Innlent

Hvers vegna Æsufell?

Jón og Dagur í Æsufellinu í gær
Jón og Dagur í Æsufellinu í gær
Bæði Jón Gnarr og Dagur B. tengjast Æsufelli 4. Óskar Kristinsson, eini bróðir Jóns, hefur búið þar um margra ára skeið og voru kynningarmyndbönd Besta flokksins tekin á þaki blokkarinnar. Óskar var litla bróður sínum innan handar vegna fundarins í gær. Systir Jóns, sem búsett er í Noregi, var gestkomandi hjá Óskari þegar oddvitar flokkanna kynntu samstarfið.

Þá vann Dagur við að mála blokkina á menntaskólaárum sínum. Helstu ástæðuna fyrir fundarstaðnum sögðu þeir Jón og Dagur þá, að fyrstu verk nýrrar borgarstjórnar líti dagsins ljós í Breiðholti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×