað. Enda sátu þessir menn saman í flokki sem formaður og varaformaður, þeir sátu saman í ríkisstjórn og eiga að öðru leyti í öllum meginatriðum mjög mikla samleið," sagði Bjarni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í haust og sagði Bjarni að hann ætli að bjóða sig fram aftur. Spurður hvort hann eigi von á mótframboði í formannsstólinn á fundinum sagði Bjarni: „Eins og ég sagði við þig áðan, þá hefur mér þótt flokkurinn vera í sókn. Mér finnst gengi flokksins hafa verið ágætt í þessi tvö ár sem ég hef stýrt flokknum. Mér finnst ekki vera neitt tilefni til að vera með uppreisn innan Sjálfstæðisflokksins, ég hefði helst vilja sjá landsfundinn snúast um málefnin og skilaboð okkar út til þjóðarinnar. En maður útilokar aldrei neitt, maður veit aldrei hverju maður á von á í næstu viku í stjórnmálum," sagði Bjarni. Og hann ætlar að bjóða sig fram aftur. „Já, ég mun gera það. Ég lít þannig á að ég sé í miðju verki, þannig er það í þessu starfi að það má aldrei gefa slakan," sagði Bjarni.Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.Fyrri hlutiSeinni hluti Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Ég hef aldrei skynjað annað eins ákall um að koma ríkisstjórninni frá og skipta um stefnu í ríkisstjórninni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði hann einnig að hann vildi að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt. Bjarni var gestur Sigurjóns M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði Bjarna hvort honum fyndist óþægilegt að tveir fyrrum formenn Sjálfstæðisflokksins væru áhrifamenn í íslenskri pólitík í dag, en þar átti hann við þá Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson. Bjarni rifjaði upp sögu úr Íslandsklukkunni sem er á þann veg að fjall fyrir norðan héti sitthvoru nafninu eftir því hvaðan væri horft á það. „Og varðandi þetta, þá fer það nú allt eftir því hvernig þú horfir á þetta mál, hvort að það sé vandamál eða kostur. Ég gæti alveg setið hérna og sagt við þig Sigurjón, að þetta sé kostur. Að það sé kostur að það sé pláss fyrir jafn breið sjónarmið af skoðunum innan Sjálfstæðisflokksins," sagði Bjarni. „Ef þú ert að spyrja mig að því hvort að mér finnist óþægilegt að að hafa marga virka fyrrum formenn á ritvellinum, þá hef ég ekki sérstaklega fundið fyrir því. Staðreyndin er sú að þeir hafa hver með sínum hætti alltaf verið með ákveðinn kjarna í sínum skrifum sem er kjarnastefna Sjálfstæðisflokksins. Og ég er ánægður með að hún sé í umræðunni og að hún komist að." Bjarni sagði að hugmyndafræðilegur ágreiningur Þorsteins og Davíðs snerist nær aðallega um Evrópusambandið. „Það sem þú ert í raun og veru að vísa til eru átökin um aðildarumsóknin að Evrópusambandinu." Bjarni sagði að Davíð og Þorsteinn hefðu hvor sinn stílinn. „En átakalínurnar eru fyrst og fremst um framtíð Íslands og tengsl við Evrópusambandið, hvort það sé rétt að stíga skrefið til fulls og ganga inn í Evrópusambandið. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda okkur utan Evrópusambandsins og það sé rangt að standa í aðildarviðræðum í dag og við eigum að hætta því. Í grunninn, eins og ég horfi á það er málefnlegur ágreiningur ekki um neitt annað. Enda sátu þessir menn saman í flokki sem formaður og varaformaður, þeir sátu saman í ríkisstjórn og eiga að öðru leyti í öllum meginatriðum mjög mikla samleið," sagði Bjarni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í haust og sagði Bjarni að hann ætli að bjóða sig fram aftur. Spurður hvort hann eigi von á mótframboði í formannsstólinn á fundinum sagði Bjarni: „Eins og ég sagði við þig áðan, þá hefur mér þótt flokkurinn vera í sókn. Mér finnst gengi flokksins hafa verið ágætt í þessi tvö ár sem ég hef stýrt flokknum. Mér finnst ekki vera neitt tilefni til að vera með uppreisn innan Sjálfstæðisflokksins, ég hefði helst vilja sjá landsfundinn snúast um málefnin og skilaboð okkar út til þjóðarinnar. En maður útilokar aldrei neitt, maður veit aldrei hverju maður á von á í næstu viku í stjórnmálum," sagði Bjarni. Og hann ætlar að bjóða sig fram aftur. „Já, ég mun gera það. Ég lít þannig á að ég sé í miðju verki, þannig er það í þessu starfi að það má aldrei gefa slakan," sagði Bjarni.Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.Fyrri hlutiSeinni hluti
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira