Innlent

Abbafjör á Akureyri

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Tónlist hljómsveitarinnar Abba setur sérstakan svip á hátíðina Eina með öllu sem haldin er á Akureyri um helgina.

Mikill fjöldi er saman kominn á Akureyri en talsverð bílaörtröð myndaðist í gær þegar gestir tóku að streyma til bæjarins. Að sön Margrétar Blöndal, skipuleggjanda hátíðarinnar, er erfitt að meta hversu margir gestir eru á hátíðinni.

Margrét segir ABBA þema standa upp úr en danskennsla fór fram á toginu í dag þar sem helstu spor sænsku hljómsveitarinnar voru æfð. Hún segir nóg sé í boði fyrir gesti og gangandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×