Innlent

Kæra borgarstjóra fyrir árás

Tveir blaðamenn frá Montenegró kærðu í gær borgarstjóra Podgorica, höfuðborgar landsins, son hans og einkalífvörð fyrir að hafa barið sig.

Mihailo Jovovic, aðstoðarritstjóri dagblaðsins Vijesti, og ljósmyndarinn Boris Pejovic halda því fram að borgarstjórinn Miomir Mugosa, ásamt syni hans og lífverði, hafi barið sig, en hinir fyrrnefndu unnu að frétt um meinta valdníðslu borgarstjórans.

Mugosa og lögregluyfirvöld í Podgorica neituðu að tjá sig um málið í gær.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×