Fleiri fréttir

Veist að lögreglu í Eyjum
Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir nótttina. Veist var að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af ölvuðu fólkið og var lögreglumaður sleginn.

Logandi kamrar á Akureyri
Erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt, en fjórir gistu fangageymslur.

Mikil ölvun á Flúðum
Það var mikið að gera í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt, einkum á Flúðum þar sem fjöldi fólks er samankominn og mikil ölvun.

Ölvaðir leggja sig í miðbænum
Það var minna að gera hjá lögreglunni í Reykjavík en venjulega í nótt.

Kaupþing hvetur aðra miðla til að fjarlægja efni
Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings hvetja aðra fjölmiðla en RÚV til að virða lögbann sýslumanns og hætta tafarlaust fréttaflutningi sem byggist á yfirlitsglærum lánanefndar bankans og fjarlægja efni sem þegar hefur verið birt. Lögbanninu verði fylgt eftir gagnvart öðrum fjölmiðlum ef tilefni verður til.

Kaupþing fékk lögbann á umfjöllun RÚV
Fréttastofa RÚV neyddist til að hætta við að flytja nánari fréttir úr yfirliti Kaupþings yfir helstu skuldunauta bankans eftir að sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á umfjöllun RÚV um málið. Úrskurður sýslumanns féll fimm mínútum áður en fréttatími RÚV hófst.

Tíu stærstu skulduðu rúmlega 1500 milljarða
Tíu stærstu viðskiptavinir Kaupþings skulduðu bankanum rúmlega fimmtán hundruð milljarða króna samkvæmt lánayfirliti frá því í lok september í fyrra. Þetta eru tæplega þreföld fjárlög ríkissjóðs.

Formaður BÍ: Aldrei samfélagssátt um lögbann
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að aldrei verði sátt í samfélaginu um þetta lögbann, almenningsálitið sé á móti því.

Óshlíðargöng nánast á áætlun
Framkvæmdir við Óshlíðargöng ganga vel og eru nánast á áætlun. Lokið hefur verið við að sprengja rúmlega áttatíu prósent af göngunum.

Grunur um íkveikju á Vatnsstíg
Gunur leikur á að kveikt hafi verið í mannlausu húsi við Vatnsstíg í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi.

Abbafjör á Akureyri
Tónlist hljómsveitarinnar Abba setur sérstakan svip á hátíðina Eina með öllu sem haldin er á Akureyri um helgina.

2500 manns á Neistaflugi
Mikil stemmning er á Neistaflugi í Neskaupsstað. Um tvö þúsund og fimmhundruð manns taka þátt í hátíðahöldunum í ár.

Fimm fíknefnabrot frá hádegi í góða veðrinu í Eyjum
Fimm fíknefnabrot hafa komið til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum frá því á hádegi. Að sögn lögreglu eru efnin eingöngu í neyslumagni, en einkum hefur verið haldlagt kókaín og spítt.

Hefði viljað álíka grein frá íslenskum stjórnvöldum
„Maður las greinina með morgunkaffinu og hugsaði: Af hverju voru ekki Jóhanna og Steingrímur búin að skrifa svona greinar? Af hverju var utanríkisráðherrann okkar ekki búinn að senda frá sér svona grein?" segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar í samtali við fréttastofu.

Sýslumaður með lögbannskröfu Kaupþings til umfjöllunar
Fulltrúi sýslumanns fjallar nú um kröfu Kaupþings um lögbann á yfirlitsglærur yfir helstu skuldunauta gamla Kaupþings á grundvelli bankaleyndar.

Landsbanki ábyrgðist lán til hlutabréfakaupa í sjálfum sér
Eignarhaldsfélagið Empennage Inc. tók lán upp á 65,6 milljónir evra hjá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í Landsbankanum, en það er Landsbankinn sem ábyrgist lánið.

Lagaprófessor telur líklegt að fallist verði á lögbann
Sigurður Líndal, lagaprófesor, telur líklegt að fallist verði á lögbannskröfu Kaupþings, þó hann þori ekki að fullyrða um það.

Kaupþing fer fram á lögbann
Ríkisútvarpinu hefur verið tilkynnt um að væntanleg sé lögbannsbeiðni frá Kaupþingi til að stöðva frekari birtingu upplýsinga úr leyniglærum Kaupþings um skuldunauta bankans, að því er fram kemur á fréttavef RÚV.

Tíu þúsund manns á unglingalandsmóti
Hátt í tíu þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Sauðarkróki. Að sögn mótshaldara hefur allt gengið að óskum. Keppendur eru 1550 og keppt er í níu greinum. Langflestir keppendur eru í knattspyrnu eða hátt í 800 en einnig keppir mikill fjöldi í körfubolta og fjálsum.

Lára Ólafsdóttir: Verra framundan en skjálftinn í gær
„Ertu ekki að grínast í mér?," sagði Lára Ólafsdóttir, sjáandi, þegar blaðamaður sagði henni frá jarðskjálftanum sem varð í gærkvöldi klukkan 23:46 á Krýsuvíkursvæðinu, 3,1 á Richter.

Eva Joly fordæmir Breta vegna Icesave
Eva Joly ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins fordæmir framferði Breta í Icesave málinu og átelur einnig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ESB í harðorðri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þrír gistu fangageymslur á Selfossi
Talsvert var um ölvun og óspektir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Lögregla þurfti meðal annars að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála og drykkjuláta á Flúðum og Úthlíð.

Skjálftavirkni á Krýsuvíkursvæðinu
Nokkuð snarpur jarðskjálfti var á Krýsuvíkursvæðinu um korteri fyrir miðnætti í gær, líkt og Vísir greindi frá. Skjálftinn mældist 3,1 að styrk og átti upptök sín um fjóra kílómetra austur af Keili. Sjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu.

Erill hjá lögreglu á Akureyri
Tveir gistu fangageymslur vegna ölvunar og óspekta hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Mikil fjöldi er í bænum á hátíðinni Ein með öllu og var töluverður erill var hjá lögreglunni.

Rólegt á höfuðborgarsvæðinu
Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Nauðgun kærð í Eyjum
Grunur leikur á að rúmlega tvítugri stúlku hafi verið nauðgað á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt. Stúlkan leitaði á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum undir morgun og kærði atvikið. Hún gat gefið greinagóða lýsingu á manninum en hann er þó ekki fundinn. Stúlkan var flutt á neyðarmóttöku fyrir kynferðisbrot á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum þar sem hún er nú. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins.

Lánasjóðssvikarar: Peð í íslenskri mafíu
Grunur leikur á að fjórir ungir fjársvikarar, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, hafi tekið svikin að sér til að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi sér eldri manna sem fengu þá til verksins. Þeir hafi verið viðbúnir því að taka skellinn fyrir brotin og sitja inni. Féð, nokkrir tugir milljóna, er enn ófundið og er alls óvíst hvort það finnst nokkurn tíma.

Svíar: Lánið verði ekki notað í Icesave
Það eru fyrst og fremst Svíar sem standa harðir á því að Íslendingar gangi frá Icesave-samningnum áður en lánið verður veitt. Í skilmálum vegna lánsins, sem lagðir voru fyrir sænska þingið 2. júlí, kemur skýrt fram að Svíar ganga út frá því að Íslendingar standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Frestun AGS gæti fælt kröfuhafa frá bönkunum
„Ég óttast að þetta fæli kröfuhafana frá því að verða eigendur að bönkunum. Það er erfitt að ætla að verða eigandi banka þegar þú veist ekki hver aðkoma stjórnvalda er að bankakerfinu," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um frestun Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) á lánveitingu til Íslands.

Enginn brennumannanna játar að hafa kveikt eldinn
Þrír menn, sem ákærðir eru fyrir að kveikja í húsi við Kleppsveg í júní og stofna lífi manns sem var þar inni í hættu, neita því allir og benda hver á annan. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í gær.

Þjóðhátíð sett í blíðskaparveðri
Mikill fjöldi fólks er nú samankominn á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Stöðugur straumur fólks hefur verið í Heimaey síðustu daga. Hátíðin var sett í gær í blíðskaparveðri.


Birgitta Jónsdóttir: Óbein kúgun
„Ég held að AGS hefði aldrei getað sagt að hann myndi ekki veita okkur lánið út af Ice-save af því að þá hefði verið ljóst að verið væri að misbeita sjóðnum," segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingar, um frestun endurskoðunar AGS á málefnum Íslands. Henni finnst sjóðurinn óbeint vera að kúga okkur til þess að taka við skuldbindingum sem við getum ekki staðið undir eins og stendur.

Birkir J. Jónsson: Alvarlegt fyrir þjóðarbúið
„Það hefur nú komið á daginn að það er bein tenging á milli áætlunar AGS og Icesave eins og við í stjórnarandstöðu höfum haldið fram,“ segir Birkir J. Jónsson.

Pólitíkin réði fyrirtöku AGS að lokum
„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aldrei verið með hótanir í mín eyru,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær spurð hvort AGS hafi haft í hótunum við íslensk stjórnvöld um að fyrirtaka sjóðsins myndi frestast ef ekki yrði gengið frá Icesave.

Landslið samkynhneigðra: Erum litla liðið sem allir elska
„Þetta hefur verið ein allsherjar gargandi snilld frá upphafi til enda. Við erum litla liðið sem allir elska hérna í Kaupmannahöfn,“ segir Jón Þór Þorleifsson, stjórnarmaður í Styrmi, íþróttafélagi samkynhneigðra, og sundkappi.

Ekkert fjármagnsflóð á leiðinni þrátt fyrir afnám hafta
Ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun um afnám gjaldeyrishafta í áföngum. Í upphafi verður höftum af öllu innstreymi erlends gjaldeyris vegna nýrrar fjárfestingar aflétt.