Með ólíkindum að enginn ráðherra standi vörð um hagsmuni neytenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2011 18:45 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir það lýsa ótrúlegu skeytingarleysi gagnvart hagsmunum neytenda að engir ráðherrar hafi beitt sér fyrir því að heimila innflutning á kjöti á sama tíma og skortur er í verslunum. Forsvarsmenn verslanafyrirtækja eins og Haga og Krónunnar segja nauta-, lamba- og kjúklingakjöt vanta í verslanir. Í þessu samhengi sé viðvarandi skortur á lambakjöti. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hunsa lagaskyldu sína með því að gefa ekki innflutningsleyfi á lambakjöt. „Því máli höfum við þegar skotið til umboðsmanns Alþingis því það er okkar eina ráð gagnvart svona makalausri stjórnsýslu," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Andrés segir með ólíkindum að engir stjórnmálamenn hafi brugðist við þessu. „Það lýsir ótrúlegu skeytingarleysi gagnvart svona ríkum hagsmunum, hagsmunum verslunarinnar en þó fyrst og síðast hagsmunum neytenda, að pólitíkin og stjórnkerfið virði þessa ríku hagsmuni að vettugi með þögninni einni." Í áliti frá síðasta mánuði var það niðurstaða umboðsmanns Alþingis að lagaheimildir ráðherra til að ákveða tolla á innflutning á landbúnaðarvörur væru í andstöðu við stjórnarskrána, en hún heimildar ekki að sköttum sé breytt nema með lögum og þá bannar hún sömuleiðis að stjórnvaldi sé falið skattlagningarvaldið. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ekkert brugðist við þessu áliti á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá því það birtist. „Maður hefði nú haldið að þegar umboðsmaður Alþingis sendir ekki bara sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heldur einnig fjármálaráðherra og forseta Alþingis, svona alvarlegar ábendingar um bresti í stjórnkerfinu, þá hefðu komið viðbrögð, á þessum þremur vikum, en þau eru engin," segir Andrés. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnarráðherra, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag þegar eftir því var leitað. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir það lýsa ótrúlegu skeytingarleysi gagnvart hagsmunum neytenda að engir ráðherrar hafi beitt sér fyrir því að heimila innflutning á kjöti á sama tíma og skortur er í verslunum. Forsvarsmenn verslanafyrirtækja eins og Haga og Krónunnar segja nauta-, lamba- og kjúklingakjöt vanta í verslanir. Í þessu samhengi sé viðvarandi skortur á lambakjöti. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hunsa lagaskyldu sína með því að gefa ekki innflutningsleyfi á lambakjöt. „Því máli höfum við þegar skotið til umboðsmanns Alþingis því það er okkar eina ráð gagnvart svona makalausri stjórnsýslu," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Andrés segir með ólíkindum að engir stjórnmálamenn hafi brugðist við þessu. „Það lýsir ótrúlegu skeytingarleysi gagnvart svona ríkum hagsmunum, hagsmunum verslunarinnar en þó fyrst og síðast hagsmunum neytenda, að pólitíkin og stjórnkerfið virði þessa ríku hagsmuni að vettugi með þögninni einni." Í áliti frá síðasta mánuði var það niðurstaða umboðsmanns Alþingis að lagaheimildir ráðherra til að ákveða tolla á innflutning á landbúnaðarvörur væru í andstöðu við stjórnarskrána, en hún heimildar ekki að sköttum sé breytt nema með lögum og þá bannar hún sömuleiðis að stjórnvaldi sé falið skattlagningarvaldið. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ekkert brugðist við þessu áliti á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá því það birtist. „Maður hefði nú haldið að þegar umboðsmaður Alþingis sendir ekki bara sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heldur einnig fjármálaráðherra og forseta Alþingis, svona alvarlegar ábendingar um bresti í stjórnkerfinu, þá hefðu komið viðbrögð, á þessum þremur vikum, en þau eru engin," segir Andrés. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnarráðherra, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag þegar eftir því var leitað. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira