Íslenskt berg komið til ekta Íslendinga 15. ágúst 2011 05:00 Hjónin búin að koma grjótinu í góðar hendur Þau Þorsteinn Þorleifsson og Snjólaug María Dagsdóttir sjá ekki eftir steinunum sem gleðja nú margan manninn í Gimli. mynd/helgi dan Steinasafn hjónanna Snjólaugar Maríu Dagsdóttur og Þorsteins Þorleifssonar, var flutt til Winnipeg í Kanada. Það er nú til sýnis á New Iceland Heritage Museum, eða Sögusafni Nýja-Íslands í Gimli í Manitoba. Þorsteinn segir safnið samanstanda af grjóti sem Dagur Óskarsson hóf að safna upp úr miðri síðustu öld en megninu af því safnaði Jón, sonur Dags um langt tímabil. „Það er gott að vita af safninu þar ytra, þetta eru jafnvel meiri Íslendingar en við,“ segir Þorsteinn. Það var þó ekki vandkvæðalaust að koma safninu út en eins og alkunna er mun það ólöglegt að flytja berg á milli landa. Þjóðræknifélagið, sem flutti safnið út, fékk þó undanþágu. Iceland Express flutti safnið endurgjaldslaust, að sögn Svavars Gestssonar, ræðismanns í Kanada, í sinni fyrstu áætlunarferð til Winnipeg, í júní og þurfti félagið að fá til þess sérstakt leyfi en það hafði ekki leyfi til slíkra fraktflutninga. Síðan héldu þau Þorsteinn og Snjólaug María utan í lok júnímánaðar til þess að setja safnið upp. Það var svo um síðustu mánaðamót, á Íslendingadeginum, sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra afhenti Sögusafninu í Gimli steinasafnið. Þorsteinn segir að í safninu séu nánast allar bergtegundir sem fyrirfinnast hér á landi. „Það var afskaplega áhrifamikið að vera þarna í Gimli og sjá verslanir með íslensku nafni og heyra fólk tala sín á milli á lýtalausri íslensku. En einnig var það skemmtilegt þegar fólk var að snerta bergið og sagðist vera að snerta íslenskt berg í fyrsta sinn jafnvel þótt það væri af íslensku bergi brotið,“ segir Þorsteinn. Hann segir enn fremur að jarðfræðideild Háskólans í Manitoba hafi tekið þessu afar vel og ætli að nýta sér tækifæri sem nú gefst þeim við túnfótinn til að kynnast íslensku bergi. jse@frettabladid.is Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Steinasafn hjónanna Snjólaugar Maríu Dagsdóttur og Þorsteins Þorleifssonar, var flutt til Winnipeg í Kanada. Það er nú til sýnis á New Iceland Heritage Museum, eða Sögusafni Nýja-Íslands í Gimli í Manitoba. Þorsteinn segir safnið samanstanda af grjóti sem Dagur Óskarsson hóf að safna upp úr miðri síðustu öld en megninu af því safnaði Jón, sonur Dags um langt tímabil. „Það er gott að vita af safninu þar ytra, þetta eru jafnvel meiri Íslendingar en við,“ segir Þorsteinn. Það var þó ekki vandkvæðalaust að koma safninu út en eins og alkunna er mun það ólöglegt að flytja berg á milli landa. Þjóðræknifélagið, sem flutti safnið út, fékk þó undanþágu. Iceland Express flutti safnið endurgjaldslaust, að sögn Svavars Gestssonar, ræðismanns í Kanada, í sinni fyrstu áætlunarferð til Winnipeg, í júní og þurfti félagið að fá til þess sérstakt leyfi en það hafði ekki leyfi til slíkra fraktflutninga. Síðan héldu þau Þorsteinn og Snjólaug María utan í lok júnímánaðar til þess að setja safnið upp. Það var svo um síðustu mánaðamót, á Íslendingadeginum, sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra afhenti Sögusafninu í Gimli steinasafnið. Þorsteinn segir að í safninu séu nánast allar bergtegundir sem fyrirfinnast hér á landi. „Það var afskaplega áhrifamikið að vera þarna í Gimli og sjá verslanir með íslensku nafni og heyra fólk tala sín á milli á lýtalausri íslensku. En einnig var það skemmtilegt þegar fólk var að snerta bergið og sagðist vera að snerta íslenskt berg í fyrsta sinn jafnvel þótt það væri af íslensku bergi brotið,“ segir Þorsteinn. Hann segir enn fremur að jarðfræðideild Háskólans í Manitoba hafi tekið þessu afar vel og ætli að nýta sér tækifæri sem nú gefst þeim við túnfótinn til að kynnast íslensku bergi. jse@frettabladid.is
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira