Innlent

Leigjendur lögðu íbúð í rúst

Leigusali í miðbæ Reykjavíkur þurfti að hóta því að siga lögreglu og lögmönnum á leigjendur sína til að koma þeim út úr íbúð sem þeir höfðu nánast lagt í rúst. Tjónið er metið á þrjár milljónir króna.

Tómas Boon-chang leigði íbúiðna út fyrir ein og hálfu ári til tveggja karlmanna en mennirnri borguðu leigu fyrstu fimm mánuðina. Eftir það hættu greiðslur að berast.

Íbúðin var í góðu ásigkomulagi þegar hún var leigð út en mennirnir skildu hins vegar við hana algjörri niðurníðslu. Miklar skemmdir hafa verið unnar á veggjum og innanstokksmunum og ljóst að tjónið er gríðarleg.

Svo virðist sem mennirnir hafi veirð að rækta einhvers konar plöntur og vatnsskemmdir því töluverðar.

Eitthvað höfðu mennirnir að fela því ekki vildu þeir hleypa Tómasi inn íbúðina. Þegar tómas hótaði að kalla á lögregluna létu mennirnir sig hverfa.

Búið er að klippa á símasnúrur og eldavélin hefur væntanlega ekki verið þrifin í langan tíma eins og sést á þessum myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×