Innlent

Steingrímur er burðarásinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Baldvin segir að Steingrímur sé burðarásinn. Mynd/ Vilhelm.
Jón Baldvin segir að Steingrímur sé burðarásinn. Mynd/ Vilhelm.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er burðarás ríkisstjórnarinnar en situr uppi með flokk sem er alltaf að reyna að gera honum erfitt fyrir. Þetta sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, í Sprengisandi á Bylgunni í morgun.

„Það mæðir mest á honum. Hann fer sjaldnast með fleipur. Hann er sá sem er að fara í gegnum þennan hriklega andskotans niðurskurð. Að vísu of seint af því að það átti að byrja á því strax, en það er ekki honum einum að kenna. Síðan situr hann uppi með flokk sem er alltaf í hælunum á honum og er alltaf að reyna að gera honum eins erfitt fyrir og hugsast getur," sagði Jón Baldvin.

Jón Baldvin sagði einnig að það væri kaldhæðni örlaganna að Jóhanna Sigurðardóttir hefði helst á ferli sínum sem félagsmálaráðherra unnið að því að fá aukin útgjöld í ráðuneyti sitt. Hún hefði aldrei samþykkt niðurskurðakröfu á ráðuneyti sitt. Nú stæði hún sem forsætisráðherra frammi fyrir mesta niðurskurði sem ríkisstjórn hefði nokkru sinni staðið frammi fyrir.



Hlusta á viðtalið við Jón Baldvin Hannibalsson.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×