Fleiri fréttir

Fíkniefnasmyglarar réðu burðardýr í gegnum blaðaauglýsingu

Catalina Mikue Ncogo réð burðardýr til þess að flytja næstum 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam til Íslands í gegnum blaðaauglýsingu. Þetta fullyrti annað burðardýrið við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vísir hefur áður greint frá málinu, en burðardýrin, sem voru tvær belgískar konur, 26 og 31 árs gamlar voru báðar dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir smyglið. Þær voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins þann 12 apríl síðastliðinn.

Fossinn Hverfandi sést á ný

Fossinn Hverfandi, yfirfallsfoss Kárahnjúkavirkjunar, tók að myndast nú síðdegis þegar Hálslón fylltist og vatn byrjaði að seitla niður yfirfallsrennu lónsins. Í sínum mesta ham verður hann aflmesti foss Evrópu þegar hann fellur meira en tvöhundruð metra niður í Hafrahvammagljúfur.

Innbrot og stútur undir stýri

Tilkynnt var um innbrot nú í morgun í fyrirtæki úti á Granda en þar hafði nokkru af tölvubúnaði verið stolið að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þýsku ferðamennirnir heilir á húfi

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru komnar að þýsku ferðamönnunum sem lenti í vandræðum norðan Hofsjökuls fyrr í dag. Reyndist fólkið heilt á húfi eftir að hafa fest bifreið í Tjarnarkvísl, en náði að komast úr honum og á bakka árinnar án þess að blotna mikið.

Svanhildur Hólm ráðin í Valhöll

Svanhildur Hólm Valsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu.

Stiglitz fundar með ráðherrum

Fundur bandaríska hagfræðingsins Joseph Stiglitz og nokkurra ráðherra ríkisstjórnarinnar hófst á fjórða tímanum. Fyrr í dag hélt Stiglitz fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem fullt var út af dyrum.

Ísland í dag á næturvakt með löggunni

Ísland í dag setti sig í spor lögreglumanna á helgarvakt um lipna helgi og verður afraksturinn sýndur í þætti kvöldsins. Þar kynnumst við lífi lögreglumanna en vaktin byrjaði klukkan 11 á laugardagskvöld og stóð til sjö að morgni sunnudags.

Séra Gunnar hvorki átti né mátti

Gunnar Björnsson sýndi af sér háttsemi sem prestur hvorki á né má sýna af sér gagnvart sóknarbörnum. Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í máli Gunnars sem hefur verið í leyfi frá störfum sem sóknarprestur á Selfossi eftir að hann var kærður fyrir tæpum tveimur árum fyrir kynferðisbrot gagnvart ungum stúlkum sem voru sóknarbörn hans.

Þýskir ferðamenn í vandræðum í Tjarnarkvísl

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðvesturlandi eru nú á leið til aðstoðar þýsku ferðafólki sem lenti í vandræðum norðan Hofsjökuls fyrir skammri stundu. Að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar var ferðafólkið að þvera Tjarnarkvísl þegar áin tók bílinn.

Ísland ekki á dagskrá hjá AGS í næstu viku

Fyrsta endurskoðun á áætlun Íslands verður ekki tekin fyrir í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington þann 14. þessa mánaðar þrátt fyrir að svo segi í dagskrá AGS á vefnum. Tómas Brynjólfsson á efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu forsætisráðuneytisins staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Dæmdur fyrir innbrotstilraun á Litla-Hraun

Þrítugur maður var í dag sakfelldur fyrir eignaspjöll en honum var gefið að sök að hafa klippt göt á tveimur stöðum á vírgirðinguna sem umlykur Fangelsið á Litla Hrauni. Atburðurinn átti sér stað í mars en fangaverðir sáu manninn í öryggismyndavélum og var hann handtekinn á staðnum.

Þingmenn fengu ekki inni á Fiskistofu

Árni Múli Jónasson lögfræðingur hefur verið skipaður fiskistofustjóri, frá 1.september til fimm ára. Frá sama tíma hefur Þórði Ásgeirssyni verið veitt lausn frá störfum að eigin ósk, en hann hefur stýrt Fiskistofu frá stofnun hennar.

Landsvirkjun verði rannsökuð 15 ár aftur í tímann

Náttúruverndarsamtök Íslands telja brýnt að aðkoma Landsvirkjunar að ákvörðunum sveitarstjórna síðastliðin 10 til 15 ár um virkjanaframkvæmdir verði rannsakaðar í þaula. Samtökin hafa sent Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, bréf og vilja að hún hlutist til þannig að skipulagsbreytingar vegna virkjana í neðri Þjórsá verði gerðar ómerkar á grundvelli vanhæfis sveitarstjórnarmanna.

Þingeyingar vilja framlengja við Alcoa

Sveitarstjórn Norðurþings vill að viljayfirlýsing við Alcoa um álver á Bakka, sem rennur út um mánaðamótin, verði framlengd fram á næsta ár og hefur óskað eftir fundi með ríkisstjórninni um málið í þessari viku.

Réttað yfir Fillipseyja-genginu

Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn ofbeldisgengi Filippseyinga fer fram í héraðsdómi í dag. Alls eru átta ákærðir en þeir réðust að tveimur lögreglumönnum og veittu þeim áverka.

Fótboltakappi vill verða formaður

Pétur Georg Markan, knattspyrnumaður úr Val og varaþingmaður Samfylkingarinnar, gefur kost á sér til formennsku í Hallveigu, ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík. Pétur vakti athygli í sumar fyrir að skora mark þegar átta sekúndur voru liðnar af leik Vals gegn ÍBV.

Tvö þúsund manns vilja reisa minnisvarða um mótmælanda Íslands

Rúmlega 2000 manns vilja reisa minnisvarða um Helga Hóseasson sem lést á elliheimilinu Grund í gærmorgun, 89 ára að aldri. Helgi hefur oft verið nefndur mótmælandi Íslands. Einna þekktastur var Helgi fyrir kröftug mótmæli sín gegn ríki og kirkju en hann vildi ógilda skírnarsáttmála sinn.

Þýðir ekkert fyrir Steingrím að skæla

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, segir að Vinstri græn séu jafn ábyrg fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu og Samfylkingin. Ekki þýði fyrir Steingrím J. Sigfússon, formann VG, að skæla yfir örlögum sínum.

Mældist á 160 kílómetra hraða

Tvítugur ökumaður var stöðvaður eftir að hafa mælst á of miklum hraða í grennd við Þorlákshöfn í gær. Hann sagðist ekki hafa tekið eftir stöðvunarmerkjum lögreglu og hélt áfram norður Þrengslaveginn og nam ekki staðar fyrr en skammt var ófarið að Suðurlandsvegi.

Eldur í bílskúr í Grindavík

Eldur kviknaði í bílskúr í Grindavík laust fyrir miðnætti og kölluðu húsráðendur á slökkvilið. Þeim hafði hins vegar tekist að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom og þurfti það aðeins að reykræsta skúrinn.

Stórtækir sígarettuþjófar ófundnir

Lögregla leitar enn þjófs eða þjófa sem brutust inn í áfengisverslunina á Selfossi í fyrrinótt og stálu þaðan hundrað kartonum af sígarettum. Þeir virðast hins vegar ekki hafa snert við áfenginu, sem þar er innandyra.

Stiglitz fundar með ráðherrum í dag

Bandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz mun hitta nokkra ráðherra úr ríkisstjórn Íslands seinni part dags í dag til að ræða um efnahagsástandið.

Ábendingar um svik færri en áður

„Ábendingunum hefur aðeins fækkað frá því sem var þegar átakið var fyrst kynnt að ráði. Þá fengum við tæplega hundrað ábendingar, enda var auglýsingaherferð sett af stað,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Milli sextíu og sjötíu ábendingar um atvinnuleysisbótasvik bárust stofnuninni í ágúst. Síðan í maí hefur fólki gefist tækifæri til að leggja inn nafnlausar ábendingar til Vinnumálastofnunar og Ríkisskattstjóra um svik á vinnumarkaði.

Leigumarkaður í jafnvægi og húsaleiga fer hækkandi

„Verðið hefur staðið í stað og það er heldur að maður heyri það hjá leigjendum að verðið sé að fara upp aftur. En ég get þó ekki sagt að ég sjái það marktækt á tölum,“ segir Hildur Ketilsdóttir hjá Leigulistanum. Hildur segir það sína tilfinningu að meira jafnvægi sé á leigumarkaði en til dæmis var á vormánuðum. „Það var mjög mikið framboð í vor, við vorum með allt að þúsund íbúðir á skrá en höfum undanfarin ár verið með 200 íbúðir á skrá að jafnaði.“

Sameing háskólanna rædd

Menntamálaráðherra fundar í dag með stjórnendum háskólanna um sameiningu ákveðinnar starfsemi skólanna. Er þar sérstaklega horft til stoðþjónustunnar, að innritun verði sameiginleg.

Telur samning um HS gegn anda laga

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur sent bæjarstjóra og bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem hún lýsir þeirri skoðun sinni að samningur bæjarfélagsins við HS orku, um afnot af orkuauðlindum í eigu bæjarins, gangi lengra en gert er ráð fyrir í lögum um afnotarétt á jarðhita og vatnsréttindum. Ráðherra telur að leigutíminn, 65 ár, sé of langur.

Barnahjálpin í Keníu í miklum kröggum

Lágt gengi íslensku krónunnar hefur haft afar slæm áhrif á hjálparstarf ABC barnahjálpar í Keníu. Að sögn Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, formanns samtakanna, er nauðsynlegt að fá aukið fjármagn ef samtökin eiga að geta sinnt áfram öllum þeim börnum sem nú dvelja á barnaheimilinu í Keníu, en samtökin styðja um sex hundruð börn og þar af eru eitt hundrað og sextíu börn í heimavist.

Segir kæru FME aðför gegn skynsemi

Fyrsta sakamálið sem sérstakur saksóknari, Ólafur Hauksson, tók til rannsóknar, var meint brot blaðamannsins Kristins Hrafnssonar á bankaleynd. Kristinn birti upplýsingar um lánveitingar Kaupþings til Róberts Tchenguiz og forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins (FME) telja að með því hafi hann rofið bankaleynd.

Óvænt vitneskja í máli Bretanna

Mál skilanefndar Kaupþings gegn breska fjármálaráðuneytinu var flutt munnlega fyrir breskum áfrýjunardómstól hinn 1. júlí.

Skoða stofnun orkusamlaga

Til skoðunar er í iðnaðarráðuneytinu að stofna sérstök félög um orkuframkvæmdir og fá lífeyrissjóði og erlenda fjárfesta að borðinu. Iðnaðarráðherra segir að mjög mikilvægt sé að hefja framkvæmdir til að geta selt orku, vöntun sé á henni í dag.

Átján ára tekinn á 180

„Hann er mjög heppinn vegna þess að hann var stöðvaður áður en hann olli sjálfum sér og öðrum skaða,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu.

Loftgæði bætt í höfuðborginni

Stefnt er að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík um 35 prósent til ársins 2020 og um 73 prósent til ársins 2050, samkvæmt loftslags- og loftgæðastefnu Reykjavíkurborgar.

Sóknarmarkskerfið hefur reynst illa

Sóknarmarkskerfið sem notað er við stjórnun fiskveiða í Færeyjum hefur ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Þetta kom fram í erindi Hjalta í Jákupsstovu frá Havstofunni á ráðstefnu um skilvirka fiskveiðistjórnun sem nýlokið er í Reykjavík. Havstofan er hafrannsóknastofnun Færeyja.

Ólafur Ragnar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu

Í fyrramálið verður sett hér á landi alþjóðleg vísindaráðstefna um bindingu koltvísýrings í jarðlögum. Ráðstefnan fer fram á heimavelli fjölþjóðlega CarbFix verkefnisins, í Hellisheiðarvirkjun, og á meðal fyrirlesara eru nokkrir fremstu loftslagssérfræðinga heims.

Stálu verðmætum ferðamanna

Innbrotstilraun var gerð í austurhluta Reykjavíkurborgar í morgun en íbúar hússins vöknuðu við lætin og hröktu þjófanna á brot áður en þeir komust inn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Fullyrðir að bóluefnið gegn svínaflensunni sé öruggt

Læknar í Bretlandi hafa verið beðnir um að fylgjast með mögulegum aukaverkunum af bóluefni gegn svínainflúensu, þá sérstaklega sjaldgæfri lömunarveiki. Bretar ætla að nota sama bóluefni og Íslendingar en sóttvarnarlæknir fullyrðir að efnið sé öruggt.

Sagður fullur að halda framhjá

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður skrifar áhugaverða grein á bloggsíðu sína í dag þar sem hann veltir fyrir sér níð í skjóli nafnleysis. Björgvin veltir fyrir sér hver það sé sem beri ábyrgð á slíkum níð. Hann tekur nokkuð nýlegt dæmi sem snertir hans persónu en stofnaður var þráður á síðunni er.is fyrir skömmu þar sem því var logið blákalt upp á Björgvin að hann hefði verið drukkinn á skemmtistað og á kvennafari að auki. Semsagt; „fullur að halda framhjá,“ eins og hann orðar það.

Ísraelsk flugvél nauðlenti á Íslandi

Ísraelsk flugvél, á vegum El Al flugfélagsins, nauðlenti á Íslandi í síðustu viku. Vélin var á leið frá Ísrael til Bandaríkjanna, en farþegar dvöldu á Íslandi í tæpan sólarhring vegna bilunar í vélinni.

Vilja jöfn kynjahlutföll á framboðslistum

Á landsþingi Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS) sem haldið var í Stykkishólmi um helgina var samþykkt ályktun þar sem LS fagnar framgögnu þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Icesave-málinu og þeim fyrirvörum sem samþykktir voru við óviðunandi frumvarp ríkisstjórnarinnar frá því í sumar.

Helgi Hóseasson látinn

Helgi Hóseasson lést á elliheimilinu Grund í morgun, 89 ára að aldri. Helgi sem hefur verið nefndur mótmælandi Íslands fæddist í Höskuldstaðarseli í Breiðdal þann 21.nóvember árið 1919. Hann var næst elstur fjögurra systkina.

Bústaðurinn ónýtur eftir bruna: „Mikið tilfinningalegt tjón„

Sumarbústaður sem fjölskylda Jónasar R. Jónssonar fjölmiðlamanns og fyrrum umboðsmanns íslenska hestsins er ónýtur eftir bruna um miðjan dag í gær. Jónas segir að kviknaði hafi í út frá rafmagnstöflu og þakkar fyrir að eldurinn hafi komið upp um miðjan dag, en ekki nótt. Hann segir bústaðinnm, sem er á Þingvöllum, hafa verið í eigu fjölskyldunnar í þrjátíu ár, en enginn slasaðist í brunanum.

Helmingi minni velta á fasteignamarkaði

Velta á fasteignamarkaði var helmingi minni í síðustu viku miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Alls var 34 kaupsamningum vegna fasteignakaupa þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en þeir voru 84 á sama tíma í fyrra.

40 þúsund manns á Ljósanótt

Talið er að um 40 þúsund manns hafa sótt Reykjanesbæ heim í gær en þar stendur nú yfir hátíðin Ljósanætur. Skemmtanahöld fóru vel fram að sögn lögreglu en þrír fengu að gista fangageymslur vegna ölvunar.

Sjá næstu 50 fréttir