Ekki hægt að útiloka frekari niðurskurð á Landspítala 14. ágúst 2011 11:59 Ekki er útilokað að stjórnendum LSH verði gert að skera meira niður en forstjórinn segir að nú sé komið nóg. Ekki er hægt að útiloka niðurskurð til Landspítalans þótt forstjórinn segi hingað og ekki lengra. Fagráðuneytin fá á næstunni ramma utan um fjárlög. Unnið er að gerð fjárlagafrumvarpsins í fjármálaráðuneytinu en í næstu vikum fá ráðuneytin sérstaka ramma utan um fjárlög í sínum málaflokki sem þau vinna úr. Fjárlagafrumvarpið á síðan að liggja fyrir 1. október næstkomandi. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að komið sé að þolmörkum í niðurskurði hjá spítalanum. Skorið hafi verið niður um 8,6 milljarða króna frá árinu 2008. Það jafngildi 23 prósenta niðurskurði og spítalinn þoli einfaldlega ekki meira. Þá hefur starfsfólki spítalans fækkað um 11,5 prósent á undanförnu einu og hálfu ári. Hefur velferðarráðherra sagt við þig í óformlegum samtölum að það þurfi að skera meira niður? „Nei, hann hefur ekki sagt þetta í óformlegum samtölum. Við höfum ekki rætt þetta, en ég hef rætt við ráðuneytið, síðast fyrir tveimur vikum, um þetta en ég held að flestir geri sér grein fyrir því þar hvaða afleiðingar frekari niðurskurður hefur,“ segir Björn. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra í morgun, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en eins og komið hefur fram er rætt um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu. Ekki er ljóst hvort um flatan niðurskurð verður að ræða. Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta útilokað niðurskurð til einstakra stofnana eins og Landspítalans. Hún sagði að þegar fjárlögin kæmu til kasta þingsins þá myndi nefndin kalla til sín forsvarsmenn einstakra stofnana, eins og forstjóra Landspítalans, til að fá skýringar frá þeim. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka niðurskurð til Landspítalans þótt forstjórinn segi hingað og ekki lengra. Fagráðuneytin fá á næstunni ramma utan um fjárlög. Unnið er að gerð fjárlagafrumvarpsins í fjármálaráðuneytinu en í næstu vikum fá ráðuneytin sérstaka ramma utan um fjárlög í sínum málaflokki sem þau vinna úr. Fjárlagafrumvarpið á síðan að liggja fyrir 1. október næstkomandi. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að komið sé að þolmörkum í niðurskurði hjá spítalanum. Skorið hafi verið niður um 8,6 milljarða króna frá árinu 2008. Það jafngildi 23 prósenta niðurskurði og spítalinn þoli einfaldlega ekki meira. Þá hefur starfsfólki spítalans fækkað um 11,5 prósent á undanförnu einu og hálfu ári. Hefur velferðarráðherra sagt við þig í óformlegum samtölum að það þurfi að skera meira niður? „Nei, hann hefur ekki sagt þetta í óformlegum samtölum. Við höfum ekki rætt þetta, en ég hef rætt við ráðuneytið, síðast fyrir tveimur vikum, um þetta en ég held að flestir geri sér grein fyrir því þar hvaða afleiðingar frekari niðurskurður hefur,“ segir Björn. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra í morgun, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en eins og komið hefur fram er rætt um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu. Ekki er ljóst hvort um flatan niðurskurð verður að ræða. Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta útilokað niðurskurð til einstakra stofnana eins og Landspítalans. Hún sagði að þegar fjárlögin kæmu til kasta þingsins þá myndi nefndin kalla til sín forsvarsmenn einstakra stofnana, eins og forstjóra Landspítalans, til að fá skýringar frá þeim. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira