Innlent

Þjóðfundur fullmannaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þúsundasti þátttakandinn hefur staðfest komu sína. Mynd/ Stefán.
Þúsundasti þátttakandinn hefur staðfest komu sína. Mynd/ Stefán.
Þúsundasti þátttakandinn staðfesti komu sína á Þjóðfund um stjórnarskrá Íslands klukkan hálffjögur í dag. Þar með er fundurinn fullmannaður og er vonast til þess að ekki verði mikið um forföll.

Þjóðfundurinn verður haldinn laugardaginn 6. nóvember næstkomandi í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá þar sem gætt var að eðlilegri skiptingu þeirra eftir búsetu og kyni. Á næstu dögum munu allir þátttakendur fá sent bréf ásamt stjórnarskrá lýðveldisins.

Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðfundi eru jafnmargar konur skráðar á fundinn og karlar. Aldur gesta endurspeglar aldursdreifingu í landinu. Elsti þátttakandi á Þjóðfundi er fæddur 1921, en 14 eru fæddir fyrir árið 1930. Yngstu gestirnir eru fæddir 1992.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×