Innlent

Braut rúður og hoppaði á bíl

Lögregla handtók ölvaðan karlmann á Háteigsveginum á sjötta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins hafði maðurinn brotið rúður á nokkrum bílum áður en lögreglu bar að garði.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn var maðurinn að hoppa á þaki bíls, sem er talsvert beyglaður eftir atvikið. Maðurinn var ekki í ástandi til að gera grein fyrir gerðum sínum, og fékk að sofa úr sér vímuna í fangaklefa.- vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×