Innlent

Boða til mótmæla á Ráðhústorginu

Hópur Akureyringa ætlar að koma saman á Ráðhústorginu klukkan tvö í dag og mótmæla aðgerðarleysi íslensku ríkisstjórnarinnar og alþjóðasamfélagsins í garð ofbeldis og kúgunar Ísraelsmanna á Gazasvæðinu, líkt Sóley Björk Stefánsdóttir einn skipuleggjanda mótmælanna orðar það.

„Ég von á góðri mætingu," segir Sóley. Hún segir ekki nóg að utanríkismálanefnd Alþingis og utanríkisráðherra fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna. Aðgerðir þeirra í morgun þegar hermenn réðust um borð í skip friðarsinna sem var á leið með birgðir til Gaza sýni það afar vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×