Innlent

Alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél

Frá slysstað í gærkvöldi
Frá slysstað í gærkvöldi Mynd/Símon Örn
Farþegi í bíl sem ökumaður missti stjórn á við Geirsgötuna í Reykjavík í gærkvöldi, liggur enn alvarlega slasaður á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að bíllinn hafnaði á vegg gömlu Hafnarbúðarinnar en tveir farþegar eru minna slasaðir.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er slysið enn í rannsókn en talið er að bifreiðinni hafi verið ekið töluvert yfir hámarkshraða, sem er 50 kílómetrar á klukkustund á þessum stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×