Innlent

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík

Jón Gnarr verður næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem Besti flokkurinn og Samfylkingin hélt núna klukkan fimm á þaki fjölbýlishúss í Breiðholti.

Þar var einnig tilkynnt að Dagur B. Eggertsson verður formaður borgarráðs.

Jón sagði á fundinum að samstarf flokkanna væri enn í vinnslu og að engin ágreiningsmál hefði komið upp í viðræðunum sem hafa stað yfir í nokkra daga.

Nýi meirihlutinn tekur við 15. júní næstkomandi og ætla flokkarnir tveir að nota næstu vikur til að ræða við starfsfólk borgarinnar og vinna úr tillögum sem hafa komið inn á vefinn betrireykjavik.is .

Nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.


























Fleiri fréttir

Sjá meira


×