Innlent

Rúmlega milljarður tapaðist við gjaldþrot BT

Hagar keyptu vörumerki BT, lager og fleira af þrotabúinu.
Hagar keyptu vörumerki BT, lager og fleira af þrotabúinu.
Kröfur í bú BT verslana ehf. námu tæpum 1,2 milljörðum króna, samkvæmt Lögbirtingarblaðinu. Rúmlega milljarður tapaðist við gjaldþrotið.

133 milljónir greiddust upp í veðkröfur og 13 milljónir í forgangskröfur. Skiptakostnaður greiddist að fullu.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði félagið 4. nóvember 2008. BT verslanirnar voru í eigu Árdags sem fór fram á gjaldþrotaskipti í nóvember 2008.

Hagar keyptu vörumerki BT, lager og fleira af þrotabúinu.

Ekki náðist í Helga Jóhannesson skiptastjóra við vinnslu fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×