Innlent

Stjórnarþingmaður: Líf stjórnarinnar í höndum sérfræðinganefndar

Þráinn Bertelsson, þingmaður VG.
Þráinn Bertelsson, þingmaður VG. Mynd/GVA
Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, segir líf ríkisstjórnarinnar vera í höndum sérfræðinganefndar sem hefur tekið til starfa. Falli niðurstöður nefndarinnar ekki í kramið hjá almenningi verða tunnumótmælin svokölluðu endurtekin.

Undanfarna daga hefur stíft verið fundað um útreikninga og hugmyndir varðandi lausn á vanda skuldugara heimila. Ríkisstjórnin skoðar nú blandaða leið til að mæta vanda skuldugustu heimilanna en almenn niðurfærsla lána virðist út af borðinu. Sérfræðingar hafa verið fengnir til að reikna út kostnað við nokkrar leiðir. Forsætisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að svo mikil andstaða væri við tillögur um flata niðurfellingu að þær væru væntanlega út af borðinu.

„Núna hefur Jóhanna sett líf ríkisstjórnarinnar í hendur níu manna sérfræðinganefndar sem ég óska allra heilla. Ef að þær lausnir sem þessi sérfræðinganefnd kemur kemur fellur ekki í kramið hjá þjóðinni þá mun sagan endurtaka sig," sagði Þráinn í þættinum Vikulokum á Rás 1 í dag og vísaði til mótmælanna á Austurvelli í byrjun mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×