Innlent

Hver fræðir um orkumálin?

Rafstöðin við Elliðaðaár. Safnkostur Orkuveitunnar er víða.
Rafstöðin við Elliðaðaár. Safnkostur Orkuveitunnar er víða.

Fulltrúar minnihluta sjálfstæðismanna og VG í borgarráði vilja svör um möguleg viðbrögð Reykjavíkur­borgar við því að fræðslu- og ferðaþjónustuverkefni Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið aflögð. Mikill safnkostur liggi undir skemmdum ef ekkert verði aðhafst.

Lokun gestamóttöku í Hellisheiðarvirkjun geti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna. Huga þurfi að varðveislu safnkosts í Elliðaárdalnum. „Að sama skapi þarf að gera ráðstafanir til að tryggja að áfram geti innlendir og erlendir ferðamenn kynnt sér jarðvarmaverkefnin í kringum höfuðborgar­svæðið,“ segir í bókun fulltrúanna. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×