Innlent

Níu til viðbótar með svínaflensu

Níu til viðbótar hafa greinst með svínaflensuna hér á landi á undanförnum dögum. Tilfellin eru því orðin 63 talsins frá því fyrsta tilfellið var staðfest 22. maí.

Fólkið sem greint var á síðustu sólarhringum er á aldrinum 5 til 27 ára og er bæði af landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Sex þeirra eru talin hafa smitast hérlendis en þrjú eru talin hafa smitast af flensunni erlendis.

Enn er ekki vitað til þess að nokkur hafi veikst alvarlega vegna svínaflensunnar hér á landi. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×