Rangt að standa í aðildarviðræðum og við eigum að hætta því Boði Logason skrifar 14. ágúst 2011 13:41 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Mynd/Pjetur „Ég hef aldrei skynjað annað eins ákall um að koma ríkisstjórninni frá og skipta um stefnu í ríkisstjórninni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði hann einnig að hann vildi að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt. Bjarni var gestur Sigurjóns M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði Bjarna hvort honum fyndist óþægilegt að tveir fyrrum formenn Sjálfstæðisflokksins væru áhrifamenn í íslenskri pólitík í dag, en þar átti hann við þá Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson. Bjarni rifjaði upp sögu úr Íslandsklukkunni sem er á þann veg að fjall fyrir norðan héti sitthvoru nafninu eftir því hvaðan væri horft á það. „Og varðandi þetta, þá fer það nú allt eftir því hvernig þú horfir á þetta mál, hvort að það sé vandamál eða kostur. Ég gæti alveg setið hérna og sagt við þig Sigurjón, að þetta sé kostur. Að það sé kostur að það sé pláss fyrir jafn breið sjónarmið af skoðunum innan Sjálfstæðisflokksins," sagði Bjarni. „Ef þú ert að spyrja mig að því hvort að mér finnist óþægilegt að að hafa marga virka fyrrum formenn á ritvellinum, þá hef ég ekki sérstaklega fundið fyrir því. Staðreyndin er sú að þeir hafa hver með sínum hætti alltaf verið með ákveðinn kjarna í sínum skrifum sem er kjarnastefna Sjálfstæðisflokksins. Og ég er ánægður með að hún sé í umræðunni og að hún komist að." Bjarni sagði að hugmyndafræðilegur ágreiningur Þorsteins og Davíðs snerist nær aðallega um Evrópusambandið. „Það sem þú ert í raun og veru að vísa til eru átökin um aðildarumsóknin að Evrópusambandinu." Bjarni sagði að Davíð og Þorsteinn hefðu hvor sinn stílinn. „En átakalínurnar eru fyrst og fremst um framtíð Íslands og tengsl við Evrópusambandið, hvort það sé rétt að stíga skrefið til fulls og ganga inn í Evrópusambandið. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda okkur utan Evrópusambandsins og það sé rangt að standa í aðildarviðræðum í dag og við eigum að hætta því. Í grunninn, eins og ég horfi á það er málefnlegur ágreiningur ekki um neitt annað. Enda sátu þessir menn saman í flokki sem formaður og varaformaður, þeir sátu saman í ríkisstjórn og eiga að öðru leyti í öllum meginatriðum mjög mikla samleið," sagði Bjarni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í haust og sagði Bjarni að hann ætli að bjóða sig fram aftur. Spurður hvort hann eigi von á mótframboði í formannsstólinn á fundinum sagði Bjarni: „Eins og ég sagði við þig áðan, þá hefur mér þótt flokkurinn vera í sókn. Mér finnst gengi flokksins hafa verið ágætt í þessi tvö ár sem ég hef stýrt flokknum. Mér finnst ekki vera neitt tilefni til að vera með uppreisn innan Sjálfstæðisflokksins, ég hefði helst vilja sjá landsfundinn snúast um málefnin og skilaboð okkar út til þjóðarinnar. En maður útilokar aldrei neitt, maður veit aldrei hverju maður á von á í næstu viku í stjórnmálum," sagði Bjarni. Og hann ætlar að bjóða sig fram aftur. „Já, ég mun gera það. Ég lít þannig á að ég sé í miðju verki, þannig er það í þessu starfi að það má aldrei gefa slakan," sagði Bjarni.Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.Fyrri hlutiSeinni hluti Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
„Ég hef aldrei skynjað annað eins ákall um að koma ríkisstjórninni frá og skipta um stefnu í ríkisstjórninni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði hann einnig að hann vildi að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt. Bjarni var gestur Sigurjóns M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði Bjarna hvort honum fyndist óþægilegt að tveir fyrrum formenn Sjálfstæðisflokksins væru áhrifamenn í íslenskri pólitík í dag, en þar átti hann við þá Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson. Bjarni rifjaði upp sögu úr Íslandsklukkunni sem er á þann veg að fjall fyrir norðan héti sitthvoru nafninu eftir því hvaðan væri horft á það. „Og varðandi þetta, þá fer það nú allt eftir því hvernig þú horfir á þetta mál, hvort að það sé vandamál eða kostur. Ég gæti alveg setið hérna og sagt við þig Sigurjón, að þetta sé kostur. Að það sé kostur að það sé pláss fyrir jafn breið sjónarmið af skoðunum innan Sjálfstæðisflokksins," sagði Bjarni. „Ef þú ert að spyrja mig að því hvort að mér finnist óþægilegt að að hafa marga virka fyrrum formenn á ritvellinum, þá hef ég ekki sérstaklega fundið fyrir því. Staðreyndin er sú að þeir hafa hver með sínum hætti alltaf verið með ákveðinn kjarna í sínum skrifum sem er kjarnastefna Sjálfstæðisflokksins. Og ég er ánægður með að hún sé í umræðunni og að hún komist að." Bjarni sagði að hugmyndafræðilegur ágreiningur Þorsteins og Davíðs snerist nær aðallega um Evrópusambandið. „Það sem þú ert í raun og veru að vísa til eru átökin um aðildarumsóknin að Evrópusambandinu." Bjarni sagði að Davíð og Þorsteinn hefðu hvor sinn stílinn. „En átakalínurnar eru fyrst og fremst um framtíð Íslands og tengsl við Evrópusambandið, hvort það sé rétt að stíga skrefið til fulls og ganga inn í Evrópusambandið. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda okkur utan Evrópusambandsins og það sé rangt að standa í aðildarviðræðum í dag og við eigum að hætta því. Í grunninn, eins og ég horfi á það er málefnlegur ágreiningur ekki um neitt annað. Enda sátu þessir menn saman í flokki sem formaður og varaformaður, þeir sátu saman í ríkisstjórn og eiga að öðru leyti í öllum meginatriðum mjög mikla samleið," sagði Bjarni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í haust og sagði Bjarni að hann ætli að bjóða sig fram aftur. Spurður hvort hann eigi von á mótframboði í formannsstólinn á fundinum sagði Bjarni: „Eins og ég sagði við þig áðan, þá hefur mér þótt flokkurinn vera í sókn. Mér finnst gengi flokksins hafa verið ágætt í þessi tvö ár sem ég hef stýrt flokknum. Mér finnst ekki vera neitt tilefni til að vera með uppreisn innan Sjálfstæðisflokksins, ég hefði helst vilja sjá landsfundinn snúast um málefnin og skilaboð okkar út til þjóðarinnar. En maður útilokar aldrei neitt, maður veit aldrei hverju maður á von á í næstu viku í stjórnmálum," sagði Bjarni. Og hann ætlar að bjóða sig fram aftur. „Já, ég mun gera það. Ég lít þannig á að ég sé í miðju verki, þannig er það í þessu starfi að það má aldrei gefa slakan," sagði Bjarni.Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.Fyrri hlutiSeinni hluti
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira