Fjórir látnir í banaslysum erlendis á rúmri viku 30. október 2010 16:48 Fjórir Íslendingar hafa látist af slysförum erlendis á rúmri viku. Ungt par lést í Tyrklandi, tuttugu og níu ára karlmaður lést í Lettlandi og í gærkvöldi lést 23 ára gamall maður í Noregi.Kraftaverkabarnið í Tyrklandi Á miðvikudaginn 20. október lést ungt par í hörmulegu bílslysi í Tyrklandi. Parið hafði verið á ferðalagi í Tyrklandi en talið er að þau hafi misst stjórn á bifreið sem þau óku og lent framan á sendiferðabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Mikil riging var á svæðinu þegar slysið varð. Sex mánaða gamall drengur parsins var með þeim í för og slapp hann ómeiddur. Mikið var fjallað um hann í tyrkneskum fjölmiðlum og fóru skyldmenni út til Tyrklands til að sækja piltinn. Hann var kallaður „Kraftaverkabarnið" í þarlendum fjölmiðlum. Þau sem létust í Tyrklandi hétu Jóhann Árnason, fæddur árið 1985, og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, fædd 1976.Lést af slysförum í Lettlandi Íslenskur karlmaður lést í Lettlandi á föstudaginn fyrir viku, 22. október. Slysið varð snemma morguns þegar maðurinn fór inn í spennustöð í gamla bænum í Riga. Ekki er vitað afhverju dyr spennustöðvarinnar voru opnar en þær eiga að vera lokaðar samkvæmt öryggisreglum í landinu. Niðamyrkur var þegar Íslendingurinn var þarna á ferð og ólíklegt að hann hafi vitað hvert hann var kominn eða í hvers konar hættu hann hafði komið sér í. Málið er enn í rannsókn í Lettlandi. Maðurinn hét Árni Freyr Guðmundsson og var fæddur árið 1981.Lenti fyrir lest í Noregi Í gærkvöldi lést tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur eftir að hann varð fyrir lest í bænum Drammen í Noregi. Maðurinn var einn á ferð þegar slysið varð og rannsakar lögreglan ennþá málið. Ekki er talið að um sjálfsvíg sé að ræða. Talið er að hann hafi látist samstundis. Lestin sem maðurinn lenti fyrir er svokölluð flugvallalest sem keyrir á milli flugvallarins í Drammen og Brakeröya stöðvarinnar, þar sem slysið varð. Íslendingurinn var búsettur rétt fyrir utan Drammen en var staddur í samkvæmi í grennd við slysstaðinn skömmu áður og telur lögregla að hann hafi verið á heimleið. Slysið varð um klukkan hálf eitt en engin vitni voru að atvikinu að lestarstjóranum undanskildum. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Fjórir Íslendingar hafa látist af slysförum erlendis á rúmri viku. Ungt par lést í Tyrklandi, tuttugu og níu ára karlmaður lést í Lettlandi og í gærkvöldi lést 23 ára gamall maður í Noregi.Kraftaverkabarnið í Tyrklandi Á miðvikudaginn 20. október lést ungt par í hörmulegu bílslysi í Tyrklandi. Parið hafði verið á ferðalagi í Tyrklandi en talið er að þau hafi misst stjórn á bifreið sem þau óku og lent framan á sendiferðabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Mikil riging var á svæðinu þegar slysið varð. Sex mánaða gamall drengur parsins var með þeim í för og slapp hann ómeiddur. Mikið var fjallað um hann í tyrkneskum fjölmiðlum og fóru skyldmenni út til Tyrklands til að sækja piltinn. Hann var kallaður „Kraftaverkabarnið" í þarlendum fjölmiðlum. Þau sem létust í Tyrklandi hétu Jóhann Árnason, fæddur árið 1985, og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, fædd 1976.Lést af slysförum í Lettlandi Íslenskur karlmaður lést í Lettlandi á föstudaginn fyrir viku, 22. október. Slysið varð snemma morguns þegar maðurinn fór inn í spennustöð í gamla bænum í Riga. Ekki er vitað afhverju dyr spennustöðvarinnar voru opnar en þær eiga að vera lokaðar samkvæmt öryggisreglum í landinu. Niðamyrkur var þegar Íslendingurinn var þarna á ferð og ólíklegt að hann hafi vitað hvert hann var kominn eða í hvers konar hættu hann hafði komið sér í. Málið er enn í rannsókn í Lettlandi. Maðurinn hét Árni Freyr Guðmundsson og var fæddur árið 1981.Lenti fyrir lest í Noregi Í gærkvöldi lést tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur eftir að hann varð fyrir lest í bænum Drammen í Noregi. Maðurinn var einn á ferð þegar slysið varð og rannsakar lögreglan ennþá málið. Ekki er talið að um sjálfsvíg sé að ræða. Talið er að hann hafi látist samstundis. Lestin sem maðurinn lenti fyrir er svokölluð flugvallalest sem keyrir á milli flugvallarins í Drammen og Brakeröya stöðvarinnar, þar sem slysið varð. Íslendingurinn var búsettur rétt fyrir utan Drammen en var staddur í samkvæmi í grennd við slysstaðinn skömmu áður og telur lögregla að hann hafi verið á heimleið. Slysið varð um klukkan hálf eitt en engin vitni voru að atvikinu að lestarstjóranum undanskildum. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira