Bílasala glæðist Höskuldur Kári Schram skrifar 30. október 2010 18:34 Sala á nýjum bifreiðum hefur verið að aukast. Formaður Bílgreinasambandsins telur botninum sé náð og að bílasala muni aukast um allt að 40 prósent á næsta ári. Bílamarkaðurinn hefur farið mjög illa út úr kreppunni og nánast hrundi á síðasta ári. Árið 2005 var eitt það besta í sögunni en þá keyptu íslendingar rúmlega 18 þúsund nýja fólksbíla. Í fyrra seldust rétt rúmlega tvö þúsund bílar en salan hefur hins vegar verið að aukast á þessu ári. Það var talað um það í fyrra að markaðurinn hefði hrunið, er botninum náð? „Við erum alveg sannfærðir um það að botninum er náð og botninn var í fyrra. Það verður ekki aftur svo að við séum að skrá hér rétt rúmlega tvö þúsund bíla," segir Sverrir V. Hauksson formaður Bílgreinasambandsins. Það eru þó ekki einstaklingar sem hafa verið að kaupa nýja bíla í ár heldur einkum fyrirtæki og þá helst bílaleigufyrirtæki. „Það er svona meginhlutinn af því sem er að gerast núna. Hlutfall fyrirtækja á móti einstaklingum í skráningu þessa árs er miklu miklu hærra heldur en í svona normal ári, þegar við horfum til áranna 2004, 5 og 6. Þá var miklu hærra hlutfall af skráðum fólksbílum á einstaklinga heldur en er núna." Sverrir telur að salan í ár fari upp í þrjú þúsund bíla og reiknar með frekari aukningu á næsta ári. „Spár bílaumboðanna sem ég hef heyrt, þær liggja svona á bilinu þrjú til fimm þúsund bílar. Ég gæti trúað að markaðurinn muni liggja einhversstaðar þarna á milli, svona kringum fjögur þúsund bíla fjögur til fimm þúsund bílar í besta falli." Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Sala á nýjum bifreiðum hefur verið að aukast. Formaður Bílgreinasambandsins telur botninum sé náð og að bílasala muni aukast um allt að 40 prósent á næsta ári. Bílamarkaðurinn hefur farið mjög illa út úr kreppunni og nánast hrundi á síðasta ári. Árið 2005 var eitt það besta í sögunni en þá keyptu íslendingar rúmlega 18 þúsund nýja fólksbíla. Í fyrra seldust rétt rúmlega tvö þúsund bílar en salan hefur hins vegar verið að aukast á þessu ári. Það var talað um það í fyrra að markaðurinn hefði hrunið, er botninum náð? „Við erum alveg sannfærðir um það að botninum er náð og botninn var í fyrra. Það verður ekki aftur svo að við séum að skrá hér rétt rúmlega tvö þúsund bíla," segir Sverrir V. Hauksson formaður Bílgreinasambandsins. Það eru þó ekki einstaklingar sem hafa verið að kaupa nýja bíla í ár heldur einkum fyrirtæki og þá helst bílaleigufyrirtæki. „Það er svona meginhlutinn af því sem er að gerast núna. Hlutfall fyrirtækja á móti einstaklingum í skráningu þessa árs er miklu miklu hærra heldur en í svona normal ári, þegar við horfum til áranna 2004, 5 og 6. Þá var miklu hærra hlutfall af skráðum fólksbílum á einstaklinga heldur en er núna." Sverrir telur að salan í ár fari upp í þrjú þúsund bíla og reiknar með frekari aukningu á næsta ári. „Spár bílaumboðanna sem ég hef heyrt, þær liggja svona á bilinu þrjú til fimm þúsund bílar. Ég gæti trúað að markaðurinn muni liggja einhversstaðar þarna á milli, svona kringum fjögur þúsund bíla fjögur til fimm þúsund bílar í besta falli."
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira