Fleiri fréttir

Kæra Sjálfstæðisflokksins uppfyllti ekki skilyrði um opinbera rannsókn

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur ítrekað gefið Sjálfstæðisflokkinum kost á því að bæta úr annmörkum kæru sinnar, en úr þeim hefur enn ekki verið bætt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Ríkislögreglustjóri gaf út í kjölfar ummæla lögmanns flokksins í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Eldur í bíl á Miklubraut

Slökkviliði barst tilkynning um að kviknað hefði í bíl við Miklubraut nú fyrir stuttu. Viðbrögð voru snögg og hafa slökkviliðsmenn nú ráðið niðurlögum eldsins.

Steindi Jr. hleypur til styrktar Rauða krossinum

Grínistinn Steindi Jr. er búinn að skrá sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og ætlar að hlaupa til styrktar Rauða krossinum. Steindi er óvanur hlaupum, svo vægt sé til orða tekið, og skráði hann sig því í skemmtiskokkið sem er þrír kílómetrar. Fyrsta æfingin var í dag og gekk heldur brösulega, en Ísland í dag fékk að fylgjast með tilþrifunum. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði þar sem greinilegt er að Steindi þarf nokkuð að herða sig við æfingarnar, en maraþonið fer fram laugardaginn 20. ágúst. Rauði kross Íslands hvetur félaga og velunnara sína að heita á eða hlaupa fyrir Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka laugardaginn 20. ágúst. Hægt er að heita á hlaupara með því að smella á hlaupastyrkur.is <http://hlaupastyrkur.is>. Öll áheit félagsins í Reykjavíkurmaraþoninu munu renna í Sómalíusöfnun Rauða krossins til kaupa á bætiefnaríku hnetusmjöri fyrir vannærð börn. Rauði krossinn dreifir matvælum daglega til þúsunda fjölskyldna í Mið- og Suður Sómalíu, þvert á átakalínur meðan stríð geisar þar. Á næstu vikum og mánuðum munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn veita um 50.000 börnum aðstoð á næringarmiðstöðvum hreyfingarinnar, og dreifa matvælum til um einnar milljónar manna.

Engar tölur til yfir meðalbiðtíma farþega

Forsvarsmenn Isavia vilja koma því á framfæri að ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á biðtíma í Leifsstöð. Það sé hins vegar yfirlýst markmið starfsmanna að biðtíminn sé aldrei lengri en sjö til tíu mínútur. Oftar en ekki er biðtíminn hins vegar mun styttri þó það komi einnig fyrir að hann sé lengri. Vísir vitnaði fyrr í dag í vefinn Túristi.is þar sem sagt var að samkvæmt athugun sem gerð var fyrr á þessu ári á meðal biðtíma á flugvöllum á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, hafi komið í ljós að farþegar á Keflavíkurflugvelli þurfi að bíða þrefalt lengur en farþegar á Kastrup í Kaupmannahöfn. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll, tekur fram að ekki sé rétt með farið hver meðalbiðtíminn er á Keflavíkurflugvelli, einfaldlega því það hefur aldrei verið rannsakað. Þá ítrekar hún að þær tölur sem hún gaf Túrista upp sé það markmið sem starfsmenn hafi sett sér.

Styðja kjarabaráttu leikskólakennara

Aðildarfélög Kennarasambands Íslands, önnur en Félag leikskólakennara, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau lýsa yfir stuðningi við kjarabaráttu leikskólakennara. Félögin sem um ræður eru Félag grunnskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Skólastjórafélag Íslands, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Félag stjórnenda leikskóla og Félag tónlistarskólakennara. „Í leikskólum fer fram metnaðarfullt starf sem hefur það markmið að leggja grunn að alhliða þroska og færni nemenda. Starfið er sérlega ábyrgðarmikið og því löngu tímabært að meta það að verðleikum. Framangreind aðildarfélög Kennarasambands Íslands hvetja samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til að ganga strax til samninga við leikskólakennara áður en til verkfalls kemur," segir í yfirlýsingunni. Leikskólakennarar hafa boðað til verkfalls ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn 22. ágúst.

Íslenskur piltur hryggbrotnaði á Benidorm

Nítján ára íslenskur menntaskólanemi hryggbrotnaði í fyrrinótt á Benidorm þar sem hann er á skólaferðalagi. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að pilturinn, sem er nemandi við Menntaskólann á Ísafirði, hafi fallið töluverða hæð þegar hann var á leið á hótelið sem hópurinn gistir á. Móðir hans segir í samtali við Bæjarins besta að betur hafi farið en á horfðist og enginn skaði hafi orðið á mænu. Hann fékk sprungu í hryggjaliði og kemur til með að liggja á sjúkrahúsi í nokkra daga, og síðan koma heim til Íslands á börum. Sjá fréttina á vef Bæjarins Besta.

Ríkislögreglustjóri rannsakaði víst meintar iðnnjósnir

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, fara með rangt mál þegar hann segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki rannsakað hvort kínversk stjórnvöld stunduðu iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi. Í tilkynningu sem Haraldur hefur sent frá sér segir að í marsmánuði 2011 sendi ríkislögreglustjóri forráðamönnum Íslenskrar erfðagreiningar bréf þar sem fram kom að aflað hefði verið upplýsinga um mál þetta. Niðurstaða þeirrar könnunar væri þess eðlis að ekki þætti ástæða til frekari viðbragða og teldist rannsókn málsins lokið. Jafnframt var forráðamönnum Íslenskrar erfðagreiningar boðið að snúa sér til embættis ríkislögreglustjóra hefðu þeir áhuga á sérfræðilegri aðstoð varðandi öryggisþætti starfseminnar. Kári segir í samtali við Fréttablaðið í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi á engan veg brugðist við beiðni Íslenskrar erfðagreiningar þess efnis að kannað væri hvort staðhæfingar um að ættu við rök að styðjast. Orðrétt hefur Fréttablaðið eftirfarandi eftir Kára Stefánssyni: "Þeir gerðu ekkert í þessu og, það sem meira er, hæstvirtur innanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu um að þetta skipti ekki máli, því menn ættu ekki að vera með svona leyndarmál!" Þá rekur Haraldur tildrög rannsóknarinnar í tilkynningunni, en þann 8. desember 2010 ritaði Íslensk erfðagreining ríkislögreglustjóra bréf þar sem þess var farið á leit að embætti ríkislögreglustjóra rannsakaði sannleiksgildi upplýsinga frá bandarískum yfirvöldum þess efnis að kínversk yfirvöld stunduðu iðnaðarnjósnir á Íslandi þ.m.t. hjá fyrirtækjum sem störfuðu á sviði erfðavísinda. Tilefni þessa bréfs var frétt í Fréttablaðinu þessa efnis og sagði í henni að þessar upplýsingar væri að finna í skjölum bandarískra yfirvalda sem vefsíðan WikiLeaks hefði birt.

Vatnið aftur tekið af í efra Gerðahverfi

Viðgerðum á stofnlögn í efra Gerðahverfi á Akureyri verður haldið áfram í dag. Vegna þess var vatnið tekið af í hverfinu um hádegisbilið en vonir standa til að hægt verði að hleypa því aftur á síðdegis, eigi síðar en fyrir kvöldmat Norðurorka, sem sér um viðgerðirnar, bendir viðskiptavinum sínum á að gæta vel að því að allir kranar séu lokaðir þegar vatn kemur á aftur eftir lokunina á morgun. Eins er viðskiptavinum bent á að huga að hitakerfum sínum, dælum á gólfhitalögnum, varmaskiptum og öðrum slíkum búnaði. Jafnframt er mjög gott að lofttæma ofnakerfi eftir að vatnið er komið á. Hafi viðskiptavinir ekki þekkingu á búnaði sínum er nauðsynlegt að hafa samband við píplagningameistara til þess að huga að kerfinu og búnaði þess

Ókeypis í Strætó á Menningarnótt

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að bjóða frítt í strætó á Menningarnótt. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Strætó bs. í morgun. Með því að veita almenningi ókeypis strætisvagnaferðir er stuðlað að fækkun einkabíla, greiðari umferð, minni slysahættu og mengun, og auknu öryggi gesta í miðborginni meðan á dagskránni stendur. Áætlaður kostnaður vegna ókeypis ferða á Menningarnótt er um 3,5 milljónir króna eða svipuð upphæð og í fyrra. Menningarnótt hefur um árabil verið ein fjölsóttasta fjölskylduhátíð landsins. Í gegnum tíðina hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til þess að greiða fyrir bílaumferð og fjölga bílastæðum til að auðvelda aðkomu gesta. Hins vegar hefur það sýnt sig að með því að fjölga ferðum almenningsvagna á Menningarnótt hafa sífellt fleiri nýtt sér þann umhverfisvæna samgöngumáta til að komast í miðbæinn. Um 80.000 farþegar tóku strætó á Menningarnótt í fyrra, sem er með því mesta sem almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu hafa flutt á einum degi frá upphafi

Drengurinn fundinn

Fimmtán ára drengurinn sem lýst var eftir í gær er kominn í leitirnar. Lögreglan þakkar aðstoðina.

Sala á nautakjöti dregst saman

Sala á nautakjöti dróst saman um rúmlega sjö prósent í síðasta mánuði, samkvæmt samantekt bændasamtakanna. Ef litið er 12 mánuði aftur í tímann, nemur samdrátturinn tæplega tveimur prósentum. Á sama tímabili hefur innflutningur á nautakjöti aukist um 314 prósent, en ekki kemur fram hvort bændur hafi dregið úr framleiðslunni, eða hvort birgðir af óseldu nautakjöti eru að hlaðast upp

Sló stúlku og hrækti framan í hana

Rúmlega tvítugur karlmaður var í gær dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Húsavík fyrir tæpu ári. Maðurinn játaði að hafa slegið stúlku í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli og bólgu yfir hægra kinnbeini. Auk þess hrækti maðurinn framan í stúlkuna. Maðurinn hefur ekki áður sætt öðrum refsingum en sekt fyrir umferðarlagabrot. Í dómsorði er tekið fram að málið hafi tafist í meðförum dómsins vegna dvalar sakbornings erlendis. Héraðsdómur Norðurlands dæmdi í málinu.

Bifröst stefnir að sjálfbærni

Miðað við þær umsóknir sem nú liggja fyrir í Háskólanum á Bifröst er útlit fyrir að aðsókn verði hátt í 40 prósentum meiri í ár miðað við árið í fyrra. Þetta segir Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst.

Bjóða upp á pizzaís og rúgbrauðsís

Sláturís, bernaissósuís og rósaís er meðal þess sem verður á boðstólnum á hinum árlega ísdegi Kjöríss sem haldinn verður hátíðlegur í Hveragerði á morgun. Þá færir Kjörís hluta starfseminnar út á bílaplan og gestum er boðið upp á ókeypis ís og skemmtiatriði. Gestirnir fá að taka þátt í vöruþróun fyrirtækisins með því að smakka hátt í tuttugu óvenjulegar ístegundir. Þá kjósa þeir besta ísinn og dæmi eru um að verðlaunaísinn hafi farið í almenna framleiðslu. "Þetta er skemmtilegasti dagur ársins hjá okkur í Kjörís og í raun hápunktur sumarsins. Stemmningin er frábær og gaman að fá svona margar fjölskyldur í ísrúnt til Hveragerðis sama daginn", segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss. Ísdagurinn er haldinn í samstarfi við Blómstrandi daga bæjarins en búist er við miklum fjölda gesta enda verðurspáin góð. Árlega hafa um tvö tonn af ís runnið niður í gesti bæjarhátíðarinnar í Hveragerði. Opnað verður fyrir ísdælurnar klukkan hálf tvö en Ingó úr Veðurguðunum og nokkrir íbúar Latabæjar byrja að skemmta fólki upp úr klukkan tvö. Þær ístegundir sem verða í boði fyrir gesti og gangandi á Ísdeginum eru: · Ís ársins 2011 - Kókosís · Perubrjóstsykursís · Cappucino · Jógúrtís · Bragðarefur · Ís ársins 2010 - Súkkulaðibitakökuís · Tyggjóís · Seytt Hverarúgbrauðsís · Pizzaís · Eucalyptusís · Sláturís · Mandarínuís - Sumarmjúkís 2011 · Royal súkkulaðibúðingsís · Hvítlauksís · Rósaís · Bernaisesósuís · Malteser'sís · Súkkulaðiís með chili og chilisósu Í fullorðinshorninu: · Irish Coffee ís (Jameson) · Koníaksís

Líkamstjáning og daður á námsskránni

Þeir sem vilja komast í fast samband en reynist það erfitt, hvort sem það er vegna slæmrar reynslu, óframfærni eða af öðrum ástæðum, geta nú farið á sérstakt námskeið hjá Kvíðameðferðarstöðinni fyrir fólk í makaleit. "Víða erlendis eru til fyrirtæki sem sérhæfa sig í að auðvelda fólki fólki í makaleit að kynnast öðrum en á Íslandi hefur þetta vantað. Þetta námskeið er viðleitni okkar til að veita fólki þau tæki og tól sálfræðinnar sem geta nýst á þessum vettvangi. Suma langar ekkert að vera í sambandi og það er hið besta mál. En þeir sem eiga sér þennan draum heitastan geta nú nýtt sér þekkingu sálfræðinnar á þessu sviði og unnið markvisst að þessu málefni," segir Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Með haustinu fer hún, ásamt dr. Gyðu Eyjólfsdóttur, af stað með nýtt námskeið þar sem hugræn atferlismeðferð er nýtt til að gera fólki makaleitina auðveldari. Hjá Kvíðameðferðarstöðinni eru ýmis námskeið í boði, svo sem fyrir fólk með félagsfælni, svefnvanda eða ofsakvíða. Þær Sóley og Gyða segja að í starfi sínu sem sálfræðingar hafi þær rekist á fólk sem hefur verið einhleypt lengi, langar að finna sér maka en gengur erfiðlega að komast í gott samband. Á námskeiðinu verður meðal annars farið í samskipti kynjanna, öflugar samskiptaleiðir, hvar og hvernig má kynnast öðrum, áhrif hugarfars, viðhorfa og sjálfsmyndar á makaleit. Þá verður einnig farið yfir líkamstjáningu, daður og kynlíf, svo eitthvað sé nefnt. Hugræn atferlismeðferð er viðurkennt meðferðarform sem meðal annars getur hjálpað fólki að breyta líðan sinni og hafa áhrif á hugarfar og hegðun. Gyða segir að markmiðið með námskeiðinu sé að fólk verði framfærnara, sáttara við sig og betur í stakk búið til að vinna markvisst að makaleitinni. Þá tekur Sóley fram að árangur af námskeiðum sem stöðin býður upp á sé mældur, og það sama verði gert með þetta. Sóley og Gyða segjast ekki vita til þess að boðið hafi verið upp á viðlíka námskeið hér á landi á vegum sálfræðinga. Þær benda á að á þessu sviði sem og öðrum, séu til áhrifaríkar aðferðir sem auðvelda fólki að ná markmiðum sínum. Sjá vefsíðu Kvíðameðferðarstöðvarinnar www.kms.is <http://www.kms.is>

Eldur á Akureyri

Eldur kviknaði í feitipotti á eldavél í raðhúsi á Akureyri í gærkvöldi og munaði minnstu að illa færi. Þegar unglingur á heimilinu sá rjúka úr eldi í pottinum, skvetti hann vatni í pottinn, en þá breiddist eldurinn út.

Næturfrost á þremur stöðum

Næturfrost mældist á þremur stöðum á láglendi í nótt, en þó ekki mikið. Það var að Reykjum í Fnjóskadal, Torfum og Möðruvöllum. Dæmi eru um að næturfrost hafi skaðað kartöflugrös undanfarnar nætur, en hætt er við næturfrosti þegar veður er heiðskýrt.

Jörð skalf við Krýsuvík í nótt

Jarðskjálfti upp á tæplega þrjá á Richter varð um sjö kílómetra norðaustur af Krýsuvík um klukkan fjögur í nótt og fannst hann greinilega á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Margir vægari skjálftar fylgdu í kjölfarið, en þetta er þekkt skjálftasvæði og er skjálftinn ekki talinn fyrirboði frekari tíðinda á svæðinu.

Úr klóm talíbana og tígra í ró upp á Skaga

Indverski ævintýramaðurinn Somen Debnath lagði af stað hjólandi frá heimabæ sínum Bengali á Indlandi í maí 2004 og hvílir sig nú hjá vinafólki á Akranesi eftir að hafa farið íslenskra landshorna á milli undanfarna daga.

Meintar iðnnjósnir ekki enn kannaðar

Ríkislögreglustjóri aðhafðist ekkert þegar hann var beðinn að rannsaka meintar iðnnjósnir kínverskra aðila innan Íslenskrar erfðagreiningar, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra fyrirtækisins.

Árekstur: Talið að ökumaðurinn hafi fengið aðsvif

Árekstur varð á mótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegar í morgun og er Suðurlandsbrautin lokuð til vesturs af þeim sökum. Óhappið varð með þeim hætti að fólksbíl var ekið af fullum krafti aftan á annan og telur lögregla líklegt að ökumaðurinn hafi fengið aðsvif af einhverju tagi. Fyrst var greint frá því að sorphirðubíll hefði lent í árekstrinum en það er ekki rétt. Sá bíll kom hinsvegar að óhappinu og tilkynnti lögreglu um það. Þrír voru í bílunum og voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Líklegast verður hægt að opna veginn á allra næstu mínútum.

Ekkert sannast á Skapofsann

Rösklega fertugur karlmaður sem kallaður hefur verið „Skapofsi“ verður ekki ákærður fyrir talsverð skemmdarverk sem hann var grunaður um. Skemmdarverkin voru unnin í kjölfar bankahrunsins á eignum þekktra útrásarvíkinga, til að mynda var rauðri málningu slett á bíla þeirra og híbýli.

Ekki stækkað enn um sinn

Ótímabært er að kjósa aftur um frekari stækkun álversins í Straumsvík að mati Alcan og Hafnarfjarðarbæjar. Skoðanakönnun þessara aðila, um atvinnumál og álverið í Straumsvík, gefur til kynna að þrír af hverjum fjórum íbúum Hafnarfjarðar telji álverið og yfirstandandi framleiðsluaukningu hafa jákvæð áhrif á bæjarfélagið: það skapi störf og tekjur fyrir

Ein með öllu seldist upp

Endursköpun Bæjarins beztu pylsur í Toronto í Kanada sló í gegn um síðustu helgi. Kanadabúarnir John og Juli Daoust Baker, eigendur verslunarinnar Mjölk, opnuðu pylsubar í anda hins reykvíska síðasta föstudag.

Ríkissjóður fái tíu til ellefu milljarða króna í sölu og arð

Gert er ráð fyrir að afla 10 til 11 milljarða á næsta ári með sölu ríkiseigna og arðgreiðslum úr þeim fyrirtækjum sem ríkið á hlut í. Þetta mun, gangi það eftir, verða meginhluti þeirrar tekjuaukningar sem ríkisstjórnin hyggur á; en alls er gert ráð fyrir 14 milljörðum króna í nýjar tekjur. Skorið verður niður um sömu upphæð og því stoppað upp í alls 28 milljarða af fjárlagagatinu.

Bjóða múslimum til kvöldverðar

Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, býður leiðtogum og fólki úr söfnuði múslima á Íslandi til kvöldverðar þann 16. ágúst næstkomandi. Að sögn Lauru J. Gritz, talsmanns sendiráðsins, verður þetta svokallaður iftar-kvöldverður en þá rjúfa múslimar föstuna semstendur yfir svo lengi sem sól er á himni. Í fyrra bauð Sam Watson, sem þá fór með forstöðu í sendiráðinu, til slíks kvöldverðar.

Fullyrðir að tekjuskatturinn sé næstlægstur á Íslandi

„Tekjuskattur á fyrirtæki í Evrópu er næstlægstur á Íslandi," segir Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að frekar hafi verið tekist á við fjárlagahallann frá hruni með niðurskurði heldur en skattahækkunum. Magnús Orri og Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókust á um efnahagsmál í Reykjavík síðdegis í dag.

Álag að fara með hjartveik börn til útlanda

Það er álag fyrir alla fjölskylduna að þurfa að fara með barn til útlanda í hjartaaðgerð og því er mikilvægt að viðeigandi tækjabúnaður sé til á Íslandi. Þetta segir móðir hjartveiks barns sem hefur þurft að leita læknishjálpar út fyrir landsteinana.

Sveik út stóra skammta af verkjalyfi

Karlmanni tókst að svindla út hundruð taflna af morfínskyldu lyfi af heimilislækni á sex mánaða tímabili. Um er að ræða lyfið Tramól, sem er sterkt verkjalyf og virkar á svipaðan hátt og morfín. Geir Gunnlaugsson landlæknir staðfesti í samtali við Vísi að málið væri til skoðunar hjá embætti sínu. Fréttastofa RÚV segir að um sé að ræða 1500 töflur. Málið hafi verið kært til lögreglu sem rannsaki það nú.

Stefnir Mosfellsbæ vegna akstursþjónustu

Blindur maður hefur stefnt Mosfellsbæ fyrir að veita ekki fötluðum íbúum sveitarfélagsins fullnægjandi akstursþjónustu. Hann segir það vera eins og í stofufangelsi að hafa ekki aðgang að sömu þjónustu og Reykvíkingar. Jóhanna Margrét Gísladóttir.

Eistar halda sérstakan Íslandsdag

Sérstakur Íslandsdagur verður haldinn í Tallinn í Eistlandi sunnudaginn 21. ágúst, í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands. Forseti Íslands, utanríkisráðherra og fyrrum utanríkisráðherra taka þátt í deginum auk íslenskra tónlistarmanna, ljósmyndara, hönnuða og matreiðslumanna. Eistnesk stjórnvöld standa að deginum með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Kostnaður vegna blóðþrýstingslyfja lækkaði um 60%

Heildarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna blóðþrýstingslækkandi lyfja lækkaði um 60% frá árinu 2009 - 2010, eftir því sem fram kemur í fréttablaði lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands. Upphæðin fór úr 685 milljónum króna í 277 milljónir.

Leita að meiddum ferðamanni á Vestfjörðum

Björgunarsveitamenn á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að spænskum ferðamanni sem er í vanda á Vestfjöðrum. Landsbjörg barst í dag frá ættingjum á Spáni vegna mannsins.

Ofsaakstur í Kópavogi

Karl á þrítugsaldri var staðinn að hraðakstri á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærkvöld samkvæmt fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Gaskútum stolið í Reykjavík

Gaskútum var stolið á tveimur stöðum í borginni í gær og fer slíkum tilfellum fjölgandi að sögn lögreglu. Slík mál séu tilkynnt á hverju sumri, og undanfarin ár hafi gaskútum verið stolið á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Lögðu hald á 80 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Ártúnsholti í gær. Við húsleit var lagt hald á um 80 kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Þrír aðilar voru yfirheyrðir vegna málsins.

Fjögurra manna fölskylda í sjálfheldu

Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum var kölluð út í dag þegar fjögurra manna fjölskylda komst í sjálfheldu í klettum fyrir ofan sumarbústaðahverfi á Úlfsstöðum.

Ungir skákunnendur heiðraðir fyrir söfnunarstarf

Rauði kross Íslands heiðraði í morgun ungmennin sem stóðu fyrir skákhátíðinni "Við erum ein fjölskylda“ um síðustu helgi, en þau söfnuðu alls einni milljón króna í tveggja daga skákmaraþoni sem þau héldu til styrktar Sómalíu.

Sjá næstu 50 fréttir