Fleiri fréttir Ekki stefnir í að listamenn sniðgangi Grímuna Ekkert bendir til að listamenn muni sniðganga Grímuverðlaunin í ár, þrátt fyrir umræðu um aðkomu ráðamanna að verðlaununum. Formaður stjórnar Grímuverðlaunanna segir engan ráðamann afhenda verðlaun að þessu sinni. 4.6.2010 12:20 Óprúttnir aðilar safna styrkjum í nafni Geðhjálpar Geðhjálp hefur undanfarna daga borist tilkynningar um að einhver eða einhverjir séu að hringja í fólk og bjóða því að styrkja ýmis málefni í nafni þeirra samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu frá sér. 4.6.2010 12:07 Samfylkingin í Kópavogi kynnir málefnasamning fyrir félagsmönnum Samfylkingin í Kópavogi hefur boðað til félagsfundar í Hamraborg klukkan fjögur í dag en þar verður málefnasamningur væntanlegs meirihluta kynntur. 4.6.2010 11:56 600 þúsund manns náðu í Íslandsmyndbandið Inspired by Iceland markaðsherferðin, sem hófst fyrir rúmum tveimur vikum, náði nýjum hæðum í gær í átakinu „Þjóðin býður heim“ en gær höfðu að minnsta kosti ein og hálf milljón smáskilaboða verið send og fimm milljónir Twitter skilaboða. 4.6.2010 11:26 Vodafone býður viðskiptavinum að hringja frítt Viðskiptavinum Vodafone býðst um helgina að hringja frítt úr heimilissímanum til útlanda, í tilefni af kynningarátaki Íslensku þjóðarinnar sem ætlað er að laða erlenda ferðamenn til Íslands. 4.6.2010 11:19 Vinstri grænir og Framsókn mynda meirihluta í Skagafirði Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf samkvæmt heimasíðu Feykis. 4.6.2010 10:07 Óku um bæinn og skemmdu bíla Þrír karlmenn voru handteknir í nótt en þeir höfðu ekið vítt og breytt um bæinn og skemmt bíla, meðal annars með exi. Talið er að þeir hafi skemmt samtals átta bíla en þeir gætu verið fleiri að sögn lögreglu. Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi og verða yfirheyrðir síðar í dag og þá kemur mögulega í ljós hvað þeim gekk til. 4.6.2010 08:41 Fjarðabyggð: Meirihluti myndaður Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur í Fjarðabyggð hafa náð saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar á kjörtímabilinu sem nú er að hefjast. Í tilkynningu segir að stjórnir og framboðslistar félaganna hafi samþykkt drög að málefnasamningi milli þessarar framboða. Hann verða fullgerður á næstu dögum og birtur opinberlega á heimasíðu sveitarfélagsins þegar ný bæjarstjórn tekur við á fyrsta fundi sínum þann 15.júní næstkomandi ásamt því að hann verður kynntur í endanlegri mynd innan framboðanna. 4.6.2010 08:15 Ákvarðana um orkuskipti brátt að vænta Á næstu vikum kunna að liggja fyrir tillögur um skattaívilnanir og hvata frá hinu opinbera til fólks og fyrirtækja sem vill færa sig yfir í vistvæn ökutæki, eða breyta ökutækjum sínum þannig að þau verði vistvænni. Starfshópurinn var kynntur á ráðstefnu um visthæfar samgöngur í Háskólanum í Reykjavík í gær. 4.6.2010 08:00 Stöðvaður með fölsuð skilríki á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvö ökumenn í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn sem ók drukkinn. Tveir gistu fangageymslur, annar þeirra tengist fyrrgreindum málum en í hinu tilfellinu er um að ræða útlending sem stöðvaður var við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli. Skilríki mannsins reyndust vera í ólagi og var hann því hnepptur í varðhald á meðan nánar er grennslast fyrir um hann. 4.6.2010 07:43 Fullar fangageymslur og annríki hjá lögreglu Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fullar eftir eftir erilsama vakt í borginni. Tveir menn voru handteknir eftir að þeir höfðu brotist inn í bíla í miðborginni og ein kona er í haldi en hún ók á tvær bifreiðar í Blesugróf fyrir miðnætti. Hún reyndist í mjög annarlegu ástandi af völdum lyfja og áfengis. 4.6.2010 07:10 Kópavogur: Nýr meirihluti kynntur í dag Nýr meirihluti í Kópavogi verður kynntur í dag samkvæmt heimdildum fréttastofu en fjórir flokkar, Samfylking, VG, Næst besti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa hafa fundað stíft frá kosningum á laugardag. 4.6.2010 07:06 Öryggi aukið vegna harðari brotamanna Öryggisbúnaður í fangelsum landsins hefur verið efldur verulega að undanförnu, þar sem harður hópur brotamanna afplánar nú refsingu í sumum þeirra, að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í lok síðustu viku var lokið við að setja upp svokallað Tetra-kerfi í öllum fangelsum landsins. 4.6.2010 07:00 Minna fjárlagagat en reiknað var með Útlit er fyrir að fjárþörf ríkisins á næsta ári verði tæpum tíu milljörðum minni en spáð hafði verið. Fjárlagagatið nemi rúmum 40 milljörðum króna, í stað tæpum 50 milljörðum. 4.6.2010 07:00 Hraðahindranir kosta Strætó 350 milljónir Strætó bs. gæti haldið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það“ ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. 4.6.2010 06:30 Vörur fyrir 732 milljónir fluttar inn frá Ísrael Íslendingar fluttu inn vörur frá Ísrael fyrir rúmar 732 milljónir króna á síðasta ári. Innflutningurinn hefur aukist síðustu ár. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands um utanríkisverslun. 4.6.2010 06:15 Fjármögnun banka skoðuð ESA, eftirlitsstofnun EFTA, kannar nú upplýsingar sem stjórnvöld hafa látið í té um endurfjármögnun ríkisbankanna, sem fram fór í fyrrasumar. 4.6.2010 06:00 Önnur ný býfluga til landsins Komið hefur í ljós að rauðhumla, ný hunangsfluga sem hefur numið land á Íslandi, er ekki ein á ferð. Í raun er um að ræða tvær líkar tegundir og hefur hin tegundin fengið nafnið ryðhumla. 4.6.2010 05:00 Skera upp herör gegn illgresinu Náttúrustofa Vesturlands hefur fengið sérfræðinga í landgræðslu til liðs við sig vegna fyrirhugaðra aðgerða gegn ágengum plöntum. Um samstarfsverkefni við Stykkishólmsbæ er að ræða. 4.6.2010 04:30 Dró úr klaki um 40% í tilraun Gosefni frá Eyjafjallajökli gætu haft neikvæð áhrif á niðurstöðu hrygningar hjá þorski undan Suðurlandi, samkvæmt rannsókn sem gerð var í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar í Grindavík. 4.6.2010 04:15 Segir að upplýsingum hafi verið leynt „Þetta er auðvitað stórmál,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arðsemiskröfu aðeins með gjaldskrárhækkun. 4.6.2010 04:00 Opnað í Blöndu og Norðurá Laxveiðitímabil sumarsins hefst á morgun með opnun Norðurár í Borgarfirði og Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu. 4.6.2010 03:00 Hjálmur bjargaði mannslífi Lögreglan á Selfossi segir að hjálmur hafi bjargað lífi 12 ára drengs á reiðhjóli sem ekið var á á Selfossi um hálffjögur leytið í dag. Drengurinn slapp við mar og eymsli. 3.6.2010 23:34 Einar: Skrýtið að heyra gagnrýni korteri eftir kosningar „Hann leit svo á að þessi barátta kæmi honum ekki við. Mér finnst skrýtið að heyra einhverja gagnrýni frá honum núna, korteri eftir kosningar," segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknar í Reykjavík. 3.6.2010 21:20 Guðríður: Þögn þangað til á morgun - bjartsýn á meirihlutasamstarf „Það er eiginlega bara þögn þangað til á morgun, það er bara svoleiðis,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún segir að flokkarnir hafi ákveðið að tjá sig ekkert um fundinn sem fór fram í dag. „Það mun koma niðurstaða í þetta á morgun.“ 3.6.2010 20:38 Síminn býður viðskiptavinum að hringja frítt til útlanda Síminn ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum sem eiga heimasíma að hringja án endurgjalds í vini og kunningja í útlöndum á laugardag og sunnudag. Þetta gerir Síminn til að vekja athygli á átakinu „Inspired by Iceland“ sem er markaðsátak íslenskra stjórnvalda og ferðaþjónustunnar á erlendum mörkuðum. 3.6.2010 22:51 Opið bréf til Jóns Gnarrs: AGS djókar aldrei Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavík, sendir Jóni Gnarr opið bréf í aðsendri grein á vefsíðunni svipan.is. 3.6.2010 22:04 Meintum þjófum á Akranesi sleppt Mennirnir fjórir sem lögreglan á Akranesi handtók á þriðjudag grunaða um að hafa brotist inn í liðlega 30 sumarbústaði hefur verið sleppt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi. Málið telst upplýst. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag er einnig laus. 3.6.2010 19:40 Þakkar snarræði leigubílsstjóra að hann sé á lífi Maður sem bjargaðist úr brennandi bíl á Reykjanesbraut í dag, eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Maðurinn þakkar snarræði leigubílstjóra sem kom honum til aðstoðar að hann sé enn á lífi. Bíll mannsins er gjörónýtur. 3.6.2010 19:04 Berjast gegn fóstureyðingum með bænum „Við biðjum, sama hvernig viðrar“. Þetta segja forsprakkar hóps sem hafa vikulega hist fyrir utan kvennadeild Landspítalans og beðið þess að fóstureyðingum linni. Árlega eru gerðar um og yfir 900 fóstureyðingar hér á landi. 3.6.2010 18:41 Fiskistofa í dulargervi Starfsmenn Fiskistofu beittu nýstárlegum aðferðum þegar þeir komu upp um löndunarsvindl á Suðureyri fyrr í vikunni. Þrír voru handteknir og er málið nú í höndum lögreglu. 3.6.2010 18:34 Dómur yfir haglabyssumanni mildaður Hæstiréttur mildaði sex ára fangelsisdóm yfir Birki Arnari Jónssyni, sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps þegar hann skaut á hurð vinnuveitanda kærustu hans á síðasta ári. Taldi Hæstiréttur hæfilegt að dæma manninn í fimm ára fangelsi. 3.6.2010 16:39 Engir ráðamenn afhenda Grímuna - Ólafur Ragnar áfram verndari Engir ráðamenn munu veita verðlaun á Grímunni samkvæmt Ásu Richardsdóttur, forseta Leiklistarsambandsins. Þetta var ákveðið af stjórn sambandsins í apríl að undangengnum fundi í fulltrúaráði. 3.6.2010 15:00 Lokka almenning til að breyta gengislánum í krónulán Fjármálastofnanir reyna að lokka fólk með gengislán yfir í krónulán meðan gjaldmiðillinn er í styrkingu. Þetta segir formaður hagsmunasamtaka heimilanna sem telur vinnubrögðin svívirðileg. 3.6.2010 18:35 Hæstiréttur sýknaði ríkið af kröfum Ölfuss Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið af kröfum sveitafélagsins Ölfuss. 3.6.2010 17:15 Dómur yfir Catalinu þyngdur um eitt ár Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Catalinu Ncogo í þriggja og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur hafði áður dæmt hana í tveggja og hálfs árs fangelsi í desember fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hæstiréttur þyngdi því dóminn um eitt ár. 3.6.2010 16:48 Kannabisræktandi handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í austurborginni í hádeginu gær samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. 3.6.2010 15:52 Dularfull hetja bjargaði manni úr alelda bíl „Hann óð bara inn í bílinn sem var orðinn alelda og dró manninn út,“ segir Guðmundur Sigtryggson sem varð vitni af því þegar leigubílstjóri aðstoðaði eldri mann út úr logandi bíl á Reykjanesbraut í dag. 3.6.2010 15:46 Flestir hálendisvegir lokaðir Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum hefur flestum hálendisvegum verið lokað og er allur akstur um þá bannaður, segir í frétt frá Vegagerðinni. Þar segir að greiðfært sé um allt land. 3.6.2010 15:40 Eftirlit með eftirvögnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í júnímánuði fylgjast sérstaklega með búnaði eftirvagna í umdæminu. Reynslan hefur sýnt að búnaði hjólhýsa, tjaldvagna og fellihýsa er á stundum ábótavant með tilheyrandi slysahættu. Ástandið hefur þó lagast síðustu ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 3.6.2010 15:34 Stúdentar ósáttir við breytingar á reglum LÍN Stúdentaráð Háskóla Íslands mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Formaður ráðsins segir að fulltrúar nemenda í stjórn sjóðsins hafi neitað að samþykkja breytingartillögurnar þar sem þær myndu hafa gríðarlega hagsmunaskerðingu fyrir stóran hluta námsmanna í för með sér. 3.6.2010 15:14 Franskt herskip til Íslands Á laugardaginn mun franska skipið Latouche-Tréville leggja að höfn í Reykjavík. Skipið, sem er kafbátaeftirlitsskip frá franska sjóhernum, mun vera við bakka í Sundahöfn til 8. júní. Viðkoma þess í Reykjavík er hluti af venjubundnum verkefnum þess á norðurslóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 3.6.2010 14:14 Listi Grindvíkinga: Vilji bæjarbúa virtur að vettugi Listi Grindvíkinga, nýtt óháð framboð, bauð öllum oddvitum í Grindavík að mynda samstjórn allra flokka í bæjarfélaginu en því var hafnað að sögn Kristínar Maríu Birgisdóttur oddvita framboðsins. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihluta í gærkvöldi. Hún segir að flokkarnir hafi virt vilja bæjarbúa að vettugi. 3.6.2010 13:40 Bættri afkomu OR ekki bara náð fram með hækkunum Fráfarandi meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins í Reykjavík segir engin ný tíðindi fólgin í því að gjaldskrár Orkuveitunnar þurfi að taka breytingum þegar horft er til næstu fimm ára. 3.6.2010 13:09 Segir Kredia ekki herja á 18 ára ungmenni Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri sms-lánafyrirtækisins Kredia, segir það rangt hjá framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna að Kredia hafi sent markpóst á 18 gömul ungmenni. Hið rétta sé að markpóstur var sendur til tvítugs fólks. 3.6.2010 13:05 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki stefnir í að listamenn sniðgangi Grímuna Ekkert bendir til að listamenn muni sniðganga Grímuverðlaunin í ár, þrátt fyrir umræðu um aðkomu ráðamanna að verðlaununum. Formaður stjórnar Grímuverðlaunanna segir engan ráðamann afhenda verðlaun að þessu sinni. 4.6.2010 12:20
Óprúttnir aðilar safna styrkjum í nafni Geðhjálpar Geðhjálp hefur undanfarna daga borist tilkynningar um að einhver eða einhverjir séu að hringja í fólk og bjóða því að styrkja ýmis málefni í nafni þeirra samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu frá sér. 4.6.2010 12:07
Samfylkingin í Kópavogi kynnir málefnasamning fyrir félagsmönnum Samfylkingin í Kópavogi hefur boðað til félagsfundar í Hamraborg klukkan fjögur í dag en þar verður málefnasamningur væntanlegs meirihluta kynntur. 4.6.2010 11:56
600 þúsund manns náðu í Íslandsmyndbandið Inspired by Iceland markaðsherferðin, sem hófst fyrir rúmum tveimur vikum, náði nýjum hæðum í gær í átakinu „Þjóðin býður heim“ en gær höfðu að minnsta kosti ein og hálf milljón smáskilaboða verið send og fimm milljónir Twitter skilaboða. 4.6.2010 11:26
Vodafone býður viðskiptavinum að hringja frítt Viðskiptavinum Vodafone býðst um helgina að hringja frítt úr heimilissímanum til útlanda, í tilefni af kynningarátaki Íslensku þjóðarinnar sem ætlað er að laða erlenda ferðamenn til Íslands. 4.6.2010 11:19
Vinstri grænir og Framsókn mynda meirihluta í Skagafirði Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf samkvæmt heimasíðu Feykis. 4.6.2010 10:07
Óku um bæinn og skemmdu bíla Þrír karlmenn voru handteknir í nótt en þeir höfðu ekið vítt og breytt um bæinn og skemmt bíla, meðal annars með exi. Talið er að þeir hafi skemmt samtals átta bíla en þeir gætu verið fleiri að sögn lögreglu. Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi og verða yfirheyrðir síðar í dag og þá kemur mögulega í ljós hvað þeim gekk til. 4.6.2010 08:41
Fjarðabyggð: Meirihluti myndaður Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur í Fjarðabyggð hafa náð saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar á kjörtímabilinu sem nú er að hefjast. Í tilkynningu segir að stjórnir og framboðslistar félaganna hafi samþykkt drög að málefnasamningi milli þessarar framboða. Hann verða fullgerður á næstu dögum og birtur opinberlega á heimasíðu sveitarfélagsins þegar ný bæjarstjórn tekur við á fyrsta fundi sínum þann 15.júní næstkomandi ásamt því að hann verður kynntur í endanlegri mynd innan framboðanna. 4.6.2010 08:15
Ákvarðana um orkuskipti brátt að vænta Á næstu vikum kunna að liggja fyrir tillögur um skattaívilnanir og hvata frá hinu opinbera til fólks og fyrirtækja sem vill færa sig yfir í vistvæn ökutæki, eða breyta ökutækjum sínum þannig að þau verði vistvænni. Starfshópurinn var kynntur á ráðstefnu um visthæfar samgöngur í Háskólanum í Reykjavík í gær. 4.6.2010 08:00
Stöðvaður með fölsuð skilríki á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvö ökumenn í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn sem ók drukkinn. Tveir gistu fangageymslur, annar þeirra tengist fyrrgreindum málum en í hinu tilfellinu er um að ræða útlending sem stöðvaður var við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli. Skilríki mannsins reyndust vera í ólagi og var hann því hnepptur í varðhald á meðan nánar er grennslast fyrir um hann. 4.6.2010 07:43
Fullar fangageymslur og annríki hjá lögreglu Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru fullar eftir eftir erilsama vakt í borginni. Tveir menn voru handteknir eftir að þeir höfðu brotist inn í bíla í miðborginni og ein kona er í haldi en hún ók á tvær bifreiðar í Blesugróf fyrir miðnætti. Hún reyndist í mjög annarlegu ástandi af völdum lyfja og áfengis. 4.6.2010 07:10
Kópavogur: Nýr meirihluti kynntur í dag Nýr meirihluti í Kópavogi verður kynntur í dag samkvæmt heimdildum fréttastofu en fjórir flokkar, Samfylking, VG, Næst besti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa hafa fundað stíft frá kosningum á laugardag. 4.6.2010 07:06
Öryggi aukið vegna harðari brotamanna Öryggisbúnaður í fangelsum landsins hefur verið efldur verulega að undanförnu, þar sem harður hópur brotamanna afplánar nú refsingu í sumum þeirra, að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Í lok síðustu viku var lokið við að setja upp svokallað Tetra-kerfi í öllum fangelsum landsins. 4.6.2010 07:00
Minna fjárlagagat en reiknað var með Útlit er fyrir að fjárþörf ríkisins á næsta ári verði tæpum tíu milljörðum minni en spáð hafði verið. Fjárlagagatið nemi rúmum 40 milljörðum króna, í stað tæpum 50 milljörðum. 4.6.2010 07:00
Hraðahindranir kosta Strætó 350 milljónir Strætó bs. gæti haldið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það“ ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. 4.6.2010 06:30
Vörur fyrir 732 milljónir fluttar inn frá Ísrael Íslendingar fluttu inn vörur frá Ísrael fyrir rúmar 732 milljónir króna á síðasta ári. Innflutningurinn hefur aukist síðustu ár. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands um utanríkisverslun. 4.6.2010 06:15
Fjármögnun banka skoðuð ESA, eftirlitsstofnun EFTA, kannar nú upplýsingar sem stjórnvöld hafa látið í té um endurfjármögnun ríkisbankanna, sem fram fór í fyrrasumar. 4.6.2010 06:00
Önnur ný býfluga til landsins Komið hefur í ljós að rauðhumla, ný hunangsfluga sem hefur numið land á Íslandi, er ekki ein á ferð. Í raun er um að ræða tvær líkar tegundir og hefur hin tegundin fengið nafnið ryðhumla. 4.6.2010 05:00
Skera upp herör gegn illgresinu Náttúrustofa Vesturlands hefur fengið sérfræðinga í landgræðslu til liðs við sig vegna fyrirhugaðra aðgerða gegn ágengum plöntum. Um samstarfsverkefni við Stykkishólmsbæ er að ræða. 4.6.2010 04:30
Dró úr klaki um 40% í tilraun Gosefni frá Eyjafjallajökli gætu haft neikvæð áhrif á niðurstöðu hrygningar hjá þorski undan Suðurlandi, samkvæmt rannsókn sem gerð var í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar í Grindavík. 4.6.2010 04:15
Segir að upplýsingum hafi verið leynt „Þetta er auðvitað stórmál,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arðsemiskröfu aðeins með gjaldskrárhækkun. 4.6.2010 04:00
Opnað í Blöndu og Norðurá Laxveiðitímabil sumarsins hefst á morgun með opnun Norðurár í Borgarfirði og Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu. 4.6.2010 03:00
Hjálmur bjargaði mannslífi Lögreglan á Selfossi segir að hjálmur hafi bjargað lífi 12 ára drengs á reiðhjóli sem ekið var á á Selfossi um hálffjögur leytið í dag. Drengurinn slapp við mar og eymsli. 3.6.2010 23:34
Einar: Skrýtið að heyra gagnrýni korteri eftir kosningar „Hann leit svo á að þessi barátta kæmi honum ekki við. Mér finnst skrýtið að heyra einhverja gagnrýni frá honum núna, korteri eftir kosningar," segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknar í Reykjavík. 3.6.2010 21:20
Guðríður: Þögn þangað til á morgun - bjartsýn á meirihlutasamstarf „Það er eiginlega bara þögn þangað til á morgun, það er bara svoleiðis,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún segir að flokkarnir hafi ákveðið að tjá sig ekkert um fundinn sem fór fram í dag. „Það mun koma niðurstaða í þetta á morgun.“ 3.6.2010 20:38
Síminn býður viðskiptavinum að hringja frítt til útlanda Síminn ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum sem eiga heimasíma að hringja án endurgjalds í vini og kunningja í útlöndum á laugardag og sunnudag. Þetta gerir Síminn til að vekja athygli á átakinu „Inspired by Iceland“ sem er markaðsátak íslenskra stjórnvalda og ferðaþjónustunnar á erlendum mörkuðum. 3.6.2010 22:51
Opið bréf til Jóns Gnarrs: AGS djókar aldrei Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavík, sendir Jóni Gnarr opið bréf í aðsendri grein á vefsíðunni svipan.is. 3.6.2010 22:04
Meintum þjófum á Akranesi sleppt Mennirnir fjórir sem lögreglan á Akranesi handtók á þriðjudag grunaða um að hafa brotist inn í liðlega 30 sumarbústaði hefur verið sleppt, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi. Málið telst upplýst. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag er einnig laus. 3.6.2010 19:40
Þakkar snarræði leigubílsstjóra að hann sé á lífi Maður sem bjargaðist úr brennandi bíl á Reykjanesbraut í dag, eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Maðurinn þakkar snarræði leigubílstjóra sem kom honum til aðstoðar að hann sé enn á lífi. Bíll mannsins er gjörónýtur. 3.6.2010 19:04
Berjast gegn fóstureyðingum með bænum „Við biðjum, sama hvernig viðrar“. Þetta segja forsprakkar hóps sem hafa vikulega hist fyrir utan kvennadeild Landspítalans og beðið þess að fóstureyðingum linni. Árlega eru gerðar um og yfir 900 fóstureyðingar hér á landi. 3.6.2010 18:41
Fiskistofa í dulargervi Starfsmenn Fiskistofu beittu nýstárlegum aðferðum þegar þeir komu upp um löndunarsvindl á Suðureyri fyrr í vikunni. Þrír voru handteknir og er málið nú í höndum lögreglu. 3.6.2010 18:34
Dómur yfir haglabyssumanni mildaður Hæstiréttur mildaði sex ára fangelsisdóm yfir Birki Arnari Jónssyni, sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps þegar hann skaut á hurð vinnuveitanda kærustu hans á síðasta ári. Taldi Hæstiréttur hæfilegt að dæma manninn í fimm ára fangelsi. 3.6.2010 16:39
Engir ráðamenn afhenda Grímuna - Ólafur Ragnar áfram verndari Engir ráðamenn munu veita verðlaun á Grímunni samkvæmt Ásu Richardsdóttur, forseta Leiklistarsambandsins. Þetta var ákveðið af stjórn sambandsins í apríl að undangengnum fundi í fulltrúaráði. 3.6.2010 15:00
Lokka almenning til að breyta gengislánum í krónulán Fjármálastofnanir reyna að lokka fólk með gengislán yfir í krónulán meðan gjaldmiðillinn er í styrkingu. Þetta segir formaður hagsmunasamtaka heimilanna sem telur vinnubrögðin svívirðileg. 3.6.2010 18:35
Hæstiréttur sýknaði ríkið af kröfum Ölfuss Hæstiréttur sýknaði íslenska ríkið af kröfum sveitafélagsins Ölfuss. 3.6.2010 17:15
Dómur yfir Catalinu þyngdur um eitt ár Hæstiréttur Íslands hefur dæmt Catalinu Ncogo í þriggja og hálfs árs fangelsi. Héraðsdómur hafði áður dæmt hana í tveggja og hálfs árs fangelsi í desember fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hæstiréttur þyngdi því dóminn um eitt ár. 3.6.2010 16:48
Kannabisræktandi handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í austurborginni í hádeginu gær samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. 3.6.2010 15:52
Dularfull hetja bjargaði manni úr alelda bíl „Hann óð bara inn í bílinn sem var orðinn alelda og dró manninn út,“ segir Guðmundur Sigtryggson sem varð vitni af því þegar leigubílstjóri aðstoðaði eldri mann út úr logandi bíl á Reykjanesbraut í dag. 3.6.2010 15:46
Flestir hálendisvegir lokaðir Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum hefur flestum hálendisvegum verið lokað og er allur akstur um þá bannaður, segir í frétt frá Vegagerðinni. Þar segir að greiðfært sé um allt land. 3.6.2010 15:40
Eftirlit með eftirvögnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í júnímánuði fylgjast sérstaklega með búnaði eftirvagna í umdæminu. Reynslan hefur sýnt að búnaði hjólhýsa, tjaldvagna og fellihýsa er á stundum ábótavant með tilheyrandi slysahættu. Ástandið hefur þó lagast síðustu ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. 3.6.2010 15:34
Stúdentar ósáttir við breytingar á reglum LÍN Stúdentaráð Háskóla Íslands mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Formaður ráðsins segir að fulltrúar nemenda í stjórn sjóðsins hafi neitað að samþykkja breytingartillögurnar þar sem þær myndu hafa gríðarlega hagsmunaskerðingu fyrir stóran hluta námsmanna í för með sér. 3.6.2010 15:14
Franskt herskip til Íslands Á laugardaginn mun franska skipið Latouche-Tréville leggja að höfn í Reykjavík. Skipið, sem er kafbátaeftirlitsskip frá franska sjóhernum, mun vera við bakka í Sundahöfn til 8. júní. Viðkoma þess í Reykjavík er hluti af venjubundnum verkefnum þess á norðurslóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 3.6.2010 14:14
Listi Grindvíkinga: Vilji bæjarbúa virtur að vettugi Listi Grindvíkinga, nýtt óháð framboð, bauð öllum oddvitum í Grindavík að mynda samstjórn allra flokka í bæjarfélaginu en því var hafnað að sögn Kristínar Maríu Birgisdóttur oddvita framboðsins. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihluta í gærkvöldi. Hún segir að flokkarnir hafi virt vilja bæjarbúa að vettugi. 3.6.2010 13:40
Bættri afkomu OR ekki bara náð fram með hækkunum Fráfarandi meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins í Reykjavík segir engin ný tíðindi fólgin í því að gjaldskrár Orkuveitunnar þurfi að taka breytingum þegar horft er til næstu fimm ára. 3.6.2010 13:09
Segir Kredia ekki herja á 18 ára ungmenni Leifur Haraldsson, framkvæmdastjóri sms-lánafyrirtækisins Kredia, segir það rangt hjá framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna að Kredia hafi sent markpóst á 18 gömul ungmenni. Hið rétta sé að markpóstur var sendur til tvítugs fólks. 3.6.2010 13:05