Fleiri fréttir

Gillz: „Ég elska konur og hef alltaf gert - mamma mín er kona!“

„Daginn eftir tók ég færsluna út og baðst afsökunar enda grófur einkahúmor þarna á ferð. Það mál var afgreitt þá og skil ekki tilganginn að vera að rifja þetta upp núna. Mér er líka gróflega misboðið að þessar konur skuli segja að ég hafi verið að hvetja til nauðgana. Að þær skuli lesa það út úr þessum vitleysisgangi er út hött og í raun ekki svaravert,“ segir Egill Einarsson, oft kallaður Gillzenegger.

Mörður vill rannsókn á stuðningi við Íraksstríðið

Ákvörðun um stuðning Íslands við innrásina í Írak, virðist hafa verið æ geggjaðri eftir því sem meira kemur fram, segir Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði rannsakað ofan í kjölinn. Aðdragandinn var lengri en áður hefur verið talið. Það sýna skjöl sem hafa komið í leitirnar í utanríkisráðuneytinu.

Kvennafrí: Gengið gegn misrétti

"Konur, hittumst á Lækjartorgi kl. 2. Framkvæmdanefnd um kvennafrí." Hún lét ekki mikið yfir sér, auglýsingin sem þulurinn las fyrir hádegisfréttatíma útvarpsins, föstudaginn 24. október árið 1975. Þessi hógværa hvatning var þó lokahnykurinn á einum stærsta viðburði hér á landi á síðustu öld.

Borgarstjórinn í einangrun: Byrjaður að segja brandara á ný

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, er enn í einangrun á Landspítalanum en hann fékk sýkingu í sár sem myndast hafði á handlegg hans, rétt fyrir ofan húðflúr sem hann fékk sér nýlega. Húðflúrið er mynd af skjaldamerki Reykjavíkur en sýkinginuna fékk hann þegar hann var staddur í Svíþjóð.

Jóhanna hættir eftir hádegi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf klukkan 14.25 og hvetur hún konur sem starfa í forsætisráðuneytinu til að gera slíkt hið sama. Í bréfi sem Jóhanna sendi samstarfsfólki sínu segir: „Kæra samstarfsfólk! Kvennafrídagurinn á Íslandi er einstakur á heimsvísu og hefur vakið verðskuldaða athygli í öðrum löndum.

Velmegun ríkja mæld - Ísland í tólfta sæti

Ísland er í tólfta sæti þegar velmegun ríkja er mæld, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem birt verður á morgun í Bretlandi. Skýrslan er gerð árlega og raðar hún ríkjum heimsins á lista og notar til þess ýmsa mælikvarða. Ánægja landsmanna, ríkidæmi og traust til stofnana er meðal annars notað til þess að reikna velmegun í hverju landi fyrir sig.

Gnarr um Burns: Meira hjarta minna kjaftæði

Jón Gnarr borgarstjóri sendi hvatningarorð til bandaríska borgarfulltrúans Joel Burns sem hélt tilfinningaþrungna ræðu um öldu sjálfsmorða samkynhneigðra pilta. Ræðuna hélt Burns á borgarstjórarfundi í heimabæ sínum, Fort Worth í Texas, fyrr í þessum mánuði og vakt heimsathygli.

Vilja aðgang að meintum leynigögnum í níumenningamálinu

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður fjögurra af níu einstaklingum, sem hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að ráðast á Alþingi, krafðist þess í fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að fá aðgang að meintum leynigögnum um málið.

Oddný: Ég hef skömm á viðbrögðum biskups

Oddnýju Sturludóttur, formanni menntaráðs Reykjavíkur, er misboðið vegna ræðu séra Karls Sigurbjörnssonar biskups um helgina þar sem hann sagði bann við trúboði í leik- og grunnskólum stuðla að „fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð."

Alda Hrönn verður saksóknari hjá ríkislögreglustjóra

Dómsmálaráðherra hefur sett Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, staðgengil lögreglustjórans á Suðurnesjum, í embætti saksóknara hjá ríkislögreglustjóra frá og með 25. október 2010 vegna leyfis skipaðs saksóknara Helga M. Gunnarssonar.

Varað við stormi

Veðurstofan spáir að það geri storm á suðvestanverðu landinu og á miðhálendinu undir hádegi með vindstyrk upp á 15 til 23 metra á sekúndu og rigningu, en sumstaðar slyddu á hálendi.

Brutust inn í golfskála á Akureyri

Brotist var inn í golfskálann að Jaðri á Akureyri í nótt og þaðan stolið einhverjum verðmætum. Grunur beindist strax að tveimur mönnum, sem áður hafa gerst brotlegir við lög, og fundust þeir á heimili annars þeirra.

Neitaði að afgreiða homma

Starfsmaður á skyndibitastaðnum Subway við Hringbraut neitaði að afgreiða viðskiptavin um helgina með þeim orðum að hann „afgreiddi ekki samkynhneigða“.

Undrast ofsafengin viðbrögð biskups vegna trúboðsbanns

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, oftúlkar tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um takmarkanir við aðgangi trúfélaga að skólastarfi í borginni. Þetta segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Henni finnst viðbrögðin ofsafengin.

Reyndi að ræna skartgripaverslun

Þjófur reyndi að brjótast inn í skartgripaverslun við Laugaveg í Reykjavík í nótt. Hann reyndi að brjóta þar rúðu, en hún var úr öryggisgleri og féll því ekki inn, en þjófavarnakerfi fór í gang og virðist hafa stökkt þjófnum á flótta, því hann var horfinn þegar lögreglu bar að.

Ekki gjá milli forystu og grasrótar innan VG

Steingímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna (VG), segir ekkert athugavert við áskorun sem lögð var fram á nýliðnu málefnaþingi. Þar var flokksforystan hvött til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB).

Borga skal sjúkraliðum fyrir akstur vegna vinnu

Sjúkraliðar á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Garðvangi í Garði eiga að fá greitt fyrir akstur til og frá vinnu búi þeir í nágrannasveitarfélögunum, segir Félagsdómur.

Einn flottasti bíllinn í Evrópu

Björgunarsveitirnar á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið í notkun nýjan stjórnstöðvarbíl sem ber heitið Björninn.

Öll sex ára börn fá frí merki

Skátahreyfingin dreifir endurskinsmerkjum á næstu dögum til allra 6 ára barna á höfuðborgarsvæðinu og í pósti til allra barna á landinu. Tilefnið er endurskinsmerkjaherferð Arion banka, Skátahreyfingarinnar, Umferðarstofu og ríkislögreglustjóra, Láttu ljós þitt skína.

Þingmaður telur starfsreglur hafa verið brotnar

Bankasýsla ríkisins braut starfsreglur um skilvirka og gagnsæja ferla við sölu á eigum Landsbankans til Arion, félags í eigu lífeyrissjóða, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks.

Konur styðji útlendar starfssystur

„Ég bið íslenskar konur um að styðja erlendar samstarfskonur sínar og hvetja þær á Kvennafrídaginn,“ segir Sabine Leskopf, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna.

Sláturbólan landlæg í kindum

„Þessi veirusýking sem kölluð er sláturbóla, smitast af lifandi sauðfé og af sláturdýrum,“ segir Katrín Andrésdóttir, héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis, sem kveðst hafa fengið staðfestingu á því að óvanalega mikið sé um þessa veirusýkingu í fólki þessa dagana.

Öryggi sjúklinga stefnt í hættu

Hjúkrunarráð Landspítala telur að boðaður niðurskurður í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 hafi neikvæð áhrif á þjónustu við sjúklinga og stofni öryggi þeirra í hættu.

Grasrót VG skoraði á flokksforystuna

Á málþingi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um utanríkismál sem fram fór um helgina var lögð fram áskorun,í nafni 100 kjósenda og félaga í VG, um að flokksforystan stöðvi yfirstandandi aðlögunarferli að ESB. Þeir sem standa að áskoruninni vilja að stefnu VG verði fylgt í orði og á borði. Þeir sem að áskoruninni standa segja að ekki hafi verið um eiginlega undirskriftasöfnun að ræða heldur sjálfsprottið framtak og fleiri nöfn hafi bæst í hópinn síðan að áskorunin var birt á föstudag.

Stofnandi Wikileaks treystir ekki íslenskum stjórnvöldum

Dagblaðið New York Times fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, treysti ekki Íslandi vegna mikilla tengsla stjórnvalda við bandarísk stjórnvöld. Þetta kemur fram í grein um Assange sem birtist á vef New York Times í gær.

Enginn aðgangsharðari en LÍN og skatturinn

Menntamálanefnd Alþingis ætlar að funda með forsvarsmönnum LÍN um innheimtuaðgerðir gagnvart skuldurum. Tilefnið er bréf sem að einstæð tveggja barna móðir sendi á alla Alþingismenn vegna stöðu sinnar sem skuldari.

Þyrla brotlenti á Esjunni

Lítil fisþyrla brotlenti á Esjunni um kvöldmatarleytið. Tveir menn voru um borð í þyrlunni. Þeir eru báðir komnir niður af fjallinu og eru óslasaðir samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Tildrög þess að þyrlan brotlenti eru ekki kunn. Gert er ráð fyrir að Landhelgisgæslan fljúgi yfir Esjuna í kvöld til að mynda vettvang óhappsins en aðstæður eru erfiðar vegna myrkurs.

Fréttir vikunnar: Beinskeyttur biskup og bensínstöð bjargað

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði við Visi á mánudaginn að það væri mikið áhyggjuefni hvernig komið væri fyrir umræðu um kynferðisbrot. „Ég tel það háalvarlegt mál að því sé haldið fram á opinberum vettvangi að embættismenn vinni markvisst gegn framgangi kynferðisbrota og að brotaþolum kynferðisbrota „sé ekki trúað" í réttarkerfinu sem sé ein „svikamylla"," sagði Valtýr þá.

Komst ekki niður úr Hafnarfjalli

Björgunarfélag Akraness og Björgunarsveitin Brák Akranesi sóttu í dag konu sem slasaðist á fæti á Hafnarfjalli þannig að hún komst ekki niður án hjálpar. Útkall barst um klukkan tvö en þá hafði vindhviða feykt konunni um koll þannig að hún meiddist á fæti. Mjög kalt og hvasst var á fjallinu, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Segir ómögulegt að Novator hefði getað hagnast á krónuhruni

Í minnisblaði sem bankaráðsmönnum Landsbankans var sent árið 2006 er fullyrt að Novator taki 50 milljarða skortstöðu í íslensku krónunni. Heiðar Már Guðjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Novators, segir þrátt fyrir það ljóst að Novator hefði aldrei getað hagnast á falli krónunnar.

Tillögur mannréttindaráðs hamla kennurum

Tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að banna heimsóknir nemenda í bænahús trúfélaga fela í sér skerðingu á möguleikum kennara í trúarbragðafræði til að beita fjölbreyttum kennsluháttum. Þetta segir í erindi sem stjórn Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði sendi Vísi.

Birgitta vill ekki blanda ESB saman við stjórnlagaþingskosningu

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er hætt við að vera meðflutningsmaður tillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um að kosið verði um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið samhliða því sem kosið verði til stjórnlagaþings.

Nafn mannsins sem lést í Lettlandi

Maðurinn sem lést í Lettlandi í fyrradag hét Árni Freyr Guðmundsson. Hann var fæddur árið 1981. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær varð slysið snemma morguns þegar Íslendingurinn fór inn í spennistöð í gamla bænum í Riga. Lögreglan rannsakar nú hvers vegna dyrnar að spennustöðinni voru opnar.

Breytingar á strætóferðum vegna kvennafrídagsins

Breytingar verða gerðar á akstri Strætó á morgun þegar að kvennafrídagurinn verður haldinn hátíðlegur. Búist er við að talsverður fjöldi fólks sæki hátíðahöldin og götum verður lokað í miðbæ Reykjavíkur vegna þeirra.

Gagnrýndi mannréttindaráð Reykjavíkurborgar harðlega

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, gagnrýnir harðlega tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur um að meina fulltrúum þjóðkirkjunnar samskipti við grunnskólabörn á skólatíma. Karl sagði í predikun í Hallgrímskirkju í morgun að kerfisbundið væri unnið að því að fela þá staðreynd að íslensk þjóðmenning væri byggð á kristindómnum.

Forsætisráðherra óskaði fimleikakonum til hamingju

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur sent kvennaliði Gerplu í hópfimleikum hamingjuóskir með framúrskarandi og einstæðan árangur á Evrópumótinu í hópfimleikum. Á mótinu, sem fram fór í Malmö í Svíþjóð um helgina, vann kvennalandslið Íslands til gullverðlauna.

Vilja uppboðsmarkað með eignir bankanna

Opinberum uppboðsmarkaði með eignir sem fjármálastofnanir hafa leyst til sín verður komið á fót, ef Alþingi samþykkir þingsályktunartillögu sem lögð var fram í vikunni.

Steingrímur er burðarásinn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er burðarás ríkisstjórnarinnar en situr uppi með flokk sem er alltaf að reyna að gera honum erfitt fyrir. Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, í Sprengisandi á Bylgunni í morgun.

Þrír væntanlega ákærðir á Suðurnesjum

Margt var um manninn í miðbæ Keflavíkur í nótt og var töluvert um pústra á milli manna að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Þrir menn gistu fangageymslur í bænum í nótt. Þeir mega allir búast við ákærum, tveir þeirra fyrir líkamsárásir en sá þriðji fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar.

Musso valt við Krossa

Musso bifreið valt á Ólafsfjarðarvegi gegnt bænum Krossar um fimmleytið í gær. Ökumaður bifreiðarinnar slasaðist ekki alvarlega en var fluttur á slysadeild til skoðunar. Vegagerðin segir að á Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og á Suð-Austurlandi sé víða nokkur hálka, hálkublettir og snjóþekja, einnig éljar norðanlands. Það er því betra að fara að öllu með gát.

Báru logandi sófa út úr íbúð

Eldur kviknaði i sófa í íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn voru húsráðendur búnir að bera logandi sófann út úr íbúðinni. Eldurinn læsti sig líka í veggklæðningu og var hann slökktur með duftslökkvitæki. Slökkviliðið reykræsti svo íbúðina. Þrír menn voru í íbúðinni þegar að eldurinn kom upp og voru þeir allir skoðaðir til að fyrirbyggja að þeir fengu reykeitrun.

Lottópotturinn gekk ekki út

Lottópotturinn gekk ekki út i kvöld og verður hann því tvöfaldur að viku liðinni. Lottótölurnar voru 6 15 16 22 24 og bónustalan var 11.

Sjá næstu 50 fréttir