Innlent

Kynna klasa í jarðvarmageira

Michael Porter
Michael Porter

Dr. Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla og einn helsti fræðimaður heims á sviði stefnumótunar og samkeppnis­hæfni þjóða, sækir landið heim eftir helgi. Hann kom hingað síðast árið 2006.

Næsta mánudag kynnir Porter á ráðstefnu í Háskólabíói nýja rannsókn sem unnin var undir forystu hans á klasamyndun í íslenskum jarðvarmageira. Erindi hans nefnist: Icelandic Geothermal: Turning the Cluster into an engine of renewed Icelandic growth.

Dagskrá er að finna á www.icelandgeothermal.is. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×