Innlent

Bangsinn lenti í bílslysi - var ekki í belti

Rúmlega 300 bangsar voru læknaðir á Bangsaspítalanum í dag en þangað gátu börn mætt með fársjúka bangsa sína. Einn lenti í flugslysi en flestir höfðu hlotið beinbrot, auk þess sem magapína var algeng.

Það var Lýðheilsufélag læknanema sem stóð fyrir Bangsaspítalanum en algengustu kvillarnir voru eyrnabólga, kvef, beinbrot og magapína.

Eitt bráðatilvik kom upp þegar Lúlli löggubangsi kom í fylg tveggja lögreglumanna, en Lúlli hafði lent í árekstri og var ekki með bílbelti og því mikið slasaður. Lúlli var í öruggum höndum bangsalæknis og var læknaður á staðnum.

Öll börn fengu gefins krakka ómega perlur (lýsisperlur) á meðan byrgðir entust. Boðið var upp á andlitsmálningu, fræðslu og leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×