Innlent

Samiðn: Hægt gengur að ná lausnum fyrir hina skuldsettu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Finnbjörn Hermannsson er formaður Samiðnar.
Finnbjörn Hermannsson er formaður Samiðnar.
Samiðn varar eindregið við hugmyndum um almennar niðurfærslur skulda sem fela það í sér að lífeyrisþegar þurfa að bera stærstan hluta kostnaðarins. Þetta kemur fram í ályktun Kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem var haldin á Grand hótel í dag. Bendir Samiðn á að flestir almennu sjóðirnir hafa neyðst til að skerða réttindi sjóðsfélaga á sama tíma og lög kveða á um að opinberu sjóðunum skuli bætt tapið.

Þá lýsir Samiðn miklum vonbrigðum með hvað hægt hefur gengið að finna ásættanlegar lausnir fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki. Telur Samiðn að hægt gangi að fá niðurstöðu varðandi gengistryggð lán og hvernig það svigrúm til lækkunar skulda sem varð til við yfirfærslu frá eldri bönkunum til þeirra nýju hefur verði nýtt.

Samiðn segir að langvarandi óvissa dragi kjarkinn og kraftinn úr þjóðinni til að takast á við þau krefjandi verkefni sem við blasi og snúa vörn í sókn og hefja endurreisn íslensks efnahagslífs. Hver mánuður sem fari í bið auki á vanda þjóðarinnar og skerði lífskjörin í landinu til langrar framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×