Innlent

Kvika sést í tveimur gígum

Myndir teknar kl.13:15 af Gosstöðvum á Fimmvörðuhálsi í könnunarflugi Þyrluþjónustunnar.
Myndir teknar kl.13:15 af Gosstöðvum á Fimmvörðuhálsi í könnunarflugi Þyrluþjónustunnar. Ljósmyndari Hörður Vignir Magnússon

Myndir sem teknar voru klukkan 13:15 í dag af gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í könnunarflugi Þyrluþjónustunnar sýna að eldgosið er að mestu búið. Hörður Vignir Magnússon tók myndirnar fyrir Þyrluþjónustuna.

Tveir gígar eru enn opnir og sést í kviku í báðum þeirra, að sögn Sigurðar Pálmasonar, framkvæmdastjóra Þyrluþjónustunnar. "Það kraumar í öðrum þeirra. Þetta er svona smápottur," sagði Sigurður.

Myndir teknar kl.13:15 af Gosstöðvum á Fimmvörðuhálsi í könnunarflugi Þyrluþjónustunnar. Ljósmyndari Hörður Vignir Magnússon

Gígarnir sem enn lifa eru báðir í seinni sprungunni sem opnaðist að kvöldi 31. mars. Gosi í upphaflegu sprungunni, sem opnaðist fyrir þremur vikum, lauk fyrir fimm dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×