Innlent

Norðurlandaráðsþing sett í Reykjavík á þriðjudag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Hjörvar er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Mynd/ GVA.
Helgi Hjörvar er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Mynd/ GVA.
Norðurlandaráðsþing 2010 verður sett á Grand hótel í Reykjavík klukkan hálfþrjú á þriðjudaginn og mun standa yfir fram á fimmtudag. Á þinginu munu koma saman forsætisráðherra og þingmenn frá öllum norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðunum.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs skipa Helgi Hjörvar, sem er formaður, Álfheiður Ingadóttir, Ásmundur Einar Daðason, Bjarni Benediktsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Siv Friðleifsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×