Fleiri fréttir

Björn L. Bergsson settur sérstakur ríkissaksóknari

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur í dag sett Björn L. Bergsson hrl. til að fara með hlutverk og valdheimildir ríkissaksóknara gagnvart embætti sérstaks saksóknara, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um meðferð sakamála, sbr. lög nr. 80/2009, er tóku gildi í dag.

Berserksgangur í Kaupþingi litinn alvarlegum augum

„Öll svona atvik eru litin alvarlegum augum og farið yfir öll ferli og kannað hvernig eigi að meðhöndla áframhaldið," segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Kaupþings.

Sakfelldur fyrir slysaskot í veiðifélagann

Maður var á miðvikudag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa af gáleysi valdið því að skot hljóp úr byssu og í framhandlegg veiðifélaga hans. Þá var Benelli haglabyssa í eigu mannsins gerð upptæk.

Fjöldi svínaflensutilfella komið upp í 72

Sjötíu og tveir hafa greinst með svínaflensu, nýju H1N1 inflúensunna, á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Sýktum hefur því fjölgað um níu frá í gær. Bóluefnis er fyrst að vænta til Íslands í september eða október.

Vistun Papeyjarfanga gæti kostað samfélagið 350 milljónir

Það gæti kostað alls 352 milljónir að vista mennina sem voru dæmdir í Papeyjarmálinu í gær í fangelsi næstu árin. Samkvæmt upplýsingum frá Páli Winkel fangelsismálastjóra kostar vistun fanga 24 þúsund krónur á sólarhring.

Deilur í Borgarahreyfingunni: Þór segir fundinn í gær gagnslausan

Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir félagafund hreyfingarinnar vegna klofnings þingflokksins í gær gagnslausan bæði málefninu og hreyfingunni. Þetta kemur fram bæði á heimasíðu Þórs og í athugasemdum við fundarboðið á heimasíðu Borgarahreyfingarinnar.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir Grettisgötuárás

Arvydas Guobis var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir alvarlega líkamsárás á Grettisgötu í byrjun júní. Tveir félagar Guobis þurfa að greiða 120 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir að koma þeim sem fyrir árásinni varð ekki til læknishjálpar. Maðurinn missti meðvitund og var líf hans í hættu um tíma eftir barsmíðarnar. Þá var Guobis dæmdur til að greiða þeim sem hann réðst á 400 þúsund krónur í skaðabætur.

Makríllinn enn til vandræða

Síldveiðiskipin, sem veiða úr Norsk- íslenska síldarstofninum norðaustur af landinu, eiga í stökustu vandræðum vegna þess hve mikill makríll er í aflanum, en hlutfall hans í heildarafla hvers skips má ekki fara yfir tólf prósent.

Obama ánægður með bensínhákafrumvarpið

Barack Obama lýsti í dag mikilli ánægju sinni með að öldungadeild Bandaríkjaþings skyldi samþykkja áætlun sem gengur út á að borga fólki fyrir að losa sig við gamla bíla sem eru frekir á bensínið. Tveir milljarðar Bandaríkjadala verða settir í verkefnið sem ætlað er að minnka mengun og um leið örva sölu á nýjum bílum í landinu en bílaiðnaðurinn hefur verið í gríðarlegum vandræðum í bandaríkjunum síðustu árin.

Dularfullur ljósagangur fyrir norðan

Lögreglan á Akureyri og menn úr björgunarsveitinni Súlum leituðu án árangurs í nótt á Svalbarðsströnd og á Miðvíkurfjalli að einhverju, sem skýrt gæti torkennilegt grænleitt ljós, sem tilkynnt var um að þar hafi fallið til jarðar laust eftir miðnætti.

Þúsundir mættar til Dalvíkur

Þúsundir manna eru þegar komnar til Dalvíkur til að taka þátt í fiskideginum þar á morgun og eru öll tjaldstæði þegar orðin yfirfull. Gestir eru farnir að tjalda, leggja húsbílum sínum utan bæjarmarkanna, en fólk var farið að safnast þar saman strax á miðvikudag.

Persónulegar deilur innan Borgarahreyfingarinnar harmaðar

Félagsfundur Borgarahreyfingarinnar, sem stóð framundir miðnætti, harmar þann skaða, sem persónulegar deilur meðal stjórnarmanna og þinghópsins hafa valdið hreyfingunni. Þess er krafist að þingmenn og stjórnarmenn geri út um þessar deilur þannig að ekki hljótist frekari skaði af, og einbeiti sér að því að hrinda stefnumálum Borgarahreyfingarinnar í framkvæmd.

Mun meira af geitungum

Mun meira er af geitungum í sumar en í fyrrasumar. Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Mikill meirihluti á móti

Mikil andstaða er við Icesave-samninginn meðal þjóðarinnar samkvæmt könnun Capacent-Gallup fyrir Andríki.

Telur hættu á fólksflótta síst ofmetna

Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur þær tölur sem nefndar hafa verið um mögulega fólksflutninga vegna kreppunnar síst ofætlaðar.

Mikið forskot Fréttablaðsins í lestri

Heldur dregur úr lestri á dagblöðum í sumar samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Fréttablaðið er sem fyrr með mun meiri lestur en Morgunblaðið, og helst forskot blaðsins svo til óbreytt frá síðustu könnun. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var á tímabilinu 2. maí til 31. júlí, lásu 61,1 prósent hvert tölublað Fréttablaðsins að meðaltali. Það er ívið minna en í síðustu könnun, sem gerð var á tímabilinu 1. febrúar til 30. apríl, þegar lesturinn mældist 61,9 prósent.

Flest störf í skólunum mönnuð

Vel hefur gengið að ráða í lausar stöður í grunnskólum Reykjavíkurborgar, að sögn Kjartans Magnússonar, formanns menntaráðs. „Almennt séð eru skólarnir fullmannaðir,“ segir hann og kveður hljóðið gott í skólastjórum hvað þetta varði.

Svört skýrsla um Hróarskeldubanka gæti nýst Íslendingum

Sérstakur saksóknari og forstjóri Fjármálaeftirlitsins telja að nýútkomin skýrsla danskra lögfræðinga um fall Hróarskeldubanka, þar sem líkur eru leiddar að umfangsmiklum lögbrotum stjórnenda, kunni að nýtast við rannsókn mála hérlendis.

Mál og menning á Laugavegi

Bókabúð Máls og menningar verður áfram rekin á Laugavegi 18, þrátt fyrir að reksturinn sem þar hefur verið sé að flytjast á Skólavörðustíg.

Fjölskylduerjur þingmannsins

Munnleg málsmeðferð fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í gær í máli Eggerts Haukdals, fyrrverandi alþingismanns, gegn frænku hans og eiginmanni hennar. Fyrir tæpum þremur árum seldi hann bróðurdóttur sinni og manni hennar jörð sína ásamt húsi.

Styrkur bara fyrir Íslendinga

Creighton-háskólinn í Omaha í Bandaríkjunum hefur ákveðið að styrkja Ragnheiði Á. Gunnars­dóttur í nám við skólann.

Enginn þingmaður mætti

Enginn þingmaður Borgarahreyfingarinnar mætti á félagafund hreyfingarinnar sem haldinn var í gærkvöldi.

Styðja við miðstöð í Namibíu

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra á Íslandi (SHH) mun styðja við bakið á stjórnvöldum í Namibíu við stofnun og starfrækslu sambærilegrar stofnunar þar í landi.

Kæra borgarstjóra fyrir árás

Tveir blaðamenn frá Montenegró kærðu í gær borgarstjóra Podgorica, höfuðborgar landsins, son hans og einkalífvörð fyrir að hafa barið sig.

Braut rúður og hoppaði á bíl

Lögregla handtók ölvaðan karlmann á Háteigsveginum á sjötta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins hafði maðurinn brotið rúður á nokkrum bílum áður en lögreglu bar að garði.

Kaupsamningum fækkaði fimmfalt

Fimmfalt færri kaupsamningum fasteigna var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma árið 2007, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá ríkisins. Kaupsamningum hefur fækkað um ríflega helming samanborið við tímabilið janúar til júlí á síðasta ári.

Níu til viðbótar með svínaflensu

Níu til viðbótar hafa greinst með svínaflensuna hér á landi á undanförnum dögum. Tilfellin eru því orðin 63 talsins frá því fyrsta tilfellið var staðfest 22. maí.

Bankaleyndin víða sambærileg

Íslensk lög um bankaleynd eru í aðalatriðum sambærileg þeim sem gilda í Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Bretlandi.

Hjólhýsi langt utan bæjarins

Mikill mannfjöldi er kominn á Dalvík vegna fiskidagsins mikla sem er á Dalvík um helgina. Um 2.000 manns eru þegar komnir, að sögn lögreglunnar á Dalvík, og er búist við nokkrum þúsundum til viðbótar um helgina. Öll tjaldsvæði eru löngu full og eru hjól- og fellihýsi komin út fyrir bæjarmörkin, samkvæmt lögreglunni.

Þingkonur mæta ekki á átakafund Borgarahreyfingarinnar

Þingkona Borgarahreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, mætti ekki á átakafund Borgarahreyfingarinnar sem stendur nú yfir. Hún er því annar þingmaður flokksins sem ekki mætir. Áður hafði Birgitta Jónsdóttir boðað forföll þar sem hún fékk ekki pössun.

Fékk ekki barnapössun og kemst ekki á átakafund

„Kæru félagar, Vegna þess hve fyrirfarinn var stuttur sé ég mér ekki fært á að mæta í kvöld en ég hef ekki aðgang að pössun í kvöld og vil helst ekki taka son minn með á átakafund.“

Steingrímur J.:Þetta er harður heimur

„Þetta er harður heimur,“ sagði fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í raunverulegar seinkanir á fyrirtöku málefnis Ísland hjá Aljóðgjaldeyrissjóðnum. Aðspurður hvort ástæðan væri Icesave svaraði Steingrímur einfaldlega: „Já.“

Hústökumenn komnir með nýtt heimili

Stjórnleysingjar eru búnir að taka yfir nýtt hús en áður voru þeir á Vatnsstíg 4 sem hefur verið kveikt tvisvar í undanfarna daga. Nú er hústökufólk búið að hertaka gult einbýlishús ofarlega á Skólavörðustígnum, við hliðina á Krambúðinni.

Björgunarsveit sótti slasaðan hestamann

Á sjötta tímanum í dag var Björgunarsveitin Dalvík kölluð út vegna hestamanns sem féll af baki og slasaðist þegar hann var í hópferð hestamanna í botni Svarfaðardals samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Harður árekstur í Ártúnsbrekku

Harður þriggja bíla árekstur varð í Ártúnsbrekku rétt fyrir klukkan fimm. Tveir menn voru fluttir með minniháttar meiðsl á slysadeild. Lögreglan segir að gera megi ráð fyrir einhverjum umferðartöfum þarna næstu mínúturnar.

Loftfimleikar yfir Vatnsleysuströnd

Fjölskyldudagur verður haldinn í Vogum á Vatnsleysuströnd á laugardaginn. Óhætt er að segja að dagskráin sé fjölbreytt en hún hefst með dorgveiðikeppni á smábátabryggjunni klukkan 9:30.

Aftur eldur í Vatnsstíg 4

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Vatnsstíg 4 í dag vegna elds í anddyri hússins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. All nokkrar skemmdir hlutust af þegar kveikt var í þessu sama húsi á föstudagskvöld. Húsið hefur staðið mannlaust um skeið en lögreglan var nokkrum sinnum kvödd þangað í vor þegar hústökumenn reyndu að taka sér bólfestu í því.

Sjá næstu 50 fréttir