Enginn réttur til að ganga út í Árborg - bæjarstjórinn þó í fríi 25. október 2010 12:02 Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri, eða raunar framkvæmdastjóri, Árborgar. Konur í sveitarfélaginu Árborg hafa engan rétt til að ganga út af vinnustöðum í tilefni Kvennafrídagsins. Þetta kom fram bréfi bæjarstjóra Árborgar sem sent var til leikskólastjóra í sveitarfélaginu. Þegar leikskólastjórar í Árborg leituðu eftir svörum um viðhorf Ástu Stefánsdóttur, bæjarstjóra sveitarfélagsins, við Kvennafrídeginum sendi hún þeim tölvubréf sem sagði að enginn réttur væri til þess að ganga út í tilefni dagsins. Fréttastofa leitaði eftir frekari svörum frá Árborg vegna málsins en fékk þau svör að Ásta væri í fríi í dag og væri ekkert annað að segja um málið. Vildu starfsmenn fá frí gætu þeir leitað eftir því eins og aðra daga en bæjaryfirvöld íhlutuðust ekki í þeim málum. Þeir leikskólastarfsmenn í sveitarfélaginu Árborg sem fréttastofa ræddi við kváðust undrandi fyrir þeim svörum sem bærust frá ráðhúsi Árborgar og þótti stefnan nokkuð á skjön við það sem gerðist í öðrum sveitarfélögum. Til dæmis má nefna að í Reykjavík hvatti Jón Gnarr borgarstjóri konur til að taka þátt í dagskrá Kvennafrídagsins. Í formlegu bréfi til kvennahreyfinganna benti hann á að konur hafa frá örófi alda búið við mismunun hvarvetna í heiminum. Misréttið hefur meðal annars endurspeglast í virðingarleysi, lægri launum og kynbundu ofbeldi gagnvart konum á öllum aldri og í öllum þjóðfélagsstigum. Hvatti hann stjórnendur til að gera sem flestum konum kleift að taka þátt í göngunni þar sem því verður komið við. Og hafa foreldrar barna í leikskólum Reykjavíkur verið beðnir um að sækja börnin sín fyrr þennan dag. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hvetur einnig konur til að taka þátt í dagskránni. Í tómstundaheimilinu Krakkakoti í Garðabæ ganga karlar í störfin í dag. Hjallastefnuleikskólar- og grunnskólar hvetja foreldra til að sækja börn sín snemma og til þess að taka þátt í dagskránni. Landsbankinn lokar öllum útibúum nema í Austurstræti í tilefni dagsins. Og áfram mætti lengi telja. Í ráðhúsi Árborgar var hins vegar sagt að sama stemning hefði ekki myndast fyrir deginum. Oddvitar minnihlutans, í Árborg úr Framsókn, Samfylkingunni og Vinstri hreyfingunni grænu framboði, sögðust heldur ekkert hafa um málið að segja. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Konur í sveitarfélaginu Árborg hafa engan rétt til að ganga út af vinnustöðum í tilefni Kvennafrídagsins. Þetta kom fram bréfi bæjarstjóra Árborgar sem sent var til leikskólastjóra í sveitarfélaginu. Þegar leikskólastjórar í Árborg leituðu eftir svörum um viðhorf Ástu Stefánsdóttur, bæjarstjóra sveitarfélagsins, við Kvennafrídeginum sendi hún þeim tölvubréf sem sagði að enginn réttur væri til þess að ganga út í tilefni dagsins. Fréttastofa leitaði eftir frekari svörum frá Árborg vegna málsins en fékk þau svör að Ásta væri í fríi í dag og væri ekkert annað að segja um málið. Vildu starfsmenn fá frí gætu þeir leitað eftir því eins og aðra daga en bæjaryfirvöld íhlutuðust ekki í þeim málum. Þeir leikskólastarfsmenn í sveitarfélaginu Árborg sem fréttastofa ræddi við kváðust undrandi fyrir þeim svörum sem bærust frá ráðhúsi Árborgar og þótti stefnan nokkuð á skjön við það sem gerðist í öðrum sveitarfélögum. Til dæmis má nefna að í Reykjavík hvatti Jón Gnarr borgarstjóri konur til að taka þátt í dagskrá Kvennafrídagsins. Í formlegu bréfi til kvennahreyfinganna benti hann á að konur hafa frá örófi alda búið við mismunun hvarvetna í heiminum. Misréttið hefur meðal annars endurspeglast í virðingarleysi, lægri launum og kynbundu ofbeldi gagnvart konum á öllum aldri og í öllum þjóðfélagsstigum. Hvatti hann stjórnendur til að gera sem flestum konum kleift að taka þátt í göngunni þar sem því verður komið við. Og hafa foreldrar barna í leikskólum Reykjavíkur verið beðnir um að sækja börnin sín fyrr þennan dag. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hvetur einnig konur til að taka þátt í dagskránni. Í tómstundaheimilinu Krakkakoti í Garðabæ ganga karlar í störfin í dag. Hjallastefnuleikskólar- og grunnskólar hvetja foreldra til að sækja börn sín snemma og til þess að taka þátt í dagskránni. Landsbankinn lokar öllum útibúum nema í Austurstræti í tilefni dagsins. Og áfram mætti lengi telja. Í ráðhúsi Árborgar var hins vegar sagt að sama stemning hefði ekki myndast fyrir deginum. Oddvitar minnihlutans, í Árborg úr Framsókn, Samfylkingunni og Vinstri hreyfingunni grænu framboði, sögðust heldur ekkert hafa um málið að segja.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira