Innlent

Báru logandi sófa út úr íbúð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldur kviknaði i sófa í íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn voru húsráðendur búnir að bera logandi sófann út úr íbúðinni. Eldurinn læsti sig líka í veggklæðningu og var hann slökktur með duftslökkvitæki. Slökkviliðið reykræsti svo íbúðina. Þrír menn voru í íbúðinni þegar að eldurinn kom upp og voru þeir allir skoðaðir til að fyrirbyggja að þeir fengu reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×