Innlent

Fyrrverandi þingmenn vilja á stjórnlagaþing

Jónína Bjartmarz átti sæti á Alþingi á árunum 2000-2007. Hún var umhverfisráðherra 2006-2007.
Jónína Bjartmarz átti sæti á Alþingi á árunum 2000-2007. Hún var umhverfisráðherra 2006-2007.
Fimm fyrrverandi þingmenn og ráðherrar gefa kost á sér til stjórnlagaþings. Fyrr í dag var birtur listi með nöfnum frambjóðenda til stjórnlagaþings en kosningarnar fara fram laugardaginn 27. nóvember.

Mun fleiri karlmenn en konur bjóða sig fram og eru 364 karlar og 159 konur í framboði. Þá koma 410 frambjóðendur af höfuðborgarsvæðinu en 113 koma af landsbyggðinni.

Meðal frambjóðenda eru Jónína Bjartmarz fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, Júlíus Sólnes fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Borgaraflokksins, Katrín Fjeldsted fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Örn Haraldsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Þórhildur Þorleifsdóttir fyrrverandi þingmaður Kvennalistans.


Tengdar fréttir

Ljóst hverjir bjóða sig fram til stjórnlagaþings

Birtur hefur verið listi með nöfnum frambjóðenda til stjórnlagaþings. Landskjörstjórn lauk yfirferð sinni yfir framkomin framboð í vikunni. Frambjóðendum hefur verið raðað í starfrófsröð en fyrsta nafn í röðinni var valið að handahófi í viðurvist sýslumannsins í Reykjavík. Enn fremur var frambjóðendum úthlutað auðkennistölu í viðurvist sýslumanns í Reykjavík, sem kjósendur færa á kjörseðil í kosningunum. Á listanum koma fram upplýsingar um nöfn frambjóðenda og auðkennistölu, svo og starfsheiti þeirra og sveitarfélag þar sem þeir eru búsettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×