Rangt að standa í aðildarviðræðum og við eigum að hætta því Boði Logason skrifar 14. ágúst 2011 13:41 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Mynd/Pjetur „Ég hef aldrei skynjað annað eins ákall um að koma ríkisstjórninni frá og skipta um stefnu í ríkisstjórninni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði hann einnig að hann vildi að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt. Bjarni var gestur Sigurjóns M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði Bjarna hvort honum fyndist óþægilegt að tveir fyrrum formenn Sjálfstæðisflokksins væru áhrifamenn í íslenskri pólitík í dag, en þar átti hann við þá Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson. Bjarni rifjaði upp sögu úr Íslandsklukkunni sem er á þann veg að fjall fyrir norðan héti sitthvoru nafninu eftir því hvaðan væri horft á það. „Og varðandi þetta, þá fer það nú allt eftir því hvernig þú horfir á þetta mál, hvort að það sé vandamál eða kostur. Ég gæti alveg setið hérna og sagt við þig Sigurjón, að þetta sé kostur. Að það sé kostur að það sé pláss fyrir jafn breið sjónarmið af skoðunum innan Sjálfstæðisflokksins," sagði Bjarni. „Ef þú ert að spyrja mig að því hvort að mér finnist óþægilegt að að hafa marga virka fyrrum formenn á ritvellinum, þá hef ég ekki sérstaklega fundið fyrir því. Staðreyndin er sú að þeir hafa hver með sínum hætti alltaf verið með ákveðinn kjarna í sínum skrifum sem er kjarnastefna Sjálfstæðisflokksins. Og ég er ánægður með að hún sé í umræðunni og að hún komist að." Bjarni sagði að hugmyndafræðilegur ágreiningur Þorsteins og Davíðs snerist nær aðallega um Evrópusambandið. „Það sem þú ert í raun og veru að vísa til eru átökin um aðildarumsóknin að Evrópusambandinu." Bjarni sagði að Davíð og Þorsteinn hefðu hvor sinn stílinn. „En átakalínurnar eru fyrst og fremst um framtíð Íslands og tengsl við Evrópusambandið, hvort það sé rétt að stíga skrefið til fulls og ganga inn í Evrópusambandið. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda okkur utan Evrópusambandsins og það sé rangt að standa í aðildarviðræðum í dag og við eigum að hætta því. Í grunninn, eins og ég horfi á það er málefnlegur ágreiningur ekki um neitt annað. Enda sátu þessir menn saman í flokki sem formaður og varaformaður, þeir sátu saman í ríkisstjórn og eiga að öðru leyti í öllum meginatriðum mjög mikla samleið," sagði Bjarni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í haust og sagði Bjarni að hann ætli að bjóða sig fram aftur. Spurður hvort hann eigi von á mótframboði í formannsstólinn á fundinum sagði Bjarni: „Eins og ég sagði við þig áðan, þá hefur mér þótt flokkurinn vera í sókn. Mér finnst gengi flokksins hafa verið ágætt í þessi tvö ár sem ég hef stýrt flokknum. Mér finnst ekki vera neitt tilefni til að vera með uppreisn innan Sjálfstæðisflokksins, ég hefði helst vilja sjá landsfundinn snúast um málefnin og skilaboð okkar út til þjóðarinnar. En maður útilokar aldrei neitt, maður veit aldrei hverju maður á von á í næstu viku í stjórnmálum," sagði Bjarni. Og hann ætlar að bjóða sig fram aftur. „Já, ég mun gera það. Ég lít þannig á að ég sé í miðju verki, þannig er það í þessu starfi að það má aldrei gefa slakan," sagði Bjarni.Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.Fyrri hlutiSeinni hluti Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Ég hef aldrei skynjað annað eins ákall um að koma ríkisstjórninni frá og skipta um stefnu í ríkisstjórninni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði hann einnig að hann vildi að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt. Bjarni var gestur Sigurjóns M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði Bjarna hvort honum fyndist óþægilegt að tveir fyrrum formenn Sjálfstæðisflokksins væru áhrifamenn í íslenskri pólitík í dag, en þar átti hann við þá Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson. Bjarni rifjaði upp sögu úr Íslandsklukkunni sem er á þann veg að fjall fyrir norðan héti sitthvoru nafninu eftir því hvaðan væri horft á það. „Og varðandi þetta, þá fer það nú allt eftir því hvernig þú horfir á þetta mál, hvort að það sé vandamál eða kostur. Ég gæti alveg setið hérna og sagt við þig Sigurjón, að þetta sé kostur. Að það sé kostur að það sé pláss fyrir jafn breið sjónarmið af skoðunum innan Sjálfstæðisflokksins," sagði Bjarni. „Ef þú ert að spyrja mig að því hvort að mér finnist óþægilegt að að hafa marga virka fyrrum formenn á ritvellinum, þá hef ég ekki sérstaklega fundið fyrir því. Staðreyndin er sú að þeir hafa hver með sínum hætti alltaf verið með ákveðinn kjarna í sínum skrifum sem er kjarnastefna Sjálfstæðisflokksins. Og ég er ánægður með að hún sé í umræðunni og að hún komist að." Bjarni sagði að hugmyndafræðilegur ágreiningur Þorsteins og Davíðs snerist nær aðallega um Evrópusambandið. „Það sem þú ert í raun og veru að vísa til eru átökin um aðildarumsóknin að Evrópusambandinu." Bjarni sagði að Davíð og Þorsteinn hefðu hvor sinn stílinn. „En átakalínurnar eru fyrst og fremst um framtíð Íslands og tengsl við Evrópusambandið, hvort það sé rétt að stíga skrefið til fulls og ganga inn í Evrópusambandið. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda okkur utan Evrópusambandsins og það sé rangt að standa í aðildarviðræðum í dag og við eigum að hætta því. Í grunninn, eins og ég horfi á það er málefnlegur ágreiningur ekki um neitt annað. Enda sátu þessir menn saman í flokki sem formaður og varaformaður, þeir sátu saman í ríkisstjórn og eiga að öðru leyti í öllum meginatriðum mjög mikla samleið," sagði Bjarni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í haust og sagði Bjarni að hann ætli að bjóða sig fram aftur. Spurður hvort hann eigi von á mótframboði í formannsstólinn á fundinum sagði Bjarni: „Eins og ég sagði við þig áðan, þá hefur mér þótt flokkurinn vera í sókn. Mér finnst gengi flokksins hafa verið ágætt í þessi tvö ár sem ég hef stýrt flokknum. Mér finnst ekki vera neitt tilefni til að vera með uppreisn innan Sjálfstæðisflokksins, ég hefði helst vilja sjá landsfundinn snúast um málefnin og skilaboð okkar út til þjóðarinnar. En maður útilokar aldrei neitt, maður veit aldrei hverju maður á von á í næstu viku í stjórnmálum," sagði Bjarni. Og hann ætlar að bjóða sig fram aftur. „Já, ég mun gera það. Ég lít þannig á að ég sé í miðju verki, þannig er það í þessu starfi að það má aldrei gefa slakan," sagði Bjarni.Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.Fyrri hlutiSeinni hluti
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira