Innlent

Vilja fangelsi á gamla varnarsvæðinu

Frá gamla varnarsvæðinu.
Frá gamla varnarsvæðinu.
Vinstri grænir á Suðurnesjum fagna nýtilkomnum samningi þar sem ríkið leggur fram fé til að efla samvinnu fyrirtækja á Suðurnesjum um að þróa ný atvinnutækifæri. Félagsfundur Vinstri grænna á svæðinu hvetur atvinnurekendur á Suðurnesjum til að taka höndum saman um að efla atvinnulífið, eins og það er orðað.

„Fundurinn skorar á stjórnvöld að taka þegar í stað ákvörðun um að flytja hingað til Suðurnesja Landhelgisgæsluna og starfsemi henni tengda, þar sem húsnæði bíður nánast tilbúið. Jafnframt að horft verði til Suðurnesja með uppskipunar- og útskipunarhöfn vegna strandsiglinga. Einnig verði skoðað húsnæði á Ásbrú fyrir nýtt fangelsi enda hljóti að sparast fé verði sú leið valin," segir í ályktun sem félagsfundurinn samþykkti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×