Innlent

Neitaði að afgreiða homma

Hallgrímur Hjálmarsson. Var neitað um afgreiðslu á Subway, klæddur í þessa bleiku skyrtu. fréttablaðið/vilhelm
Hallgrímur Hjálmarsson. Var neitað um afgreiðslu á Subway, klæddur í þessa bleiku skyrtu. fréttablaðið/vilhelm

Starfsmaður á skyndibitastaðnum Subway við Hringbraut neitaði að afgreiða viðskiptavin um helgina með þeim orðum að hann „afgreiddi ekki samkynhneigða“.

„Við komum þarna nokkur eftir starfsmannapartý, þar sem hafði verið bleikt þema. Afgreiðslumaðurinn horfir á mig meðan hann er að búa til samlokuna en síðan biður hann allt í einu samstarfskonu sína um að afgreiða mig og segir á ensku I dont serve gay people,“ segir Hallgrímur Hjálmarsson, sem lenti í þessu atviki á Subway.

„Ég spurði hann nú bara hvort honum þætti í lagi ef einhver kæmi svona fram við hann, en hann var greinilega af erlendu bergi brotinn,“ segir Hallgrímur.

Eftir að afgreiðslumaðurinn lét sig hverfa á bak við bað samstarfskona hans Hallgrím afsökunar og bauðst til að afgreiða hann. „Hún var mjög kurteis. Ég tók þessu svo sem með meiri ró en vinnufélagar mínir en við ákváðum samt að fara annað. Mér finnst í raun hneyksli að lenda í svona á Íslandi árið 2010.“

„Þetta er rétt,“ segir Gunnar Skúli Guðjónsson, framkvæmdastjóri Subway, þegar Fréttablaðið hafði samband við hann vegna málsins. Hann harmar atvikið og segir fyrirtækið hafa tekið á málinu. „Við höfum þegar sagt þessum starfsmanni upp störfum. Hann fær ekki að koma hingað inn á Subway aftur.“ - ratAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.