Innlent

Enn er fundað í Firðinum

Guðrún Ágústa
Guðrún Ágústa
„Við erum langt komin með málefnasamning og reiknum með að boða til félagsfundar í byrjun næstu viku," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði.

Meirihlutaviðræður hafa staðið yfir á milli Samfylkingar og VG eftir sveitarstjórnarkosningarnar fyrir viku.

Guðrún og Guðmundur Rúnar Árnason, oddviti Samfylkingar, hafa fundað um málefnasamning og var því spáð að málinu lyki fyrir helgi. Ekki liggur fyrir hver sest í bæjarstjórastólinn. „Þetta tekur alltaf lengri tíma," segir Guðrún. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×