Innlent

Öryggi sjúklinga stefnt í hættu

Boðaður niðurskurður mun skaða heilbrigðisþjónustuna til langframa, segir í ályktun ráðsins.
Boðaður niðurskurður mun skaða heilbrigðisþjónustuna til langframa, segir í ályktun ráðsins.

Hjúkrunarráð Landspítala telur að boðaður niðurskurður í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 hafi neikvæð áhrif á þjónustu við sjúklinga og stofni öryggi þeirra í hættu.

Þetta kemur fram í ályktun hjúkrunarráðs Landspítalans.

„Mikill niðurskurður hefur nú þegar verið á Landspítala síðustu tvö árin og hefur þurft að hagræða um rúmlega sex milljarða og enn er gerð krafa um niðurskurð á þessu ári,“ segir í ályktuninni. „Leitað hefur verið allra leiða til að hagræða í rekstri Landspítala bæði í innkaupum og rannsóknum ásamt því að starfsmönnum hefur fækkað um 12 prósent frá því í fyrra eða um 600 manns. Frekari niðurskurður á Landspítala er því ekki ásættanlegur.“- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×