Innlent

Sérhæfðaþjónustu á að veita í Reykjavík og á Akureyri

Mynd/GVA
Læknaráð Landspítala telur skynsamlegt að veita sérhæfða sjúkrahúsaþjónustu á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ráðið fagnar þeirri framtíðarstefnu sem heilbrigðisyfirvöld hafa markað og snýst um að draga úr sérhæfðri sjúkrahúsaþjónustu á landsbyggðinni en efla í stað þess heilsugæslu og aðra grunnþjónustu.

Á fundi læknaráðsins í gær var fjallað um þjónustu og rekstur spítalans í kjölfar hins mikla niðurskurðar sem hann hefur tekið á sig undanfarin ár, líkt og það er orðið í tilkynningu.

Ráðið telur að umrædd framtíðarstefnu heilbrigðisyfirvalda vera í samræmi við þá framþróun sem orðið hefur í læknisfræði undanfarna áratugi. „Sérhæfðari og flóknari rannsóknir og aðgerðir er hagkvæmast og öruggast að veita á fáum stöðum," segir í ályktun læknaráðs spítlans.

Læknaráðið segir mikilvægt þegar mörkuð sé framtíðarstefna í viðkvæmum málaflokkum að náðið samráð sé haft við fagaðila.

Í ályktuninni segir einnig að undanfarin þrjú ár hafi fjárveitingar til Landspítalans dregist saman um 6,5 milljarða eða um 20% að raungildi. „Meira en 600 starfsmenn hafa hætt störfum og álag hefur aukist, en ýmsar starfsemisbreytingar hafa þó skilað árangri. Læknaráð lýsir áhyggjum af því hvaða áhrif áframhaldandi niðurskurður getur haft á starfsemi Landspítalans og íslenska heilbrigðiskerfið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×