Innlent

Slitastjórn Glitnis verði vikið frá

Nokkrum starfsmönnum Íslandsbanka ofbauð framferði starfsmanna slitastjórnar Glitnis. Steinunn Guðbjartsdóttir er formaður slitastjórnarinnar.
Nokkrum starfsmönnum Íslandsbanka ofbauð framferði starfsmanna slitastjórnar Glitnis. Steinunn Guðbjartsdóttir er formaður slitastjórnarinnar. Mynd/GVA
Fyrrverandi starfsmaður Glitnis hefur sent formlega kvörtun til dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur yfir vinnubrögðum slitastjórnar Glitnis við skýrslutöku á hennar vegum. Hefur maðurinn, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni, krafist þess að slitastjórnarmönnuum verði vikið frá og aðrir skipaðir í þeirra stað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur áður fjallað um að starfsmenn Íslandsbanka hafi kvartað undan hótunum slitastjórnarinnar í þeirra garð, en stjórn Íslandsbanka sá sig knúna til að ræða málið og beina tilmælum til stjórnenda Íslandsbanka vegna þess. Var starfsmönnum Íslandsbanka í kjölfarið gerð grein fyrir því að skýrslutaka hjá Glitni hefði ekki áhrif á störf þeirra hjá bankanum.






Tengdar fréttir

Íslandsbanki kvartaði til FME vegna hótana slitastjórnar Glitnis

Slitastjórn Glitnis hótaði starfsmönnum Íslandsbanka uppsögn ef þeir yrðu ekki samvinnuþýðir við skýrslutöku í yfirheyrsluherbergi slitastjórnarinnar. Málið var rætt innan stjórnar Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um þetta þar sem um ólöglegt athæfi er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×