Steingrímur J.:Þetta er harður heimur 6. ágúst 2009 20:07 „Þetta er harður heimur," sagði fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í raunverulegar seinkanir á fyrirtöku málefnis Ísland hjá Aljóðgjaldeyrissjóðnum. Aðspurður hvort ástæðan væri Icesave svaraði Steingrímur einfaldlega: „Já." Hann bætti svo við: „Þetta er harður heimur og við erum að upplifa það að vera smáþjóð í erfiðri stöðu og við höfum verið beitt hörðu." Í viðtalinu var farið yfir víðan völl en það hófst með hinu alræmda Icesave máli. Þar fullyrti Steingrímur að búið væri að fara rækilega yfir sjónarmið í því máli og leiðrétta ýmsan misskilning. „Menn héldu í fyrstu að við myndum missa fullveldið og þinghúsið sjálft endaði í London. Það er búið að útskýra þessi atriði," sagði Steingrímur og tók fleiri sambærileg atriði máli sínu til rökstuðnings. Spurður um sjónarmið Ragnars H. Halls, hæstaréttarlögmanns um að Íslendingar væru að ofgreiða með samþykkt samningsins sagðist Steingrímur sannfærður um að svo væri ekki. Að sögn Steingríms eru engin lagaleg stoð fyrir sjónarmiði hans. Málið er þó afar umdeildt á meðal lögfræðinga. Þá sagði Steingrímur að gagnrýni á sendinefndina sem samdi um Icesave væri afar óvæginn og ósanngjörn. Hann segir aðstæður hafa verið svo afbrigðilega að þetta hafi verið besta fáanlega niðurstaðan í ljósi þess „Úrlausnin hlýtur að taka mið af þeim aðstæðum sem ríkja," sagði Steingrímur og vildi meina að svo hefði verið. Hann sagði að í ljósi þessara aðstæðna hafi ekkert annað en ólánsniðurstaða orðið í þessu risamáli. Hann segir að reiðin ætti að beinast gegn þeim sem stofnuðu til Icesave samninganna, ekki þeim sem unnu að því að leysa málið. Og aftur minnti Steingrímur á að það hafði verið samþykkt af fyrri ríkisstjórn, fyrst í nóvember, svo staðfest í desember, að íslenska ríkið skyldi fara samningaleiðina í málinu og skuldin viðurkennd. „Það er ósanngjarnt að Íslendingar skuli sitja uppi með allt þetta tjón," sagði Steingrímur svo. Steingrímur sagði ekki loku fyrir það skotið að fyrirvarar í anda hugmynda Ragnars H. Hall yrðu settir inn í samninginn. Um Alþjóðgjaldeyrissjóðinn sagði Steingrímur að aðstæður væru slíkar að Norðurlöndin vildu ekki lána Íslendingum fé fyrr en Icesave málið væri í höfn. Þar sem lánin frá þeim er mikilvægustu lánin til þess að efla gjaldeyrisvarasjóðinn þá gæti AGS ekki lánað ríkinu pening fyrr en Norðurlöndin gerðu slíkt hið sama. Hann segir heiminn harðann, „og við breytum ekki heiminum," sagði Steingrímur. Varðandi ESB sagði Steingrímur að afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, skýr frá upphafi. Hana skuli virða svo lengi sem hún bitnaði ekki á hans embættisskyldum. Steingrímur segir sína stöðu innan flokksins ekki veikari eftir að Vinstri grænir samþykktu aðildarumsóknina. Þvert á móti sé stór hluti félagsmanna sammála því að sækja um, þó engin afstaða til inngöngu í ESB sé fólgin í því. Og Steingrímur var dramatískur að lokum.„Ég hugsa bara um að láta verkin tala og að láta málin ganga upp. Ég vinn dag og nótt Íslandi til gagns," sagði Steingrímur og hélt áfram:„Það kemur maður í manns stað. Ísland er það sem skiptir máli. Framtíðin skiptir máli."Steingrímur sagði það nægja sér ef eftirmælin yrðu þau að hann hefði gert gagn. Hann sagði þetta erfitt.„Landið þarf ekki stjórnmálamenn sem hrökkva undan erfiðum ákvörðunum," sagði hann að lokum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Þetta er harður heimur," sagði fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, í viðtali við Kastljós í kvöld spurður út í raunverulegar seinkanir á fyrirtöku málefnis Ísland hjá Aljóðgjaldeyrissjóðnum. Aðspurður hvort ástæðan væri Icesave svaraði Steingrímur einfaldlega: „Já." Hann bætti svo við: „Þetta er harður heimur og við erum að upplifa það að vera smáþjóð í erfiðri stöðu og við höfum verið beitt hörðu." Í viðtalinu var farið yfir víðan völl en það hófst með hinu alræmda Icesave máli. Þar fullyrti Steingrímur að búið væri að fara rækilega yfir sjónarmið í því máli og leiðrétta ýmsan misskilning. „Menn héldu í fyrstu að við myndum missa fullveldið og þinghúsið sjálft endaði í London. Það er búið að útskýra þessi atriði," sagði Steingrímur og tók fleiri sambærileg atriði máli sínu til rökstuðnings. Spurður um sjónarmið Ragnars H. Halls, hæstaréttarlögmanns um að Íslendingar væru að ofgreiða með samþykkt samningsins sagðist Steingrímur sannfærður um að svo væri ekki. Að sögn Steingríms eru engin lagaleg stoð fyrir sjónarmiði hans. Málið er þó afar umdeildt á meðal lögfræðinga. Þá sagði Steingrímur að gagnrýni á sendinefndina sem samdi um Icesave væri afar óvæginn og ósanngjörn. Hann segir aðstæður hafa verið svo afbrigðilega að þetta hafi verið besta fáanlega niðurstaðan í ljósi þess „Úrlausnin hlýtur að taka mið af þeim aðstæðum sem ríkja," sagði Steingrímur og vildi meina að svo hefði verið. Hann sagði að í ljósi þessara aðstæðna hafi ekkert annað en ólánsniðurstaða orðið í þessu risamáli. Hann segir að reiðin ætti að beinast gegn þeim sem stofnuðu til Icesave samninganna, ekki þeim sem unnu að því að leysa málið. Og aftur minnti Steingrímur á að það hafði verið samþykkt af fyrri ríkisstjórn, fyrst í nóvember, svo staðfest í desember, að íslenska ríkið skyldi fara samningaleiðina í málinu og skuldin viðurkennd. „Það er ósanngjarnt að Íslendingar skuli sitja uppi með allt þetta tjón," sagði Steingrímur svo. Steingrímur sagði ekki loku fyrir það skotið að fyrirvarar í anda hugmynda Ragnars H. Hall yrðu settir inn í samninginn. Um Alþjóðgjaldeyrissjóðinn sagði Steingrímur að aðstæður væru slíkar að Norðurlöndin vildu ekki lána Íslendingum fé fyrr en Icesave málið væri í höfn. Þar sem lánin frá þeim er mikilvægustu lánin til þess að efla gjaldeyrisvarasjóðinn þá gæti AGS ekki lánað ríkinu pening fyrr en Norðurlöndin gerðu slíkt hið sama. Hann segir heiminn harðann, „og við breytum ekki heiminum," sagði Steingrímur. Varðandi ESB sagði Steingrímur að afstaða Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, skýr frá upphafi. Hana skuli virða svo lengi sem hún bitnaði ekki á hans embættisskyldum. Steingrímur segir sína stöðu innan flokksins ekki veikari eftir að Vinstri grænir samþykktu aðildarumsóknina. Þvert á móti sé stór hluti félagsmanna sammála því að sækja um, þó engin afstaða til inngöngu í ESB sé fólgin í því. Og Steingrímur var dramatískur að lokum.„Ég hugsa bara um að láta verkin tala og að láta málin ganga upp. Ég vinn dag og nótt Íslandi til gagns," sagði Steingrímur og hélt áfram:„Það kemur maður í manns stað. Ísland er það sem skiptir máli. Framtíðin skiptir máli."Steingrímur sagði það nægja sér ef eftirmælin yrðu þau að hann hefði gert gagn. Hann sagði þetta erfitt.„Landið þarf ekki stjórnmálamenn sem hrökkva undan erfiðum ákvörðunum," sagði hann að lokum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent