Fleiri fréttir Óttast að ríkisstjórnin sé að setja upp leikrit Stjórnarandstaðan tekur boði ríkisstjórnarinnar um samráð í atvinnumálum með fyrirvara. Gæti verið leikrit til að lengja líf hennar, segir þingmaður Hreyfingarinnar. Formaður Framsóknarflokksins segir að stefnubreytingu þurfi í atvinnumálum. Ríkisstjórnin vill koma á víðtæku samstarfi í atvinnumálum við stjórnarandstöðuna og aðila 31.10.2010 18:30 Um 40% Norðurlandabúa vilja sambandsríki Ríflega fjörutíu prósent Norðurlandabúa eru jákvæðir fyrir því að stofnað verði sameiginlegt norrænt sambandsríki en tæplega sextíu prósent eru því andvígir. Þessi mál verða rædd á norðurlandaráðsþingi sem hefst í Reykjavík á morgun. 31.10.2010 18:38 Barátta á bakvið tjöldin Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. 31.10.2010 20:57 Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31.10.2010 15:47 Fóstureyðingum fjölgaði lítillega Alls var 971 fóstureyðing gerð hjá konum með lögheimili á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu. Þetta eru heldur fleiri aðgerðir en undanfarin ár. 31.10.2010 15:10 Meiri áhugi á líðan Jóns Gnarr en líðan borgarbúa Umræðan um Reykjavíkurborg snýst meira um líðan borgarstjóra en líðan borgarbúa, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. 31.10.2010 15:00 Hátt í 3000 sóttu sýningar Borgarleikhússins Hátt í 3000 gestir sóttu leiksýningar Borgarleikhússins í gær að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra. Hann segir að átta sýningar hafi verið settar upp. Það sé fáheyrður eða jafnvel einstæður atburður að svo margar sýningar séu settar upp á einum degi, en uppselt hafi verið á allar sýningarnar. 31.10.2010 13:37 Eigandi labradortíkur fundinn Eigandi labradortíkur sem leitað var að í morgun er fundinn, samkvæmt upplýsingum frá Dagmar Ýr Ólafsdóttur dýralækni. Tíkin gerði sig heimkomna hjá Dagmar í Kópavogi í gærmorgun. Hún hafði þá verið að sniglast í kringum heimili hennar í einn og hálfan klukkutíma án þess að nokkur kannaðist við hana. 31.10.2010 13:20 Bókar Arnaldar beðið með eftirvæntingu Furðustrandir, fjórtánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, kemur út á morgun. Aðalpersónurnar í bókinni eru hið kunna lögregluþríeyki, Erlendur Sveinsson, Sigurður Óli og Elínborg. Margir hafa beðið spenntir eftir bókinni en í henni er greint frá afdrifum Erlendar sem hefur verið víðs fjarri í síðustu tveimur bókum. „Þetta er framhaldið af Harðskafa í rauninni. Hún gerist á sama tíma og þessar bækur, Harðskafi, Myrká og Svörtuloft,“ segir Arnaldur 31.10.2010 13:09 Norðurlandaráðsþing sett í Reykjavík á þriðjudag Norðurlandaráðsþing 2010 verður sett á Grand hótel í Reykjavík klukkan hálfþrjú á þriðjudaginn og mun standa yfir fram á fimmtudag. Á þinginu munu koma saman forsætisráðherra og þingmenn frá öllum norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðunum. 31.10.2010 10:50 Snarpur skjálfti undir Blöndulóni Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter að stærð mældist undir Blöndulóni á þriðja tímanum í nótt. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst frá því að skjálftahrina hófst þar á þriðjudaginn. Tæplega 60 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinunni. Þá varð jarðskjálfti upp á 3 á Richter að stærð undir Grímsfjalli í Vatnajökli á fjórða tímanum í nótt. 31.10.2010 09:36 Fimm líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en engin meiddist illa í þeim. Fjölmargir voru að skemmta sér í nótt og því var í nógu að snúast hjá lögreglunni, meðal annars vegna kvartana um hávaða í heimahúsum. Þá voru fjórir kærðir fyrir ölvunarakstur. 31.10.2010 09:12 Tveggja rjúpnaskytta leitað Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi leituðu tveggja rjúpnaskytta sem saknað var eftir miðnættið í gær. Skytturnar höfðu ætlað til veiða við Skjaldbreið. 31.10.2010 09:01 „Hann segir ekki neitt af viti, alveg eins og kelling" Oddný G. Harðardóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir í pistli á heimasíðu Víkurfrétta vera hissa og reið yfir ummælum Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði, sem hann hafði um Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á opnum fundi í Stapa síðastliðinn fimmtudag. 30.10.2010 19:50 Dómur setur aukinn þrýsting á stjórnvöld Talið er að bankarnir muni nota dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í gær um gengislán sér til framdráttar. Þar er lántakendum gert að greiða að fullu erlent lán. Talsmaður neytenda segir dóminn setja aukinn þrýsting á stjórnvöld að leysa skuldavanda heimilanna. 30.10.2010 18:28 Silungar í sundi Starfsfólki Árbæjarlaugarinnar brá heldur betur í brún þegar mætt var til vinnu í morgun en nokkrir silungar lágu þá fljótandi í djúpu lauginni. 30.10.2010 19:08 Bangsinn lenti í bílslysi - var ekki í belti Rúmlega 300 bangsar voru læknaðir á Bangsaspítalanum í dag en þangað gátu börn mætt með fársjúka bangsa sína. Einn lenti í flugslysi en flestir höfðu hlotið beinbrot, auk þess sem magapína var algeng. 30.10.2010 19:05 Álver í Helguvík að komast í höfn Hindranir í vegi þess að álvers- og virkjanaframkvæmdir vegna Helguvíkur komist á fullt skrið falla nú hver af annarri og segjast aðstandendur nú bjartsýnir á að málið komist í höfn innan skamms tíma. 30.10.2010 18:57 Samvinna um atvinnumál Ríkisstjórnin vill koma á víðtæku samstarfi í atvinnumálum við stjórnarandstöðuna og aðila vinnumarkaðarins í anda samstarfsins um lausnir á skuldavanda heimilanna. 30.10.2010 18:38 Bílasala glæðist Sala á nýjum bifreiðum hefur verið að aukast. Formaður Bílgreinasambandsins telur botninum sé náð og að bílasala muni aukast um allt að 40 prósent á næsta ári. 30.10.2010 18:34 Fjórir látnir í banaslysum erlendis á rúmri viku Fjórir Íslendingar hafa látist af slysförum erlendis á rúmri viku. Ungt par lést í Tyrklandi, tuttugu og níu ára karlmaður lést í Lettlandi og í gærkvöld lést 23 ára gamall maður í Noregi. 30.10.2010 16:48 Féll fimm metra í aparólu á Laugarvatni Kona féll fjóra til fimm metra úr svokallaðri aparólu á Laugarvatni í dag. Á leiksvæði við tjaldsvæði er aparóla sem er föst við vír og hægt er að renna sér á dekki fram og til baka á vírnum. Keðjan sem heldur dekkinu uppi slitnaði þegar konan var á fullri ferð og féll hún í jörðina. 30.10.2010 15:58 Sakaður um að éta mat og drekka áfengi - ekki fjárdrátt „Þetta er frétt sem byggir á rangfærslu frá upphafi," segir Jakob S. Jónsson sem í dag var fjallað um í Fréttablaðinu. Í frétt blaðsins segir að hann hafi verið sakaður um fjárdrátt og byggir blaðið fréttina á fréttaskýringaþættinum Uppdrag og gransking sem sýndur var í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtudag. 30.10.2010 14:25 Vilja ná utan um skattaundanskot til útlanda Unnið er að því að stórefla embætti ríkisskattstjóra og skattrannsóknir. Þá vill Fjármálaráðherra heimild til að kyrrsetja eignir þegar stór mál eru til rannsóknar. 30.10.2010 13:08 Íslendingurinn var einn á ferð og á leið heim úr partýi Tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, búsettur í Noregi, lést eftir að hann varð fyrir lest í bænum Drammen í gærkvöld. Þetta er fjórði Íslendingurinn á rúmri viku, sem lætur lífið af slysförum erlendis. 30.10.2010 12:01 Skjálftahrina undir Blöndulóni Enn skelfur jörð undir Blöndulóni líkt og hún hefur gert frá því á þriðjudag. Einar Kjartansson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana hafa riðið yfir í gær. Þá voru skjálftar í morgun og sá kraftmesti þrír á richter. 30.10.2010 10:50 Þurfa að greiða erlenda lánið Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán sem þau tóku árið 2007. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og að lántakandi hafi getað fengið upphæðina í þeim myntum sem lánið var veitt í. 30.10.2010 10:33 Íslendingur varð fyrir lest og lést Íslenskur karlmaður lést er hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi klukkan hálf eitt í gærkvöldi. Í norskum fjölmiðlum kemur fram að maðurinn hafi verið að koma úr partýi og var á leið heim til sín. 30.10.2010 10:08 Tíu ára piltur hljóp í veg fyrir bíl Í gærkvöldi var ekið á tíu ára gamlan dreng við Snælandsvídeó í Hafnarfirði. 30.10.2010 09:49 Kom að þjófum í íbúð sinni Og klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar að kona í Kópavogi kom heim úr vinnu voru þrír ókunnugir menn inn í íbúðinni hennar. 30.10.2010 09:46 Þrír í haldi lögreglu eftir innbrotstilraun Nóttin hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ósköp venjuleg, eins og varðstjóri orðaði það. Eitthvað var um fyllirí og pústra. 30.10.2010 09:42 4000 jólastjörnur brunnu Eldur kom upp í Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði klukkan hálf sjö í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að kviknað hafi í geymsluskúr sem er samliggjandi við garðyrkjustöðina. Engin slys urðu á fólki. 30.10.2010 09:18 Skuldir hindra ættleiðingu Stökkbreytt skuldastaða hjóna á biðlista eftir ættleiðingu veldur því að afgreiðsla umsókna þyngist að mun. Í mörgum tilfellum eru það gengistryggð lán, sem dæmd hafa verið ólögleg, sem valda fólki erfiðleikum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fólk eigi jafnvel á hættu að falla af biðlista vegna þessa. 30.10.2010 08:00 Ber af sér sakir um fjárdrátt Fyrrverandi formaður samtakanna Heimilis og skóla í Svíþjóð, Jakob S. Jónsson, hefur verið sakaður um fjárdrátt. Greint var frá málinu í fréttaskýringaþættinum Uppdrag og gransking í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtudagskvöld. Í þættinum var fullyrt að Jakob hefði misnotað aðstöðu sína og greitt fyrir ýmsa einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna á þeim tíma sem hann gegndi við formennsku í félaginu árið 2007. 30.10.2010 07:30 Neita Þingvallagjaldi á ferðaþjónustu eina Ekki er samstaða milli Þingvallanefndar og ferðaþjónustufyrirtækja um gjaldtöku fyrir þjónustu sem þjóðgarðurinn á Þingvöllum veitir á Hakinu ofan við Almannagjá. 30.10.2010 07:00 Notkun amfetamíns langmest hér á landi Tólf prósent íslenskra ungmenna, á aldrinum 16 til 19 ára, hafa prófað amfetamín einu sinni eða oftar. Ný rannsókn sem kynnt var á samnorrænu ráðstefnunni Æskan – rödd framtíðarinnar sem lauk í gær sýnir að Ísland sker sig verulega úr hvað þetta varðar. 30.10.2010 07:00 Greiða erlent lán að fullu Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán sem þau tóku árið 2007. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og að lántakandi hafi getað fengið upphæðina í þeim myntum sem lánið var veitt í. 30.10.2010 06:45 Stjórnvöld bregðast við hættu á netinu Ríkisstjórnin samþykkti í gær að stofna sérstakt öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur,“ segir Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 30.10.2010 06:30 Öll ráðuneytin eiga að fylgja stefnu Vísindaráðs Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra telur að stefna eigi að því að hlutfall opinberra fjármuna til rannsókna og þróunarstarfs fari að meira leyti í gegnum samkeppnissjóði en nú er gert. Hún segir það opinbera stefnu stjórnvalda og telur að öll ráðuneyti ættu að fylgja þeirri stefnu. 30.10.2010 06:00 Öryggi sundstaða aukið Ítarlegri kröfur um öryggiskerfi og laugargæslu eru gerðar í nýrri reglugerð um sundstaði sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur undirritað. 30.10.2010 05:00 Ísland vill óbreytta hlutdeild Íslensk stjórnvöld hafa það sem útgangspunkt í makrílviðræðunum við Norðmenn, Evrópusambandið og Færeyinga, að hlutdeild Íslands í veiðunum framvegis verði sú sama og í sumar, eða sautján prósent af veiðistofni. 30.10.2010 04:30 Orkusala þarf að vera tryggð Orkuveita Reykjavíkur (OR) gerir ekki ráð fyrir framkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun í fjárhagsáætlun næsta árs. Ráðgert var að orka þaðan, alls um 90 MW, yrði nýtt til að knýja fyrirhugað álver í Helguvík. 30.10.2010 04:15 Kynna klasa í jarðvarmageira Dr. Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla og einn helsti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, sækir landið heim eftir helgi. Hann kom hingað síðast árið 2006. 30.10.2010 04:00 Hver fræðir um orkumálin? Fulltrúar minnihluta sjálfstæðismanna og VG í borgarráði vilja svör um möguleg viðbrögð Reykjavíkurborgar við því að fræðslu- og ferðaþjónustuverkefni Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið aflögð. Mikill safnkostur liggi undir skemmdum ef ekkert verði aðhafst. 30.10.2010 03:30 Fyrrverandi þingmenn vilja á stjórnlagaþing Fimm fyrrverandi þingmenn og ráðherrar gefa kost á sér til stjórnlagaþings. Fyrr í dag var birtur listi með nöfnum frambjóðenda til stjórnlagaþings en kosið verður laugardaginn 27. nóvember. 29.10.2010 21:44 Sjá næstu 50 fréttir
Óttast að ríkisstjórnin sé að setja upp leikrit Stjórnarandstaðan tekur boði ríkisstjórnarinnar um samráð í atvinnumálum með fyrirvara. Gæti verið leikrit til að lengja líf hennar, segir þingmaður Hreyfingarinnar. Formaður Framsóknarflokksins segir að stefnubreytingu þurfi í atvinnumálum. Ríkisstjórnin vill koma á víðtæku samstarfi í atvinnumálum við stjórnarandstöðuna og aðila 31.10.2010 18:30
Um 40% Norðurlandabúa vilja sambandsríki Ríflega fjörutíu prósent Norðurlandabúa eru jákvæðir fyrir því að stofnað verði sameiginlegt norrænt sambandsríki en tæplega sextíu prósent eru því andvígir. Þessi mál verða rædd á norðurlandaráðsþingi sem hefst í Reykjavík á morgun. 31.10.2010 18:38
Barátta á bakvið tjöldin Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. 31.10.2010 20:57
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn sem lést í fyrrinótt þegar að hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi hét Kjartan Björnsson. Hann var fæddur árið 1987. Kjartan var búsettur í Noregi. Hann lætur eftir sig unnustu. 31.10.2010 15:47
Fóstureyðingum fjölgaði lítillega Alls var 971 fóstureyðing gerð hjá konum með lögheimili á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu. Þetta eru heldur fleiri aðgerðir en undanfarin ár. 31.10.2010 15:10
Meiri áhugi á líðan Jóns Gnarr en líðan borgarbúa Umræðan um Reykjavíkurborg snýst meira um líðan borgarstjóra en líðan borgarbúa, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. 31.10.2010 15:00
Hátt í 3000 sóttu sýningar Borgarleikhússins Hátt í 3000 gestir sóttu leiksýningar Borgarleikhússins í gær að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra. Hann segir að átta sýningar hafi verið settar upp. Það sé fáheyrður eða jafnvel einstæður atburður að svo margar sýningar séu settar upp á einum degi, en uppselt hafi verið á allar sýningarnar. 31.10.2010 13:37
Eigandi labradortíkur fundinn Eigandi labradortíkur sem leitað var að í morgun er fundinn, samkvæmt upplýsingum frá Dagmar Ýr Ólafsdóttur dýralækni. Tíkin gerði sig heimkomna hjá Dagmar í Kópavogi í gærmorgun. Hún hafði þá verið að sniglast í kringum heimili hennar í einn og hálfan klukkutíma án þess að nokkur kannaðist við hana. 31.10.2010 13:20
Bókar Arnaldar beðið með eftirvæntingu Furðustrandir, fjórtánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, kemur út á morgun. Aðalpersónurnar í bókinni eru hið kunna lögregluþríeyki, Erlendur Sveinsson, Sigurður Óli og Elínborg. Margir hafa beðið spenntir eftir bókinni en í henni er greint frá afdrifum Erlendar sem hefur verið víðs fjarri í síðustu tveimur bókum. „Þetta er framhaldið af Harðskafa í rauninni. Hún gerist á sama tíma og þessar bækur, Harðskafi, Myrká og Svörtuloft,“ segir Arnaldur 31.10.2010 13:09
Norðurlandaráðsþing sett í Reykjavík á þriðjudag Norðurlandaráðsþing 2010 verður sett á Grand hótel í Reykjavík klukkan hálfþrjú á þriðjudaginn og mun standa yfir fram á fimmtudag. Á þinginu munu koma saman forsætisráðherra og þingmenn frá öllum norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðunum. 31.10.2010 10:50
Snarpur skjálfti undir Blöndulóni Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter að stærð mældist undir Blöndulóni á þriðja tímanum í nótt. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst frá því að skjálftahrina hófst þar á þriðjudaginn. Tæplega 60 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinunni. Þá varð jarðskjálfti upp á 3 á Richter að stærð undir Grímsfjalli í Vatnajökli á fjórða tímanum í nótt. 31.10.2010 09:36
Fimm líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en engin meiddist illa í þeim. Fjölmargir voru að skemmta sér í nótt og því var í nógu að snúast hjá lögreglunni, meðal annars vegna kvartana um hávaða í heimahúsum. Þá voru fjórir kærðir fyrir ölvunarakstur. 31.10.2010 09:12
Tveggja rjúpnaskytta leitað Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi leituðu tveggja rjúpnaskytta sem saknað var eftir miðnættið í gær. Skytturnar höfðu ætlað til veiða við Skjaldbreið. 31.10.2010 09:01
„Hann segir ekki neitt af viti, alveg eins og kelling" Oddný G. Harðardóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir í pistli á heimasíðu Víkurfrétta vera hissa og reið yfir ummælum Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra í Garði, sem hann hafði um Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á opnum fundi í Stapa síðastliðinn fimmtudag. 30.10.2010 19:50
Dómur setur aukinn þrýsting á stjórnvöld Talið er að bankarnir muni nota dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í gær um gengislán sér til framdráttar. Þar er lántakendum gert að greiða að fullu erlent lán. Talsmaður neytenda segir dóminn setja aukinn þrýsting á stjórnvöld að leysa skuldavanda heimilanna. 30.10.2010 18:28
Silungar í sundi Starfsfólki Árbæjarlaugarinnar brá heldur betur í brún þegar mætt var til vinnu í morgun en nokkrir silungar lágu þá fljótandi í djúpu lauginni. 30.10.2010 19:08
Bangsinn lenti í bílslysi - var ekki í belti Rúmlega 300 bangsar voru læknaðir á Bangsaspítalanum í dag en þangað gátu börn mætt með fársjúka bangsa sína. Einn lenti í flugslysi en flestir höfðu hlotið beinbrot, auk þess sem magapína var algeng. 30.10.2010 19:05
Álver í Helguvík að komast í höfn Hindranir í vegi þess að álvers- og virkjanaframkvæmdir vegna Helguvíkur komist á fullt skrið falla nú hver af annarri og segjast aðstandendur nú bjartsýnir á að málið komist í höfn innan skamms tíma. 30.10.2010 18:57
Samvinna um atvinnumál Ríkisstjórnin vill koma á víðtæku samstarfi í atvinnumálum við stjórnarandstöðuna og aðila vinnumarkaðarins í anda samstarfsins um lausnir á skuldavanda heimilanna. 30.10.2010 18:38
Bílasala glæðist Sala á nýjum bifreiðum hefur verið að aukast. Formaður Bílgreinasambandsins telur botninum sé náð og að bílasala muni aukast um allt að 40 prósent á næsta ári. 30.10.2010 18:34
Fjórir látnir í banaslysum erlendis á rúmri viku Fjórir Íslendingar hafa látist af slysförum erlendis á rúmri viku. Ungt par lést í Tyrklandi, tuttugu og níu ára karlmaður lést í Lettlandi og í gærkvöld lést 23 ára gamall maður í Noregi. 30.10.2010 16:48
Féll fimm metra í aparólu á Laugarvatni Kona féll fjóra til fimm metra úr svokallaðri aparólu á Laugarvatni í dag. Á leiksvæði við tjaldsvæði er aparóla sem er föst við vír og hægt er að renna sér á dekki fram og til baka á vírnum. Keðjan sem heldur dekkinu uppi slitnaði þegar konan var á fullri ferð og féll hún í jörðina. 30.10.2010 15:58
Sakaður um að éta mat og drekka áfengi - ekki fjárdrátt „Þetta er frétt sem byggir á rangfærslu frá upphafi," segir Jakob S. Jónsson sem í dag var fjallað um í Fréttablaðinu. Í frétt blaðsins segir að hann hafi verið sakaður um fjárdrátt og byggir blaðið fréttina á fréttaskýringaþættinum Uppdrag og gransking sem sýndur var í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtudag. 30.10.2010 14:25
Vilja ná utan um skattaundanskot til útlanda Unnið er að því að stórefla embætti ríkisskattstjóra og skattrannsóknir. Þá vill Fjármálaráðherra heimild til að kyrrsetja eignir þegar stór mál eru til rannsóknar. 30.10.2010 13:08
Íslendingurinn var einn á ferð og á leið heim úr partýi Tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, búsettur í Noregi, lést eftir að hann varð fyrir lest í bænum Drammen í gærkvöld. Þetta er fjórði Íslendingurinn á rúmri viku, sem lætur lífið af slysförum erlendis. 30.10.2010 12:01
Skjálftahrina undir Blöndulóni Enn skelfur jörð undir Blöndulóni líkt og hún hefur gert frá því á þriðjudag. Einar Kjartansson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana hafa riðið yfir í gær. Þá voru skjálftar í morgun og sá kraftmesti þrír á richter. 30.10.2010 10:50
Þurfa að greiða erlenda lánið Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán sem þau tóku árið 2007. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og að lántakandi hafi getað fengið upphæðina í þeim myntum sem lánið var veitt í. 30.10.2010 10:33
Íslendingur varð fyrir lest og lést Íslenskur karlmaður lést er hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi klukkan hálf eitt í gærkvöldi. Í norskum fjölmiðlum kemur fram að maðurinn hafi verið að koma úr partýi og var á leið heim til sín. 30.10.2010 10:08
Tíu ára piltur hljóp í veg fyrir bíl Í gærkvöldi var ekið á tíu ára gamlan dreng við Snælandsvídeó í Hafnarfirði. 30.10.2010 09:49
Kom að þjófum í íbúð sinni Og klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar að kona í Kópavogi kom heim úr vinnu voru þrír ókunnugir menn inn í íbúðinni hennar. 30.10.2010 09:46
Þrír í haldi lögreglu eftir innbrotstilraun Nóttin hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ósköp venjuleg, eins og varðstjóri orðaði það. Eitthvað var um fyllirí og pústra. 30.10.2010 09:42
4000 jólastjörnur brunnu Eldur kom upp í Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði klukkan hálf sjö í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að kviknað hafi í geymsluskúr sem er samliggjandi við garðyrkjustöðina. Engin slys urðu á fólki. 30.10.2010 09:18
Skuldir hindra ættleiðingu Stökkbreytt skuldastaða hjóna á biðlista eftir ættleiðingu veldur því að afgreiðsla umsókna þyngist að mun. Í mörgum tilfellum eru það gengistryggð lán, sem dæmd hafa verið ólögleg, sem valda fólki erfiðleikum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fólk eigi jafnvel á hættu að falla af biðlista vegna þessa. 30.10.2010 08:00
Ber af sér sakir um fjárdrátt Fyrrverandi formaður samtakanna Heimilis og skóla í Svíþjóð, Jakob S. Jónsson, hefur verið sakaður um fjárdrátt. Greint var frá málinu í fréttaskýringaþættinum Uppdrag og gransking í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtudagskvöld. Í þættinum var fullyrt að Jakob hefði misnotað aðstöðu sína og greitt fyrir ýmsa einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna á þeim tíma sem hann gegndi við formennsku í félaginu árið 2007. 30.10.2010 07:30
Neita Þingvallagjaldi á ferðaþjónustu eina Ekki er samstaða milli Þingvallanefndar og ferðaþjónustufyrirtækja um gjaldtöku fyrir þjónustu sem þjóðgarðurinn á Þingvöllum veitir á Hakinu ofan við Almannagjá. 30.10.2010 07:00
Notkun amfetamíns langmest hér á landi Tólf prósent íslenskra ungmenna, á aldrinum 16 til 19 ára, hafa prófað amfetamín einu sinni eða oftar. Ný rannsókn sem kynnt var á samnorrænu ráðstefnunni Æskan – rödd framtíðarinnar sem lauk í gær sýnir að Ísland sker sig verulega úr hvað þetta varðar. 30.10.2010 07:00
Greiða erlent lán að fullu Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán sem þau tóku árið 2007. Dómari við Héraðsdóm Suðurlands telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og að lántakandi hafi getað fengið upphæðina í þeim myntum sem lánið var veitt í. 30.10.2010 06:45
Stjórnvöld bregðast við hættu á netinu Ríkisstjórnin samþykkti í gær að stofna sérstakt öryggis- og viðbragðsteymi til að vinna gegn og bregðast við netárásum. „Það er farið að skilgreina öryggi í netheimum sem grundvallarþátt í öryggi samfélaga. Þetta er eiginlega sjálfsagður hlutur að reyna að hafa í lagi, eftir því sem frekast er kostur,“ segir Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 30.10.2010 06:30
Öll ráðuneytin eiga að fylgja stefnu Vísindaráðs Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra telur að stefna eigi að því að hlutfall opinberra fjármuna til rannsókna og þróunarstarfs fari að meira leyti í gegnum samkeppnissjóði en nú er gert. Hún segir það opinbera stefnu stjórnvalda og telur að öll ráðuneyti ættu að fylgja þeirri stefnu. 30.10.2010 06:00
Öryggi sundstaða aukið Ítarlegri kröfur um öryggiskerfi og laugargæslu eru gerðar í nýrri reglugerð um sundstaði sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur undirritað. 30.10.2010 05:00
Ísland vill óbreytta hlutdeild Íslensk stjórnvöld hafa það sem útgangspunkt í makrílviðræðunum við Norðmenn, Evrópusambandið og Færeyinga, að hlutdeild Íslands í veiðunum framvegis verði sú sama og í sumar, eða sautján prósent af veiðistofni. 30.10.2010 04:30
Orkusala þarf að vera tryggð Orkuveita Reykjavíkur (OR) gerir ekki ráð fyrir framkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun í fjárhagsáætlun næsta árs. Ráðgert var að orka þaðan, alls um 90 MW, yrði nýtt til að knýja fyrirhugað álver í Helguvík. 30.10.2010 04:15
Kynna klasa í jarðvarmageira Dr. Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla og einn helsti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, sækir landið heim eftir helgi. Hann kom hingað síðast árið 2006. 30.10.2010 04:00
Hver fræðir um orkumálin? Fulltrúar minnihluta sjálfstæðismanna og VG í borgarráði vilja svör um möguleg viðbrögð Reykjavíkurborgar við því að fræðslu- og ferðaþjónustuverkefni Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið aflögð. Mikill safnkostur liggi undir skemmdum ef ekkert verði aðhafst. 30.10.2010 03:30
Fyrrverandi þingmenn vilja á stjórnlagaþing Fimm fyrrverandi þingmenn og ráðherrar gefa kost á sér til stjórnlagaþings. Fyrr í dag var birtur listi með nöfnum frambjóðenda til stjórnlagaþings en kosið verður laugardaginn 27. nóvember. 29.10.2010 21:44