Innlent

Mikil svifryksmengun hefur ekki áhrif á flugsamgöngur

Mikil mengun hefur verið í kringum Eyjafjallajökul og á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil mengun hefur verið í kringum Eyjafjallajökul og á höfuðborgarsvæðinu.

Mikil svifryksmengun í Reykjavík og víðar hefur ekki áhrif á flugsamgöngur innanlands samkvæmt Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Isavia, sem sér um rekstur Reykjavíkurflugvallar. Hún segir að aðvörun hafi verið gefin út til flugmanna en mengunin trufli ekki samgöngur að ráði.

Flugvélar eru fljótar að komast upp fyrir svifrykið að sögn Hjördísar og því þarf ekki að skerða flugsamgöngur vegna mengunarinnar.

Svifryk berst sennilega að mestu leyti frá öskufallssvæðinu við Eyjafjallajökul. Ástæða er til að benda þeim á sem eru með viðkvæm öndunarfæri s.s. lungnasjúkdóma eða astma að forðast mikla útiveru í dag og ef til vill á morgun - en líkur eru á betri loftgæðum á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×