Innlent

Fjárheimildir hafa lækkað átta ár í röð

Karen Kjartansdóttir skrifar
Fjárheimildir til Landspítala hafa lækkað í átta ár eða frá árinu 2002. Á sama tíma hafa þær hins vegar vaxið á öðrum heilbrigðisstofnunum. Þetta kemur fram í tölum frá tölum frá Hagstofunni sem Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, fjallaði um í dag.

Mikið hefur verið rætt um fyrirhugaðan niðurskurð á sjúkrastofnunum á landsbyggðinni að undanförnu. Meðal annars hefur því verið haldið fram að verið sér að skera niður á landsbyggðinni til að vernda Landspítalann á höfuðborgarsvæðinu. Þetta þykir Birni ómakleg umræða sem eigi ekki rétt á sér sé litið á tölur frá Hagstofu Íslands um fjárframlög til sjúkrastofnanna.



Hann bendir á að frá því að ráðist var í niðurskurð á Spítalanum af fullum krafti hafi starfsmönnum fækkað um 627 manns eða 330 stöðugildi.

Hann segir að í ljósi þess að enn sé boðaður niðurskurður á Landspítalanum, ofan á hækkanir á orku og aðföngum, sé ljóst að enn muni fleiri starfsmenn missa vinnuna eða allt að 60 til 80 manns til viðbótar.

Með þessu áframhaldi sé ljóst að einhverjum deildum verði að loka. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um slíkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×