Fleiri fréttir Bjarni Ben: Í golfferð með Glitnisþotu Fram kemur í rannsóknarskýrslunni að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi þegið far með einkaþotu Glitnis til Skotlands. Ferðin var farin árið 2007 í þeim tilgangi að spila golf. 12.4.2010 11:44 Lán til stjórnmálamanna: Sjö sjálfstæðismenn á topp 10 Á 10 manna lista yfir alþingismenn sem höfðu yfir 100 milljóna lán frá ársbyrjun 2005 og fram að falli bankannanna eru sjö sjálfstæðismenn. Listinn nær yfir þá þingmenn sem höfðu, ásamt maka og félögum þeirra heildarlánastöðu yfir 100 milljónum króna á tímabílinu. 12.4.2010 11:27 Fyrrverandi ráðherrar, forstjóri FME og seðlabankastjórar sakaðir um vanrækslu Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, segir að aðgerðir stjórnvalda hafi verið of ómarkvissar þegar harðna tók á dalnum í hagkerfinu árið 2008. Hann segir að ráðherrar hafi einblínt of mikið á ímyndavanda bankanna í stað þess að einbeita sér að því að íslenska bankakerfið hafi verið allt of stórt. Páll sagði að fyrir lægi að á fundum ríkisstjórnar Íslands hafi, allt fram að falli bankanna, lítið verið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkreppu. 12.4.2010 11:27 Forstjóri FL-Group hótaði Kaupþingi að fara til lögreglu Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. 12.4.2010 11:11 Stjórnvöld áttu að bregðast við 2006 - ríkisstjórn Geirs gaf í Í ágripi um meginniðurstöður Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að skýringar á falli Glitnis, Kaupþings og Landsbanka sé fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra og þar með stærð þeirra þegar þeir féllu í október 2008. Efnahagur og útlán bankanna uxu fram úr því sem innviðir þeirra þoldu. Utanumhald og eftirlit með útlánum fylgdi ekki eftir útlánavextinum. Stóru bankarnir þrír tuttugufölduðust á sjö árum. Þegar bankakerfið var orðið allt of stórt miðað við stærð íslensks hagkerfis þurftu stjórnvöld að bregðast við. 12.4.2010 10:43 Bankarnir 20 földuðust að stærð á sjö árum Vöxtur og stærð bankanna árin fyrir fall þeirra var allt of ör, sagði Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur á blaðamannafundi Rannsóknarnefndar Alþingis sem hófst klukkan hálfellefu í morgun. Hún sagði að bankarnir hefðu tuttugufaldast að stærð á stærð á sjö árum. 12.4.2010 10:30 Eigendur Glitnis skulduðu 170 milljarða í bankanum - Davíð fékk sjokk Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um yfirtöku Seðlabankans á Glitni þá skorti Seðlabankann yfirsýn yfir stöðu bankans. Meðal annars segir að að Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hafi fengið „sjokk þegar komið hefði í ljós að eigendur bankans skulduðu 170 milljarða en hjá Seðlabankanum hefðu menn ekki haft þær upplýsingar, segir í skýrslunni. 12.4.2010 10:25 Samson fékk viðkvæmar upplýsingar um Landsbankann fyrir kaupinn Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd á sínum tíma vegna þessa að viðkvæmum upplýsingum var komið til eignarhaldsfélagsins Samson sem síðar keypti Landsbankann. Samson var eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. 12.4.2010 10:21 Eldgosinu virðist lokið Eldgosinu í Eyjafjallajökli gæti verið lokið. Gosið virðist hafa hætt um miðjan dag í gær. Veðurstofan varar þó við að það geti tekið sig upp aftur og í morgun varð jarðskjálfti upp á 3,2 stig undir Eyjafjallajökli. 12.4.2010 10:14 Rannsóknarnefndin kom skilaboðum til sérstaks Ríkissaksóknara Björn L. Bergsson, sérstakur Ríkissaksóknari fékk í gær sent til ábendingar frá Rannsóknarnefnd Alþingis um brot sem mögulega gætu hafa átt sér stað. 12.4.2010 09:52 Sérsíða um skýrslu Rannsóknarnefndar Vísir hefur sett upp sérstaka undirsíðu um Vísi í tilefni af útgáfu af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttir munu birtast þar reglulega í dag og næstu daga af gangi mála. 12.4.2010 09:37 Blaðamannafundurinn í Iðnó í beinni Blaðamannafundur Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan hálfellefu. Hann er í beinni útsendingu hér á Vísi. Skýrslan var gerð aðgengileg á vef Alþingis fyrir tíu mínútum. 12.4.2010 08:57 Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur vegna spurningar um hvort hann hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð spurði eiginkonu sína hins vegar hvort það væri ekki best að hann myndi segja upp störfum. 12.4.2010 08:22 Lögreglumenn fylgdu skýrslunni í Alþingishúsið Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var flutt úr Prentsmiðjunni Odda í Alþingishúsið eldsnemma í morgun. Hún var flutt í fylgd óeinkennisklæddra lögreglumanna niður í Alþingishús þar sem starfsmenn þingsins tóku á móti henni. Henni verður dreift inn á herbergi allra þingmanna strax eftir að forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur tekið við henni klukkan tíu. 12.4.2010 08:11 Þorfinnur Ómarsson ráðinn ritstjóri Eyjunnar Þorfinnur Ómarsson hefur verið ráðinn ritstjóri fréttavefsins Eyjunnar í stað Guðmundar Magnússonar. Í frétt á Eyjunni kemur fram að Þorfinnur hafi áralanga reynslu af fjölmiðlum. Hann nam fjölmiðlafræði í Frakklandi. Hann hefur starfað sem fréttaritari fyrir RÚV og dagskrárgerðarmaður þar. Þá var hann dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag á Stöð 2. 12.4.2010 07:51 Skýrsla Rannsóknarnefndar birt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 afhendir forseta Alþingis skýrslu sína í dag klukkan tíu í efrideildarsalnum í Alþingishúsinu. Þegar forseta Alþingis hefur verið afhent prentað eintak af skýrslu rannsóknarnefndarinnar mun þingforseti opna fyrir aðgang að skýrslunni á vef Alþingis klukkan 20 mínútur yfir tíu. Prentaða útgáfan verður síðan til sölu í bókaverslunum en hún er um 2000 síður að lengd. Vefútgáfan er hinsvegar öllu ítarlegri og því á þriðja þúsund blaðsíður að lengd. 12.4.2010 07:14 Fólk fái tóm til að horfa á fundinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis marka kaflaskil í erfiðu uppgjöri sem staðið hefur á annað ár. Skýrslan verður afhent Alþingi klukkan 10 fyrir hádegi í dag. 12.4.2010 06:00 Borgarfulltrúi segir Hrafn fá sérmeðferð Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, vill að borgin fjarlægi mannvirki af lóð Hrafns Gunnlaugssonar á Lauganestanga á hans kostnað, fyrir 20. apríl. Þá verði lóðinni komið í það horf sem hún var í þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa margbrotið það. 12.4.2010 06:00 Innanríkisráðuneyti taki yfir varnarmálaverkefnin Gert er ráð fyrir að Varnarmálastofnun verði lögð niður frá og með næstu áramótum. Verkefni hennar verði færð annað, en hluti þeirra síðan færður aftur undir eitt þak ásamt öðrum verkefnum sem nú eru sum hver á hendi Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu og Vaktstöð siglinga. Ný stofnun taki því yfir hluta verkefnanna. 12.4.2010 05:45 Laga stíga vegna gossins Mikil umferð hefur verið um svæði í nágrenni gosstöðvanna við Fimmvörðuháls með tilheyrandi álagi á svæðin. Búast má við að sú umferð aukist enn með hækkandi sól og því er farið að huga að því að gera allt sem best úr garði fyrir sumarið. 12.4.2010 05:30 Vill ákæru fyrir afglöp í starfi Guðmundur Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi, vill að ríkissaksóknari taki afstöðu til þess hvort ákæra beri Sigurð Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóra, fyrir afglöp í starfi. 12.4.2010 05:30 Hefði átt að yfirheyra opinberlega Óskiljanlegt er að rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki starfað fyrir opnum tjöldum við gerð skýrslu sinnar, sem kemur út í dag. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. „Þessi óþreyja og spenna sem er í samfélaginu núna hefði alls ekki þurft að vera, ef þetta hefði bara verið gert opinbert jafnóðum,“ segir Árni. 12.4.2010 05:15 Ráðherra segir ekkert að óttast Engin ástæða er til að ætla annað en að lögreglumenn uppfylli skyldur sínar með prýði hér eftir sem hingað til, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. 12.4.2010 05:00 Fimmtíu fölsuð vegabréf tekin Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á 53 fölsuð eða sviplík ferðaskilríki á síðasta ári. Auk þess var för þrjátíu manna stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem reyndu að komast til landsins með ólögmætum hætti. 12.4.2010 04:00 Rannsaka frekar ef þarf Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. 12.4.2010 04:00 Íslenskur sérfræðingur: Rússanna bíður erfitt verk Rannsóknarnefnd flugslysa í Rússlandi bíður erfitt og viðkvæmt verkefni segir íslenskur flugslysasérfræðingur. Vladimir Pútin ætlar persónulega að fylgjast með rannsókninni. 11.4.2010 19:10 Nýir hópar leita eftir mataraðstoð Nýir hópar leita nú í auknum mæli eftir matargjöfum. Forstöðumaður Samhjálpar segir að áður hafi samtökin aðallega gefið fólki í vímuefnaneyslu að borða, en nú séu öryrkjar og atvinnulausir fastir gestir hjá Samhjálp. 11.4.2010 19:03 VG býður fram í 15 sveitarfélögum Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram lista á mun fleiri stöðum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en áður, eða í 15 sveitarfélögum. Forystumenn flokksins í sveitastjórnarmálum komu saman í Grindavík um helgina til að leggja línurnar fyrir átökin sem eru framundan. 11.4.2010 19:40 Íslendingur uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um búsetu hér á landi Manni um fimmtugt brá í brún þegar Þjóðskrá tilkynnti honum að hann uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um búsetu Íslandi. Þetta þykir manninum furðulegt enda er hann alíslenskur. 11.4.2010 19:32 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt á morgun Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verður kynnt á á blaðamannafundi í fyrramálið. 11.4.2010 19:26 Björgunarsveitarmenn á leið til baka - pikkuðu upp fólk á gangi Björgunarsveitarmenn eru á leið til baka með tvo erlenda ferðamenn sem höfðu verið veðurtepptir í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Veður hefur verið afar slæmt á þessu svæði síðust daga. 11.4.2010 18:03 Þyrlan lent með manninn Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan fjögur með karlmann með mikla brjóstverki. Talið er að maðurinn sem er á sextugsalri hafi fengið hjartaáfall en það hefur ekki fengist staðfest. 11.4.2010 16:14 Þyrla Gæslunnar kölluð út Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst á fjórða tímanum í dag um karlmann með mikla brjóstverki í Helgadal í Mosfellssveit. Undanfarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu eru lagðar af stað á vettvang, samkvæmt Ólöfu Snæhólms Baldursdóttur hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið. 11.4.2010 15:28 Ræða um stuðning ESB við atvinnu- og byggðaþróun Gert er ráð fyrir að á annað hundrað manns muni sækja ráðstefnu um stuðning Evrópusambandsins við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjunum sem haldin verður í Salnum Kópavogi á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins standi að ráðstefnunni. 11.4.2010 15:14 Björgunarsveitarmenn ekki komnir í Baldvinsskála Björgunarsveitarmenn eru ekki komnir að Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en þar er erlent ferðafólk veðurteppt. Fólkið lagði af stað að gosinu í góðu veðri fyrir um þremur dögum, á leiðinni hreppti það mikið óveður og leitaði það skjóls í skálanum. Færðin er slæm og er því talið að það muni reynast þrautinni þyngri fyrir björgunarsveitarmenn að komast til þeirra, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli. 11.4.2010 14:13 Lítill órói við gosstöðvarnar Lítill órói hefur verið gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi síðastliðinn sólarhring og jarðskjálftar hafa verið afar fáir, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofunni. 11.4.2010 14:06 Árni Páll hótar lánafyrirtækjunum löggjöf Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að ef ekki næst samkomulag við eignaleigufyrirtækin um hvernig leysa eigi skuldavanda þeirra sem tóku bílalán í erlendri mynt þá verði löggjöf beitt til að leysa vandann. Árni Páll sagði þetta í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. 11.4.2010 13:10 Lúpínu eingöngu beitt á takmörkuðu svæði Stöðva á útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils, samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra. Forstjóri Náttúrufræðistofnunar og landgræðslustjóri kynntu umhverfisráðherra tillögur sínar fyrir helgi. 11.4.2010 12:58 Ögmundur: Almenningur búinn að fá upp í kok „Er þetta leikrit eftir Ibsen? Nei, þetta er Ísland í dag,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. Hann segir hópmúgsefjun ríkja í þjóðfélaginu í tengslum við útkomu skýrslunnar. Þá segir að hann að almenningur sé búinn að fá upp í kok á réttarkerfi sem byggi á öfugsnúningi. 11.4.2010 11:39 Föst í skála á Fimmvörðuhálsi Erlent ferðafólk hefur verið veðurteppt í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Lögreglan á Hvolsvelli segir veður snælduvitlaust á svæðinu og varar fólk eindregið við því að vera á ferð. 11.4.2010 10:04 Unnu til verðlauna í Blackpool Dansararnir Höskuldur Þór Jónsson og Margrétar Hörn Jóhannsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar vann fjögur silfurverðlaun í flokki 11 ára og yngri í danskeppni barna sem haldin var í Blackpool á Englandi í vikunni. 11.4.2010 10:03 Vegir víðast hvar auðir Það er hlýtt um allt land og vegir víðast hvar auðir. Ófært er bæði um Nesjavallaveg og Lyngdalsheiði vegna vatnavaxta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 11.4.2010 09:32 Sjö stútar stöðvaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt sex ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis. Nóttin var að öðru leyti róleg hjá lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. 11.4.2010 09:25 Borgarholtsskóli vann Söngkeppni framhaldsskólanna Borgarholtsskóli bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram á Akureyri í kvöld og var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2. Það voru félagarnir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar sem sungu til sigurs með íslenskri rappaðri útgáfu af lagi Erics Clapton Tears in Heaven. 10.4.2010 22:13 Hundruð milljóna horfnar Hundruð milljóna króna hafa horfið út af reikningum Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á síðustu misserum. Búið er að krefjast kyrrsetningar á eigum hans og Steingríms Péturssonar, viðskiptafélaga hans, en báðir sæta þeir skattrannsókn. 10.4.2010 18:48 Sjá næstu 50 fréttir
Bjarni Ben: Í golfferð með Glitnisþotu Fram kemur í rannsóknarskýrslunni að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi þegið far með einkaþotu Glitnis til Skotlands. Ferðin var farin árið 2007 í þeim tilgangi að spila golf. 12.4.2010 11:44
Lán til stjórnmálamanna: Sjö sjálfstæðismenn á topp 10 Á 10 manna lista yfir alþingismenn sem höfðu yfir 100 milljóna lán frá ársbyrjun 2005 og fram að falli bankannanna eru sjö sjálfstæðismenn. Listinn nær yfir þá þingmenn sem höfðu, ásamt maka og félögum þeirra heildarlánastöðu yfir 100 milljónum króna á tímabílinu. 12.4.2010 11:27
Fyrrverandi ráðherrar, forstjóri FME og seðlabankastjórar sakaðir um vanrækslu Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, segir að aðgerðir stjórnvalda hafi verið of ómarkvissar þegar harðna tók á dalnum í hagkerfinu árið 2008. Hann segir að ráðherrar hafi einblínt of mikið á ímyndavanda bankanna í stað þess að einbeita sér að því að íslenska bankakerfið hafi verið allt of stórt. Páll sagði að fyrir lægi að á fundum ríkisstjórnar Íslands hafi, allt fram að falli bankanna, lítið verið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkreppu. 12.4.2010 11:27
Forstjóri FL-Group hótaði Kaupþingi að fara til lögreglu Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. 12.4.2010 11:11
Stjórnvöld áttu að bregðast við 2006 - ríkisstjórn Geirs gaf í Í ágripi um meginniðurstöður Í Rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að skýringar á falli Glitnis, Kaupþings og Landsbanka sé fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra og þar með stærð þeirra þegar þeir féllu í október 2008. Efnahagur og útlán bankanna uxu fram úr því sem innviðir þeirra þoldu. Utanumhald og eftirlit með útlánum fylgdi ekki eftir útlánavextinum. Stóru bankarnir þrír tuttugufölduðust á sjö árum. Þegar bankakerfið var orðið allt of stórt miðað við stærð íslensks hagkerfis þurftu stjórnvöld að bregðast við. 12.4.2010 10:43
Bankarnir 20 földuðust að stærð á sjö árum Vöxtur og stærð bankanna árin fyrir fall þeirra var allt of ör, sagði Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur á blaðamannafundi Rannsóknarnefndar Alþingis sem hófst klukkan hálfellefu í morgun. Hún sagði að bankarnir hefðu tuttugufaldast að stærð á stærð á sjö árum. 12.4.2010 10:30
Eigendur Glitnis skulduðu 170 milljarða í bankanum - Davíð fékk sjokk Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um yfirtöku Seðlabankans á Glitni þá skorti Seðlabankann yfirsýn yfir stöðu bankans. Meðal annars segir að að Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hafi fengið „sjokk þegar komið hefði í ljós að eigendur bankans skulduðu 170 milljarða en hjá Seðlabankanum hefðu menn ekki haft þær upplýsingar, segir í skýrslunni. 12.4.2010 10:25
Samson fékk viðkvæmar upplýsingar um Landsbankann fyrir kaupinn Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd á sínum tíma vegna þessa að viðkvæmum upplýsingum var komið til eignarhaldsfélagsins Samson sem síðar keypti Landsbankann. Samson var eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. 12.4.2010 10:21
Eldgosinu virðist lokið Eldgosinu í Eyjafjallajökli gæti verið lokið. Gosið virðist hafa hætt um miðjan dag í gær. Veðurstofan varar þó við að það geti tekið sig upp aftur og í morgun varð jarðskjálfti upp á 3,2 stig undir Eyjafjallajökli. 12.4.2010 10:14
Rannsóknarnefndin kom skilaboðum til sérstaks Ríkissaksóknara Björn L. Bergsson, sérstakur Ríkissaksóknari fékk í gær sent til ábendingar frá Rannsóknarnefnd Alþingis um brot sem mögulega gætu hafa átt sér stað. 12.4.2010 09:52
Sérsíða um skýrslu Rannsóknarnefndar Vísir hefur sett upp sérstaka undirsíðu um Vísi í tilefni af útgáfu af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Fréttir munu birtast þar reglulega í dag og næstu daga af gangi mála. 12.4.2010 09:37
Blaðamannafundurinn í Iðnó í beinni Blaðamannafundur Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan hálfellefu. Hann er í beinni útsendingu hér á Vísi. Skýrslan var gerð aðgengileg á vef Alþingis fyrir tíu mínútum. 12.4.2010 08:57
Davíð: Spurði eiginkonuna hvort hann ætti að hætta Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, fór fram á að Vilhjálmur Árnason prófessor yrði úrskurðaður vanhæfur vegna spurningar um hvort hann hefði átt að víkja sem Seðlabankastjóri. Davíð spurði eiginkonu sína hins vegar hvort það væri ekki best að hann myndi segja upp störfum. 12.4.2010 08:22
Lögreglumenn fylgdu skýrslunni í Alþingishúsið Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var flutt úr Prentsmiðjunni Odda í Alþingishúsið eldsnemma í morgun. Hún var flutt í fylgd óeinkennisklæddra lögreglumanna niður í Alþingishús þar sem starfsmenn þingsins tóku á móti henni. Henni verður dreift inn á herbergi allra þingmanna strax eftir að forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur tekið við henni klukkan tíu. 12.4.2010 08:11
Þorfinnur Ómarsson ráðinn ritstjóri Eyjunnar Þorfinnur Ómarsson hefur verið ráðinn ritstjóri fréttavefsins Eyjunnar í stað Guðmundar Magnússonar. Í frétt á Eyjunni kemur fram að Þorfinnur hafi áralanga reynslu af fjölmiðlum. Hann nam fjölmiðlafræði í Frakklandi. Hann hefur starfað sem fréttaritari fyrir RÚV og dagskrárgerðarmaður þar. Þá var hann dagskrárgerðarmaður í Íslandi í dag á Stöð 2. 12.4.2010 07:51
Skýrsla Rannsóknarnefndar birt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 afhendir forseta Alþingis skýrslu sína í dag klukkan tíu í efrideildarsalnum í Alþingishúsinu. Þegar forseta Alþingis hefur verið afhent prentað eintak af skýrslu rannsóknarnefndarinnar mun þingforseti opna fyrir aðgang að skýrslunni á vef Alþingis klukkan 20 mínútur yfir tíu. Prentaða útgáfan verður síðan til sölu í bókaverslunum en hún er um 2000 síður að lengd. Vefútgáfan er hinsvegar öllu ítarlegri og því á þriðja þúsund blaðsíður að lengd. 12.4.2010 07:14
Fólk fái tóm til að horfa á fundinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis marka kaflaskil í erfiðu uppgjöri sem staðið hefur á annað ár. Skýrslan verður afhent Alþingi klukkan 10 fyrir hádegi í dag. 12.4.2010 06:00
Borgarfulltrúi segir Hrafn fá sérmeðferð Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, vill að borgin fjarlægi mannvirki af lóð Hrafns Gunnlaugssonar á Lauganestanga á hans kostnað, fyrir 20. apríl. Þá verði lóðinni komið í það horf sem hún var í þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa margbrotið það. 12.4.2010 06:00
Innanríkisráðuneyti taki yfir varnarmálaverkefnin Gert er ráð fyrir að Varnarmálastofnun verði lögð niður frá og með næstu áramótum. Verkefni hennar verði færð annað, en hluti þeirra síðan færður aftur undir eitt þak ásamt öðrum verkefnum sem nú eru sum hver á hendi Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu og Vaktstöð siglinga. Ný stofnun taki því yfir hluta verkefnanna. 12.4.2010 05:45
Laga stíga vegna gossins Mikil umferð hefur verið um svæði í nágrenni gosstöðvanna við Fimmvörðuháls með tilheyrandi álagi á svæðin. Búast má við að sú umferð aukist enn með hækkandi sól og því er farið að huga að því að gera allt sem best úr garði fyrir sumarið. 12.4.2010 05:30
Vill ákæru fyrir afglöp í starfi Guðmundur Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi, vill að ríkissaksóknari taki afstöðu til þess hvort ákæra beri Sigurð Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóra, fyrir afglöp í starfi. 12.4.2010 05:30
Hefði átt að yfirheyra opinberlega Óskiljanlegt er að rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki starfað fyrir opnum tjöldum við gerð skýrslu sinnar, sem kemur út í dag. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. „Þessi óþreyja og spenna sem er í samfélaginu núna hefði alls ekki þurft að vera, ef þetta hefði bara verið gert opinbert jafnóðum,“ segir Árni. 12.4.2010 05:15
Ráðherra segir ekkert að óttast Engin ástæða er til að ætla annað en að lögreglumenn uppfylli skyldur sínar með prýði hér eftir sem hingað til, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. 12.4.2010 05:00
Fimmtíu fölsuð vegabréf tekin Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á 53 fölsuð eða sviplík ferðaskilríki á síðasta ári. Auk þess var för þrjátíu manna stöðvuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem reyndu að komast til landsins með ólögmætum hætti. 12.4.2010 04:00
Rannsaka frekar ef þarf Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður afhent Alþingi í dag klukkan 10. Hálftíma síðar heldur nefndin blaðamannafund í Iðnó, fer yfir efni skýrslunnar og svarar spurningum blaðamanna. Engum dylst mikilvægi vinnunnar. 12.4.2010 04:00
Íslenskur sérfræðingur: Rússanna bíður erfitt verk Rannsóknarnefnd flugslysa í Rússlandi bíður erfitt og viðkvæmt verkefni segir íslenskur flugslysasérfræðingur. Vladimir Pútin ætlar persónulega að fylgjast með rannsókninni. 11.4.2010 19:10
Nýir hópar leita eftir mataraðstoð Nýir hópar leita nú í auknum mæli eftir matargjöfum. Forstöðumaður Samhjálpar segir að áður hafi samtökin aðallega gefið fólki í vímuefnaneyslu að borða, en nú séu öryrkjar og atvinnulausir fastir gestir hjá Samhjálp. 11.4.2010 19:03
VG býður fram í 15 sveitarfélögum Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram lista á mun fleiri stöðum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en áður, eða í 15 sveitarfélögum. Forystumenn flokksins í sveitastjórnarmálum komu saman í Grindavík um helgina til að leggja línurnar fyrir átökin sem eru framundan. 11.4.2010 19:40
Íslendingur uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um búsetu hér á landi Manni um fimmtugt brá í brún þegar Þjóðskrá tilkynnti honum að hann uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um búsetu Íslandi. Þetta þykir manninum furðulegt enda er hann alíslenskur. 11.4.2010 19:32
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kynnt á morgun Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið verður kynnt á á blaðamannafundi í fyrramálið. 11.4.2010 19:26
Björgunarsveitarmenn á leið til baka - pikkuðu upp fólk á gangi Björgunarsveitarmenn eru á leið til baka með tvo erlenda ferðamenn sem höfðu verið veðurtepptir í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Veður hefur verið afar slæmt á þessu svæði síðust daga. 11.4.2010 18:03
Þyrlan lent með manninn Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan fjögur með karlmann með mikla brjóstverki. Talið er að maðurinn sem er á sextugsalri hafi fengið hjartaáfall en það hefur ekki fengist staðfest. 11.4.2010 16:14
Þyrla Gæslunnar kölluð út Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst á fjórða tímanum í dag um karlmann með mikla brjóstverki í Helgadal í Mosfellssveit. Undanfarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu eru lagðar af stað á vettvang, samkvæmt Ólöfu Snæhólms Baldursdóttur hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið. 11.4.2010 15:28
Ræða um stuðning ESB við atvinnu- og byggðaþróun Gert er ráð fyrir að á annað hundrað manns muni sækja ráðstefnu um stuðning Evrópusambandsins við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjunum sem haldin verður í Salnum Kópavogi á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins standi að ráðstefnunni. 11.4.2010 15:14
Björgunarsveitarmenn ekki komnir í Baldvinsskála Björgunarsveitarmenn eru ekki komnir að Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi en þar er erlent ferðafólk veðurteppt. Fólkið lagði af stað að gosinu í góðu veðri fyrir um þremur dögum, á leiðinni hreppti það mikið óveður og leitaði það skjóls í skálanum. Færðin er slæm og er því talið að það muni reynast þrautinni þyngri fyrir björgunarsveitarmenn að komast til þeirra, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli. 11.4.2010 14:13
Lítill órói við gosstöðvarnar Lítill órói hefur verið gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi síðastliðinn sólarhring og jarðskjálftar hafa verið afar fáir, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofunni. 11.4.2010 14:06
Árni Páll hótar lánafyrirtækjunum löggjöf Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að ef ekki næst samkomulag við eignaleigufyrirtækin um hvernig leysa eigi skuldavanda þeirra sem tóku bílalán í erlendri mynt þá verði löggjöf beitt til að leysa vandann. Árni Páll sagði þetta í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. 11.4.2010 13:10
Lúpínu eingöngu beitt á takmörkuðu svæði Stöðva á útbreiðslu lúpínu og skógarkerfils, samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra. Forstjóri Náttúrufræðistofnunar og landgræðslustjóri kynntu umhverfisráðherra tillögur sínar fyrir helgi. 11.4.2010 12:58
Ögmundur: Almenningur búinn að fá upp í kok „Er þetta leikrit eftir Ibsen? Nei, þetta er Ísland í dag,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. Hann segir hópmúgsefjun ríkja í þjóðfélaginu í tengslum við útkomu skýrslunnar. Þá segir að hann að almenningur sé búinn að fá upp í kok á réttarkerfi sem byggi á öfugsnúningi. 11.4.2010 11:39
Föst í skála á Fimmvörðuhálsi Erlent ferðafólk hefur verið veðurteppt í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi í þrjá daga. Lögreglan á Hvolsvelli segir veður snælduvitlaust á svæðinu og varar fólk eindregið við því að vera á ferð. 11.4.2010 10:04
Unnu til verðlauna í Blackpool Dansararnir Höskuldur Þór Jónsson og Margrétar Hörn Jóhannsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar vann fjögur silfurverðlaun í flokki 11 ára og yngri í danskeppni barna sem haldin var í Blackpool á Englandi í vikunni. 11.4.2010 10:03
Vegir víðast hvar auðir Það er hlýtt um allt land og vegir víðast hvar auðir. Ófært er bæði um Nesjavallaveg og Lyngdalsheiði vegna vatnavaxta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 11.4.2010 09:32
Sjö stútar stöðvaðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt sex ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis. Nóttin var að öðru leyti róleg hjá lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu. 11.4.2010 09:25
Borgarholtsskóli vann Söngkeppni framhaldsskólanna Borgarholtsskóli bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram á Akureyri í kvöld og var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2. Það voru félagarnir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar sem sungu til sigurs með íslenskri rappaðri útgáfu af lagi Erics Clapton Tears in Heaven. 10.4.2010 22:13
Hundruð milljóna horfnar Hundruð milljóna króna hafa horfið út af reikningum Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, á síðustu misserum. Búið er að krefjast kyrrsetningar á eigum hans og Steingríms Péturssonar, viðskiptafélaga hans, en báðir sæta þeir skattrannsókn. 10.4.2010 18:48